Jónína Ben leiddi þau saman

00:00
00:00

Yesmine Ol­son og Arn­grím­ur Fann­ar Har­alds­son eru gest­ir þátt­ar­ins Betri helm­ing­ur­inn með Ása. Hjón­in hnutu um hvort annað í lík­ams­rækt­ar­stöðinni Pla­net Pul­se sem Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir heit­in rak á sín­um tíma. Yesmine var einkaþjálf­ari í stöðinni þegar Addi Fann­ar, eins og hann er kallaður, kom þangað inn fyr­ir til­stuðlan bróður síns, Ein­ars Bárðar­son­ar. 

Addi Fann­ar var á þess­um tíma í hljóm­sveit­inni Skíta­móral sem naut mik­illa vin­sælda. Ein­ar Bárðar­son hafði gert heimasíðu fyr­ir Jón­ínu Ben og fengið greitt í leik­fim­is­korti í stöðinni. Hann var minna fyr­ir leik­fimi og var auk þess á leiðinni til Banda­ríkj­anna. Hann lét litla bróður því hafa kortið sitt og sagði við Ye­sem­ine að hún yrði að sjá um hann. 

Yesmine er alin upp í Svíþjóð og starfaði í leik­fim­is­stöð Jón­ínu Ben þar í landi en auk þess starfaði hún í skemmt­ana­brans­an­um. 

„Ég var að vinna fyr­ir Jón­ínu Ben í Svíþjóð. Þegar ég sagði við hana að ég ætlaði að fara til New York að vinna þá sagði Jón­ína „Nei, nei, þú þarft að sjá heim­inn fyrst“ og svo sendi hún mig til Íslands,“ seg­ir Yesmine og hlær. Þú hef­ur nátt­úr­lega ekki séð heim­inn fyr­ir en þú hef­ur komið til Íslands! 

Örlög­in gripu í taum­ana og hér er Yesmine ennþá meira en tveim­ur ára­tug­um síðar. 

Addi Fann­ar er viðskipta­stjóri í Hörpu en um þess­ar mund­ir er Ye­sem­ine að opna veit­ingastað í mat­höll­inni Póst­hús­inu sem er staðsett í miðbæ Reykja­vík­ur. Auk þess að vera dans­ari og einkaþjálf­ari er Yesmine ein­stak­ur kokk­ur og hef­ur gefið út mat­reiðslu­bæk­ur og verið með matareiðsluþætti í sjón­varp­inu. Hún seg­ist vera leyni­kokk­ur en hún hef­ur oft verið bak við tjöld­in að elda mat fyr­ir fólk. Nú ætar hún hins­veg­ar að koma út úr skápn­um með elda­mennsk­una og opna veit­ingastað. Hún hlær reynd­ar þegar hún er spurð um stærð staðar­ins og seg­ir að þetta sé bara lítið horn í mat­höll­inni. 

„Ég er loks­ins að opna veit­ingastað,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að hún hafi fundið að nú væri rétti tím­inn. Fólk skil­grein­ir hana kannski sem Ind­verja þar sem hún er fædd á Sri Lanka en málið er að hún var ætt­leidd til Svíþjóðar þegar hún var barn og var því alin upp á sænsk­um kjöt­böll­um. 

Yesmine seg­ir að hún hafi strax sem barn fengið mik­inn áhuga á mat­reiðslu. Henni hafi til dæm­is fund­ist sænsku kjöt­boll­urn­ar frek­ar bragðlaus­ar og farið að reyna fyr­ir sér í eld­hús­inu þegar hún var krakki. Fyrsta Ind­verska mat­inn smakkaði hún hins­veg­ar í Kaupa­manna­höfn þar sem hún fór í sér­staka leyni­ferð ásamt syst­ur sinni. 

„Það var ekki ind­versk­ur mat­ur neins staðar í Svíþjóð. Við syst­ir mín, sem er líka ætt­leidd frá Sri Lanka, stung­um af og fór­um til Hels­ingjar­borg­ar þar sem við tók­um bát­inn fyr­ir til Hels­ingør. Þaðan tók­um við lest­ina yfir til Kaup­manna­hafn­ar. Þar var ind­versk búlla á Istega­de og þarna borðuðum við fyrstu ind­versku máltíðina. Við sögðum for­eldr­um okk­ar ekki frá þessu fyrr en við vor­um orðnar full­orðnar,“ seg­ir Yesmine og hlær. 

Yesmine og Addi Fann­ar hafa upp­lifað margt skemmti­legt en hægt er að hlusta nán­ar á þau og æv­in­týri þeirra á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda