„Já, en Bjarni minn við vissum þetta alltaf“

Bjarni Snæbjörnsson leikari.
Bjarni Snæbjörnsson leikari. ljósmynd/Saga Sig

Bjarni Snæ­björns­son leik­ari er í ein­lægu viðtali í hlaðvarp­inu Karl­mennsk­unni um sjálfsævi­sögu­lega heim­ilda­söng­leik­inn sinn, Góðan dag­inn, faggi og sárs­auk­ann sem fylgdi því að vera sam­kyn­hneigður.

„Það er allt í lagi með mig. Það er mik­il­vægt að átta sig á því að ég væri ekki að setja þetta á svið nema ég vissi hvað ég er að gera með það. Ég er bú­inn að fara í gegn­um öldu­dal­inn og finna nýja fleti á mér. Þótt við séum eins og lauk­ur sem er enda­laust hægt að flysja.“

Bjarni bygg­ir sýn­ing­una á eig­in reynslu en ekki síst erfiðleik­un­um og for­dóm­um fólks sem hann hef­ur um­geng­ist, þar á meðal í upp­eld­is­bæ sín­um, Tálknafirði.

„Það kom oft­ar en einu sinni:  „Já, en Bjarni minn, við viss­um þetta alltaf“ [...] Ég skil að þetta er vel meint, en þegar maður heyr­ir þetta eft­ir að maður er kom­inn út, þá er eins og það sé verið að gera all­an sárs­auk­ann að engu, sem maður upp­lifði við þessa gríðarlegu tog­streitu að vera hinseg­in.“

Bjarni hef­ur áður lýst því hvernig hann reyndi að bæla niður kyn­hneigð sína, bað til guðs um að vera ekki sam­kyn­hneigður og þótt­ist hafa mjög mik­inn áhuga á stelp­um.

„En ef þið vissuð þetta, af hverju gerðuð þá ekki eitt­hvað? Af hverju tókuð þið ekki aðeins meira utan um mig? Af hverju leyfðuð þið mér ekki að finn­ast ég sér­stak­lega mikið vel­kom­inn? [...] Í staðinn fyr­ir að standa úti í ykk­ar horni og pískra um mig.“

Bjarni seg­ir að svona at­huga­semd­ir hafi litla merk­ingu, eft­ir á. Þó fái hinseg­in fólk iðulega að heyra þær. Hon­um finnst að fólk ætti frek­ar að beita sér fyr­ir því að fólk fái að finna að það sé vel­komið, njóti stuðnings og finni að það til­heyri. Þá finnst Bjarna sárs­auka­fullt þegar fólk snýr þján­ing­um hans eða hinseg­in fólks al­mennt yfir á sjálft sig. „Þegar þau láta þetta snú­ast um sig, er það líka svo sárs­auka­fullt.“ 

Mik­il­vægt að hlusta

„Veistu, það er allt í lagi þótt þú skilj­ir þetta ekki alla leið. Við get­um ekki farið alla leið. Ég get ekki skilið hvernig það er að al­ast upp án allr­ar þess­ar­ar tog­streitu [...] Mik­il­væg­ast er að þú hlust­ir á okk­ur og tak­ir við því sem við höf­um að segja um sárs­auk­ann og tog­streit­una,“ seg­ir Bjarni þegar hann er beðinn um að út­skýra ná­kvæm­lega þá til­finn­ingu að finn­ast hann ekki passa inn, fyr­ir ein­hverj­um sem ekki er sam­kyn­hneigður. Bjarni seg­ir það ekki hægt. Hins veg­ar skipti máli að fólk sem ekki sé hinseg­in, eða búi við mik­il for­rétt­indi, sé meðvitað um eig­in for­dóma og leggi sig fram við að leyfa fólki að vera eins og það er. 

Góðan dag­inn, faggi um landið

Bjarni vill gjarn­an nota reynslu sína og for­rétt­indi til að miðla reynslu sinni til sem flestra. Hann stefn­ir bæði á bóka­út­gáfu og ferðalag um landið með sýn­ing­una sína, Góðan dag­inn, faggi.

„Við erum að von­ast til þess að fara í ferðalag með [Góðan dag­inn, faggi] um landið, sem fyrst. Ég get al­veg sagt frá því hérna, í fyrsta skipti op­in­ber­lega, að ég er að skrifa bók. Hún heit­ir fagga­bók­in í bili, en það er næsta skref.“ 

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda