Fékk bónorð allsnakin

00:00
00:00

Hjón­in Regína Ósk Óskars­dótt­ir, söng­kona og skóla­stjóri í Söng­skóla Maríu, og söngv­ar­inn og smiður­inn Sig­ur­sveinn Þór Árna­son eru gest­ir Betri helm­ings­ins hjá Ása. Í þætt­in­um tala þau um lífið og til­ver­una og ást­ina. Þau kynnt­ust í Sjall­an­um á balli með Egó en svo kom að því að hann vildi biðja henn­ar. 

Regína seg­ir að þetta sé mjög vand­ræðaleg saga og að þau hafi aldrei sagt hana op­in­ber­lega áður. Sig­ur­sveinn seg­ir að þau hafi verið stödd á Ak­ur­eyri þar sem Regína var að vinna yfir sum­arið. Hann hafði hugsað lengi að hann langaði að biðja henn­ar því þau voru mjög ást­fang­in. Hann fer því niður í bæ og inn í skart­gripa­versl­un þar sem hann fann akkúrat rétta hring­inn. Hann var staðráðinn í að biðja henn­ar um kvöldið. Þegar hann sett­ist inn í bíl­inn og kveikti á hon­um var verið að spila lagið Don´t stop me now með Qu­een og hann leit á þetta sem merki um að hann ætti að láta til skara skríða. Hann býður henni út að borða og Regína seg­ir að hann hafi verið mjög skrýt­inn allt kvöldið. 

„Ég var að vand­ræðast með þetta. Á ég að gera þetta í for­rétt­in­um, aðal­rétt­in­um, eft­ir­rétt­in­um. Það ger­ist ekk­ert á meðan við för­um út að borða. Svo fáum við okk­ur göngu­túr og erum þar sem World Class núna. Sól­in var að skína og það var fá­rán­lega fal­legt veður,“ seg­ir hann og ját­ar að hann hafi verið svo stressaður að hann hafi helst langað til að fara á bak við stein og æla. 

„Svo guggna ég á þessu og við löbb­um upp í íbúð og för­um inn í her­bergi og leik­ar hitna. Við erum kom­in úr öll­um föt­un­um og það er ein­hver mús­ík í gangi,“ seg­ir hann og ját­ar að hann hafi látið hana loka aug­un­um og hafi sótt hring­inn og beðið henn­ar.

„Ég fékk bón­orð „butt naked“, seg­ir Regína og skelli­hlær.  

Í þætt­in­um tala þau um heils­una en Regína fór í lífs­stíls­breyt­ingu þegar hún missti pabba sinn. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda