Daði og Árný segja frá fyrsta kossinum

00:00
00:00

Eurovisi­on­parið Daði Freyr Pét­urs­son og Árný Fjóla Ásmunds­dótt­ir sögðu frá fyrsta kossi þeirra hjóna í hlaðvarpsþætt­in­um Betri helm­ing­ur­inn með Ása. Fyrsti koss­inn átti sér stað á tón­list­ar­hátíðinni Hró­arskeldu í Dan­mörku en þá voru þau Daði og Árný ekki orðin par. 

Daða og Árnýju ættu flest að þekkja, enda voru þau á meðal full­trúa Íslands í Eurovisi­on söngv­akeppn­inni árið 2020 og 2021. 

„Það var árið 2010 og við fór­um það sum­ar á tón­list­ar­hátíð á Hró­arskeldu. Þá erum við búin að vera vin­ir í tvö ár og kyss­umst í gríni í röð á tón­leik­ana, ég man það ekki,“ seg­ir Árný um hvernig fyrsta koss­inn bar til. Daði skýt­ur inn í að þau hafi verið á leið á tón­leika með Nephew en Árný seg­ist aðeins hafa verið að hugsa um koss­inn ekki tón­leik­ana.

„Ég var bara að hugsa um þenn­an koss. Þetta var svona Spi­der-Man koss,“ seg­ir Árný og lýs­ir því hvernig Daði beygði sig yfir hana, enda skilja nokkr­ir tug­ir sentí­metra þau að í hæð. Árný seg­ir koss­inn bara hafa verið grín en að svo hafi þau kysst aft­ur, og aft­ur á hátíðinni. 

„Svo kom­um við heim af Hró­arskeldu og þá vildi ég ekk­ert með hann hafa,“ sagði Árný. Vin­skap­ur­inn hélt þó en sex mánuðum síðar, rétt fyr­ir jól­in, kysst­ust þau aft­ur. 

„Svo á Þor­láks­messu vor­um við al­veg mjög skot­in í hvort öðru, svo ann­an í jól­um ball­inu, þá fór­um við fyrr sam­an heim af ball­inu,“ sagði Árný og morg­un­inn eft­ir spurði Daði Árnýju hvort hún vildi verða kær­ast­an hans. 

Í dag eru Daði og Árný hjón og eiga tvær dæt­ur sam­an. 

Þátt­inn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

Daði Freyr og Árný Fjóla.
Daði Freyr og Árný Fjóla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda