Karlmennska og hreyfihömlun fara illa saman

Leifur Leifsson er gestur í hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.
Leifur Leifsson er gestur í hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar.

Leif­ur Leifs­son aflraunamaður, cross­fitt­ari, fyrr­ver­andi uppist­and­ari og ræðumaður varp­ar ljósi á áhrif ráðandi karl­mennsku­hug­mynda á hreyfi­hamlaða í nýj­asta hlaðvarpsþætti Karl­mennsk­unn­ar. Hann tel­ur karl­mennsku og hreyfi­höml­un passa illa sam­an.

„Ég held að karl­mennska og kven­leiki og hreyfi­höml­un fitti mjög illa sam­an ein­hvern­veg­inn. Því hreyfi­hamlað fólk, og mín kyn­slóð, var oft sett í ein­hverja kassa til þess að það myndi henta þeim sem kæmu að. Henta kerf­inu,“ seg­ir hann.

Tek­ur hann sem dæmi hvernig fólk með hreyfi­höml­un eða fólk sem reiði sig á stuðning sé oft sópað sam­an eða sé talið eiga sér­staka sam­leið í líf­inu ein­göngu vegna fötl­un­ar sinn­ar.

„Maður átti að eiga ein­hverja vini því að þeir voru hreyfi­hamlaðir og við hlut­um að eiga eitt­hvað sam­eig­in­legt af því að við vor­um hreyfi­hamlaðir en ég á gamla æsku­vini sem eru kunn­ingj­ar í dag og það eina sem við átt­um sam­eig­in­legt var að vera hreyfi­hamlaðir. Það var ekk­ert annað, en þjóðfé­lagið held­ur það mjög oft.“

Minn­ir á aðskilnaðar­stefnu

„Skóli án aðgrein­ing­ar er ekk­ert til í mín­um huga. Ekki frek­ar en sam­fé­lag án aðgrein­ing­ar eða vinnustaður án aðgrein­ing­ar eða neitt,“ seg­ir Leif­ur og út­skýr­ir með því að benda á að stöðugt sé verið að gera sér úrræði fyr­ir fólk með hreyfi­höml­un.

„Við erum alltaf að búa til eitt­hvað fyr­ir fólk með hreyfi­höml­un, sér inn­gang og sér­staka lyftu sem er læst og hús­vörður­inn er með lyk­il. Við erum með eitt kló­sett fyr­ir hreyfi­hamlaða. Þetta minn­ir óþægi­lega á aðskilnaðar­stefnu. Eitt fyr­ir mig og annað fyr­ir alla hina.“

Leif­ur tel­ur að best væri að gera öll kló­sett aðgengi­leg og tryggja að um­hverfið sé ekki stöðugt að fatla fólk eða draga það í dilka.

Vel mein­andi for­dóm­ar

Leif­ur dreg­ur fram mörg dæmi um for­dóma sem hann hef­ur upp­lifað á eig­in skinni og hvernig hreyfi­hamlaðir eru oft teiknaðir upp sem fórna­lömb eða grey sem hljóti að hafa það mjög erfitt. Leif­ur seg­ir fjöl­miðla og þáttta­gerðafólk oft vilja ýkja þján­ing­ar, erfiðleika og for­dóma fatlaðs fólks sem und­ir­striki enn frek­ar for­dóm­ana í sam­fé­lag­inu. Tek­ur Leif­ur dæmi þar sem hann var að æfa sig fyr­ir aflraun­ir og er að rúlla sér upp og niður brekku, hann er með tónlist í eyr­un­um og í mikl­um ham þegar hann verður skyndi­lega var við að brekk­an verður auðveld­ari viðfangs. Þá hafði vel mein­andi mann­eskja stoppað um­ferð, stokkið til og talið sig vera að hjálpa hreyfi­hömluðum manni í mik­illi neyð.

„Mér finnst allt í lagi ef fólk býður mér aðstoð sína. En ég myndi ráðleggja fólki ef það sér ein­hvern hreyfi­hamlaðannog vill bjóða fram aðstoð þá kannski byrj­arðu á augn­sam­bandi og spyrð hvort þú get­ir aðstoðað. Ef ekki, þá bara ekki. Ekki hlaupa til og byrja á að aðstoða af því þú ætl­ar að vera svo góður.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda