Eru kuntur neikvæðar?

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona er ekki Jakob …
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona er ekki Jakob Bjarnar Grétarsson þótt þau séu bæði dökkhærð.

„Einu sinni var ég gíf­ur­lega mik­ill lestr­ar­hest­ur. Á mín­um yngri árum vildi ég bara bæk­ur í jóla­gjöf og yf­ir­leitt var ég búin að lesa þær all­ar fyr­ir ára­mót. Með hækk­andi aldri og dvín­andi hæfi­leika til að múl­titaska datt lest­ur­inn upp­fyr­ir hjá mér og ég var góð ef ég náði að lesa fjór­ar bæk­ur á ári. Þær tengd­ust yf­ir­leitt sól­ar­landa­ferðum þar sem það er nú fátt betra en að flat­maga við sund­laug­ina og lesa góða bók (nema þú sért við hliðina á barna­laug­inni þá verður hún ólæsi­leg eft­ir nokkr­ar skvett­ur),“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í nýj­um pistli:

Ég ákvað því að ögra mér aðeins um ára­mót­in og setti mér mark­mið að lesa all­ar ís­lensk­ar skáld­sög­ur sem voru gefn­ar út 2021. Mér sýn­ist að ég þurfi lík­lega svona 2 ár í að klára þetta mark­mið en í dag er ég búin að lesa 16 bæk­ur og nóg eft­ir. Mér fannst líka spenn­andi að ég myndi þá „neyðast“ til að lesa allskon­ar bæk­ur og stækka sjón­deild­ar­hring­inn með því að lesa bæk­ur sem ég hafði eng­an áhuga á að lesa. Af þess­um 16 bók­um hafa nokkr­ar fengið 5 stjörn­ur og ég myndi segja að bæk­urn­ar Fíkn eft­ir Rann­veigu Borg Sig­urðardótt­ur og Kon­an hans Sverr­is eft­ir Val­gerði Ólafs­dótt­ur hafi komið mest á óvart. Bæk­ur sem mér fannst frá­bær­ar en ég hefði ekki valið ótil­neydd.

Elsku Sól­ir eft­ir Ásu Mar­in kom líka skemmti­lega á óvart. Ég ákvað að halda utan um bæk­urn­ar inn á Goodreads og gefa þeim ein­kunn eft­ir því hvernig mér fannst bæk­urn­ar og skrifa smá texta fyr­ir mig án þess að vera með rit­dóm því ég er hvorki bók­mennta­fræðing­ur né gagn­rýn­andi og fyr­ir mér var Goodreads bara svona minn­ismiði fyr­ir mig. Eitt sem mér finnst frá­bært við Goodreads er að þú get­ur valið bæk­ur sem þig lang­ar að lesa og ég setti til dæm­is all­ar bæk­urn­ar eft­ir Ásu Mar­in á þann lista þó að ég kom­ist ekki í þær fyrr en 2021 er búið.

Hver er þessi Ásdís Vals­dótt­ir?

Ég hef um­sagn­irn­ar á Goodreads stutt­ar enda hugsaði ég þetta alltaf sem punkta fyr­ir mig. Ég byrjaði að lesa bók­ina hans Þór­ar­ins Leifs­son­ar Út að drepa túrista og fannst hún al­veg drep­leiðin­leg. Mér leið í al­vör­unni eins og ég væri kom­in í sögu­kennslu í grunn­skól­an­um á Dal­vík. Ég gaf henni eina stjörnu og setti í um­sögn:

„Þessi höfðaði ekki til mín og ég gafst upp á henni. Leið eins og ég væri að lesa yf­ir­borðskennda hand­bók um Ísland. Náði eng­um tengsl­um við per­són­urn­ar og ákvað að snúa mér að næstu bók.“

Mér fannst þetta al­veg nógu dannað til að eng­inn fengi áfall yfir dóna­skapn­um. Ég reyni í al­vör­unni að vanda mig og set ekk­ert al­veg allt inn sem ég er að hugsa. Ég var einu sinni mjög dóna­leg á köfl­um og átti til að senda frá mér tölvu­pósta sem voru mjög fúl­ir. Þegar ég byrjaði að taka mig í gegn þá var þetta eitt af því fyrsta sem ég valdi að breyta. Það má samt ekki missa mál­frelsið og mér finnst ein­mitt svo þægi­legt að búa hérna á Íslandi þar sem er bæði rit- og mál­frelsi og að því best ég veit eru eng­ar bæk­ur bannaðar þannig að við upp­lif­um ótrú­legt frelsi hvað þetta snert­ir.

Svo fékk ég skila­boð frá rit­stjóra DV. Hann vildi kanna hvort að ég hefði skrifað þessa um­sögn. Ég fékk smá áfall og það fyrsta sem flaug í gegn­um haus­inn á mér. „WTF hvað skrifaði ég eig­in­lega í þess­ari um­sögn“.

Jú um­sögn­in var akkúrat það mér fannst og rit­stjór­inn setti mig inn í málið. Þá hafði höf­undi bók­ar­inn­ar verið svo mis­boðið yfir þess­ari um­sögn að hann var sann­færður um að ein­hver ann­ar væri með leyniaðgang und­ir dul­nefn­inu Ásdís Vals­dótt­ir enda hver heit­ir líka Ásdís Vals­dótt­ir. Aug­ljóst að þetta er ekki raun­veru­leg mann­eskja. Ekki nóg með að þetta væri leyniaðgang­ur held­ur vissi hann ná­kvæm­lega hver stæði að baki þess­ari árás.

„All­ar bæk­urn­ar mín­ar eru um­deild­ar. Þær eiga líka að vera það. En ég er á sama tíma 100% viss um að Ásdís Vals­dótt­ir er Jakob Bjarn­ar blaðamaður að skrifa dóm um bæk­urn­ar mín­ar inni á Goodreads, gníst­andi tönn­um und­ir dul­nefni. A cunt is a cunt is a cunt,“ skrifaði Þór­ar­inn á Face­booksíðu sína

Hver er samt Ásdís Vals­dótt­ir ef hún er ekki Jakob Bjarn­ar. Er hún kannski Stella Blóm­kvist að pönk­ast í öðrum rit­höf­und­um í frí­tíma sín­um og fannst nafnið Ásdís Vals­dótt­ir það flippaðasta sem henni datt í hug.

I know what you did last Sum­mer!!!

Ég gef samt ekki mikið af einni stjörnu um­sögn­um en þetta er samt önn­ur bók­in í ár sem hef­ur fengið eina stjörnu.

Lestr­ar­átakið gekk gíf­ur­lega vel til að byrja með. Ég fór á bóka­safnið og tók fjór­ar bæk­ur í einu og hámlas þær. Sum­ar voru svo góðar að ég náði hrein­lega ekki að leggja þær frá mér. Svo kom ein sem ég átti í gíf­ur­leg­um vand­ræðum með. Hún hafði fengið flotta dóma. Gíf­ur­lega fynd­in að mati les­enda og ég hlakkaði mikið til að lesa hana. Svo mikið að ég keypti hana á flug­vell­in­um á leiðinni til Spán­ar í hjóla­frí.

Ég sá strax að ég var ekki á sama stað og þeim sem fannst hún fynd­in. Mér fannst hún hrein­lega drep­leiðin­leg og ógeðsleg. Lýs­ing­ar á sam­tíma­fólki voru niðrandi og ég sá ekk­ert já­kvætt við þessa bók. Googlaði fleiri dóma. Las dóm eft­ir Kol­brúnu Hall­dórs­dótt­ur og sá að ég hefði átt að googla hann áður en ég byrjaði á bók­inni og kannski breyta mark­miðinu í að ég mætti sleppa 3 bók­um.

Einn gagn­rýn­andi sagði að plottið í lok­in kæmi á óvart og hvatti les­end­ur til að klára bók­ina sem ég og gerði. End­ir­inn varð ekk­ert betri og ég ákvað að gefa bók­inni eina stjörnu með um­sögn­inni leiðin­leg­asta bók sem ég hef lesið. Næsta sem ger­ist er að ég fæ til­kynn­ingu á Face­book að höf­und­ur­inn (sem ég þekki ekki og teng­ist mér ekk­ert) hafði gert like á vi­deo sem ég hafði sett inn fyr­ir löngu. Ég velti fyr­ir mér skila­boðunum. Hvers vegna setti hann like á mitt Face­book nokkr­um mín­út­um eft­ir að ég setti inn um­sögn­ina mína? Voru þetta svona skila­boð, „ég veit hver þú ert og ég fylg­ist með mér“. Mér fannst þetta reynd­ar pínu fyndið en ákvað að hafa vaðið fyr­ir neðan mig og skella þessu hérna inn í bloggið mitt ef ég skyldi óvart hverfa, trix sem ég lærði af einni af sögu­per­són­um í bók­inni sem skildi eft­ir bréf ef aðal­sögu­per­són­an myndi óvart stúta henni. Eina sem ég þarf að krossa fing­ur með er að lög­regl­an sem verður sett í rann­sókn máls­ins verði aðeins hæf­ari en þessi í bók­inni.

Bæði Mann­líf og DV birtu frétt um deil­ur Þór­ar­ins og Jak­obs út af þess­um rit­dómi.

Mann­líf sagði: Jakob Bjarn­ar sagður vera Ásdís. Hvað þýðir það? Hver er ég og erum við síamstvíbur­ar? Hvernig tengj­umst við Jakob? Ég hef aldrei hitt hann en núna er hann sagður vera ég? Kári Stef, get­ur þú kíkt á málið fyr­ir mig? Get­ur Jakob verið ég, er hann bú­inn að yf­ir­taka mig? Síðasta setn­ing í grein­inni er „Enn eru menn engu nær um það hver er að baki Ásdísi…“

Þarna líður mér frek­ar mikið eins og ég sé á FBI most wan­ted list. Ég er búin að horfa á rosa­lega mikið af glæpaþátt­um og aðal­krimm­arn­ir eru alltaf á FBI most wan­ted list og eng­inn veit hverj­ir þeir eru í raun og veru. Nenn­ir ein­hvern að hnippa í Mann­líf og láta þá vita að ég sé búin að gefa mig fram.

Þegar ég las þessa setn­ingu … „Enn eru menn engu nær hver er að baki Ásdísi…“  gat ég ekki annað en dáðst að hinum rit­höf­und­in­um. Það tók hann ekki nema svona 5 mín­út­ur að finna út úr því hver ég var þrátt fyr­ir að það væri eng­in forsíðumynd kom­in á Goodreads. Ég setti hana bara inn þannig að fólk myndi þekkja okk­ur Jakob í sund­ur. Ég skoðaði mynd af Jakobi og ég sé að við erum slá­andi lík, bæði dökk­hærð.

DV fann út úr þessu frek­ar hratt líka. Rit­stjór­inn sendi ein­fald­lega skila­boð á all­ar kon­ur á Face­book sem heita Ásdís Vals­dótt­ir og leysti gát­una.  

Við erum sem bet­ur fer eins ólík og við erum mörg. Ég hef tekið eft­ir því í þessu lestr­ar­átaki mínu að það eru ákveðnar bæk­ur sem höfða meira til mín en aðrar og sum­ar bæk­ur sem ég elska fá vonda dóma hjá öðrum. Enda væri lífið frek­ar lit­laust ef við hefðum öll sama smekk.

Þór­ar­inn Leifs­son get­ur andað létt­ar yfir því að leyni­kon­an og kunt­an Ásdís Vals­dótt­ir skrifi fleiri vonda dóma. Hann seg­ir reynd­ar að hún sé að skrifa dóm um bæk­urn­ar hans sem er held ég ör­ugg­lega fleir­tala en ef þú skoðar aðgang­inn minn á Goodreads þá hef ég bara skrifað einn dóm um eina bók eft­ir Þór­ar­inn Leifs­son og þeir verða aldrei fleiri því eins og Þór­ar­inn seg­ir svo fal­lega: „A cunt is a cunt is a cunt“ og þessi kunta hef­ur akkúrat eng­an áhuga á að lesa fleiri bæk­ur eft­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda