Kærastan á kúpunni hvað er til ráða?

Er framtíðin björt hjá pari þar sem kærastan er í …
Er framtíðin björt hjá pari þar sem kærastan er í ruglinu hvað varðar peninga? Unsplash.com/Austin Distel

Áhyggju­full­ur maður hafði sam­band við fjár­hags­ráðgjafa varðandi fjár­mál kær­ustu sinn­ar. Hon­um er brugðið vegna þess hversu illa stödd hún er í pen­inga­mál­um.

Kær­ast­an mín flutti inn til mín stuttu eft­ir að við byrjuðum sam­an fyr­ir hálfu ári síðan. Hún vinn­ur í flug­brans­an­um og er fjar­ver­andi nokkr­um sinn­um í viku. Fyr­ir þrem­ur mánuðum keypti ég hús (á mín­um kenn­ara­laun­um!) og bauð henni að flytja inn til mín. Ég gerði ráð fyr­ir að hún myndi borga leigu og hjálpa þannig til við að borga af hús­inu. En hún er al­gjör­lega á kúp­unni. Bara al­gjör­lega! Hún á ekki krónu eft­ir í lok mánaðar­ins. Og ofan á þetta allt þá er hún ekki lang­skóla­geng­in þannig að mögu­leik­ar henn­ar á að fá betri vinnu í framtíðinni eru litl­ir. 

Nú stefn­ir í það að allt hækki í verði á næst­unni. Ef ég held áfram að vera með henni er ég þá að velja líf fjár­hags­legs óör­ygg­is? Er ég að stressa mig of mikið á þessu? Hvernig get ég nálg­ast þetta umræðuefni við hana?

 

Svar ráðgjaf­ans:

Ég geri ráð fyr­ir að þú haf­ir vitað af henn­ar fjár­hags­stöðu áður en þú bauðst henni að búa með þér. Það sem hún er að leggja fram núna er ákveðið viðmið um það sem koma skal. Það eru til fjöl­mörg störf sem eru vel launuð og krefjast ekki há­skóla­gráðu en það hljóm­ar ekki eins og hún sé að spá í að breyta um vinnu. 

Þú verður að út­skýra fyr­ir henni að þú verðir að leita annarra leiða, t.d. að fá meðleigj­anda, ef hún get­ur ekki lagt meira til hús­næðisaf­borg­an­anna. Ann­ars ferð þú líka á haus­inn. Hún ætti ekki að vilja að setja þig í þá stöðu að þú þurf­ir að bera alla fjár­hags­lega ábyrgð um ókom­inn tíma. En þú verður líka að skilja að hún vill kannski ekki skipta um vinnu. 

Ef þið viljið eiga framtíð sam­an, þá verðið þið að vera sam­mála um hvað sé sann­gjarnt. Gott er að byrja á því að gefa henni hug­mynd um hvernig af­borg­an­ir og gjöld hækka þegar vext­ir hækka.

Þá get­ur þú boðist til þess að hjálpa henni að út­búa áætl­un um hvernig hún nýt­ir pen­ing­ana sína bet­ur. Ef hún er spennt fyr­ir framtíð með þér þá ætti hún að vera til í þetta allt sam­an. Ef hún vill það ekki þá er kannski eitt­hvað að í sam­band­inu sem er al­var­legra en bara pen­inga­á­hyggj­urn­ar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda