„Þetta var besta deit allra tíma“

00:00
00:00

Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir og Hjalti Harðar­son eru gest­ir hlaðvarpsþátt­ar­ins Betri helm­ings­ins með Ása. Þór­hild­ur er kynn­ing­ar­stjóri BHM og Hjalti er einn af stofn­end­um Kjarn­ans og yfir markaðsmá­l­um Lands­bank­ans. 

Þau hnutu um hvort annað fyr­ir tveim­ur kjör­tíma­bil­um og eft­ir að hafa farið á fyrsta deit var ekki aft­ur snúið. Þór­hild­ur seg­ir frá því að hún hafi fyrst heyrt á Hjalta minnst þegar Kjarn­inn var stofnaður. Það sem kom henni mest á óvart, sem fjöl­miðlamann­eskja, var að hún vissi ekki hver hann var. Á þess­um tíma var hún að vinna á Stöð 2 og þegar hún rakst á Hjalta á B5. Dag­inn eft­ir hitti Þór­hild­ur Huldu vin­konu sína og spurði hana út í Hjalta. 

„Hún horf­ir á mig og seg­ir „þið eruð að fara að byrja sam­an“,“ seg­ir Þór­hild­ur og ját­ar að hún hafi í fram­hald­inu óskað eft­ir að vera vin­ur hans á Face­book. Hann samþykk­ir vina­beiðnina og í fram­hald­inu fara þau að tala sam­an. 

Á kjör­degi fyr­ir átta árum hitt­ust þau loks­ins á Kex eft­ir að hafa spjallað sam­an í nokkr­ar vik­ur. Yf­ir­skinið var að hitt­ast í kaffi en Hjalti seg­ir að þau hafi nú aldrei drukkið neitt kaffi því þau hafi farið beint í bjór­inn. Það hafi komið hon­um á óvart hvað Þór­hild­ur drakk hraust­lega og fannst hon­um það skemmti­legt. 

Þór­hild­ur var búin að mæla sér mót við vin­konu sína. Hún ætlaði að koma heim til Þór­hild­ar og þær ætluðu að elda sam­an. En það var svo mikið fjör á deit­inu með Hjalta að Þór­hild­ur átti erfitt með að fara. Hún sendi því skila­boð á vin­konu sína að hún ætti bara að fara heim til henn­ar, byrja að elda og svo myndi hún koma. 

„Þetta var besta deit allra tíma,“ seg­ir Þór­hild­ur og nú hef­ur deitið staðið yfir í átta ár, eða tvö kjör­tíma­bil. 

Hægt er að hlusta þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda