„Hver er búinn að smita þig af kynvillu!?”

Páll Óskar Hjálmtýsson er gestur í hlaðvarpinu Karlmennskan.
Páll Óskar Hjálmtýsson er gestur í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Páll Óskar Hjálm­týs­son er gest­ur í hlaðvarpsþætti Karl­mennsk­unn­ar og rifjar þar meðal ann­ars upp hvernig hann kom út úr skápn­um og viðbrögð for­eldra sinna. Pabbi hans komst að því að son­ur sinn væri hommi í gegn­um helgar­blað Þjóðvilj­ans og mamma hans með því að opna brúnt um­slag þar sem frétta­blað Sam­tak­anna 78 var að finna.

Páll Óskar seg­ir frá því hvernig mamma hans fussaði og sveijaði yfir því að son­ur henn­ar væri hommi.

„[Mamma] leit und­an, horfði ekki í aug­un á mér, labbaði inn í stofu, horfði í gaupn­ir sér, byrjaði að prjóna og tautaði með sjálfri sér. Ég vissi að eitt­hvað væri að, fæðing­in þín gekk svo erfiðlega fyr­ir sig [...] svo byrja all­ar verstu spurn­ing­arn­ar; hvaða fólk ert þú að um­gang­ast, hver er bú­inn að smita þig af kyn­villu, hvernig veistu hvað þú vilt svona ung­ur,“ seg­ir Páll Óskar og að hún hafi beðið hann um að halda þessu leyndu fyr­ir pabba hans. Það kom ekki til greina og komst pabbi hans að sam­kyn­hneigð son­ar síns í gegn­um Þjóðvilj­ann sem þá var dreift í all­ar sjopp­ur og vinnustaði.

„Pabbi hljóp upp og niður all­ar hæðir í Útvegs­bank­an­um þar sem hann vann og safnaði sam­an öll­um Þjóðvilj­an­um og setti í tæt­ar­ann. Pabbi keyrði síðan i all­ar sjopp­ur í Vest­ur­bæn­um og Miðbæn­um og Reykja­vík og ná­grenni, keypti all­an Þjóðvilj­ann sem hann gat og setti i tæt­ar­ann.“

Eina sem vant­ar er kisa

Páll Óskar seg­ir að hann hafi fyr­ir­gefið for­eldr­um sín­um en að það hafi verið erfitt verk­efni og hann lifi líf­inu sem hann dreymdi um.

„Ég lifi ofsa­lega góðu lífi. Ég lifi ná­kvæm­lega fagga­líf­inu sem ég vil lífa og það er dá­sam­legt. [...] Mér hef­ur aldrei langað til að eign­ast börn eða eign­ast fjöl­skyldu. En ég á svaka fal­legt heim­ili og er að vinna vinn­una sem mig dreymdi um. All­ir mín­ir draum­ar hafa ræst. Eina sem mig vant­ar er kisa,“ seg­ir Páll og seg­ist vera þakk­lát­ur og stolt­ur af því að vera hommi og tek­ur fram að hann reyni mark­visst að „passa upp á það að allt sem ég geri í líf­inu er alltaf að ein­hverju leiti fagga­legt. Meira að segja þetta viðtal er fagga­legt.“

Trauma­tíser­andi að vera í skápn­um

„Við sem erum hinseg­in þurf­um kannski að líta í eig­in barm og viður­kenna fyr­ir okk­ur sjálf­um, að við erum eig­in­lega und­an­tekn­ing­ar­laust öll traumuð. Af því ef þú hef­ur ein­hvern­tím­an verið í skápn­um, þá fylg­ir því bæði svo mikið and­legt álag og svo öráreitið og allt í um­hverf­inu að ýta þér í ákveðna átt [...] Eft­ir svona remb­ing get ég lofað að þú ert traumaður. Þannig þegar þú kem­ur út úr skápn­um og lok­ar skápa­h­urðinni, viltu þá labba inn um dyrn­ar hjá sál­fræðingi. Við verðum að heila okk­ur sjálf.“ 

Páll Óskar seg­ist hafa upp­lifað mikið öráreiti sér­stak­lega þegar hann var ný­kom­inn út úr skápn­um og finni gjarn­an yf­ir­borðsumb­urðarlyndi.

„Það er búið að sýna mér al­veg nógu mikið af allskon­ar öráreiti og líka það sem ég kalla yf­ir­borðsumb­urðarlyndi. Það er allt í lagi að ég sé hommi Ef eða á meðan ég er í trúðabún­ing og pallí­ettu­bún­ing og er ógeðslega glaður og hress [...] en um leið og ég verð sex­ual, því er af­neitað á staðnum,“ seg­ir hann og vís­ar þar til þess hvernig plat­an hans Deep insi­de floppaði kring­um alda­mót­in sem hafi þótt of sex­ual. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda