„Ég hataði manninn minn og svo dó hann“

Rebecca Woolf rithöfundur syrgir ekki eiginmann sinn.
Rebecca Woolf rithöfundur syrgir ekki eiginmann sinn. Skjáskot/Instagram

Re­becca Woolf rit­höf­und­ur þráði lengi að fara frá eig­in­manni sín­um. Hjóna­bandið var óham­ingju­samt og þau töluðust vart við þegar hann veikt­ist skyndi­lega. 

„Þetta gerðist svona, einn dag­inn var allt í lagi með hann og næsta dag var hann að deyja. Viku fyr­ir grein­ingu fann hann til í mag­an­um. Hann hélt að þetta væri bara streita. Nokkr­um dög­um síðar fór hann til lækn­is og taldi hann hafa gall­steina. Þrem­ur dög­um síðar var hann á bráðamót­töku þar sem krabba­mein í brisi greind­ist. Krabba­meinið hafði dreifst sér í lifr­ina og eitl­ana,“ seg­ir Woolf í pistli sín­um í The Times.

„Allt í einu þyrmdi yfir mig og ég mundi eft­ir öll­um rifr­ild­un­um, góðu stund­un­um og slæmu. Ég sem hafði þráð að vera án hans. En þarna sá ég eft­ir öllu.“

Var sjarmer­andi í fyrstu

„Þegar við kynnt­umst fyr­ir þrett­án árum þá var hann fynd­inn og sjarmer­andi og ég eig­in­kon­an sem hann þráði. Ég var frek­ar pass­ív og þægi­leg og eldaði dýr­ind­is máltíðir öll kvöld. Babb kom í bát­inn þegar frami minn fór á flug. Ég fram­fleytti fjöl­skyld­unni auk þess sem ég sá al­farið um börn­in okk­ar fjög­ur. Ég vaknaði all­ar næt­ur með börn­un­um meðan hann svaf vær­um blundi. Press­an á mig var gríðarleg. Hjóna­bandið var bara gott þegar ég var til­bú­in til þess að gera allt í mínu valdi til þess að halda hon­um góðum. Ég átti bara að brosa og þykj­ast að allt væri í fínu lagi.“

„Hann fór í fýlu ef ég þénaði ekki nóg og svo fór hann líka í fýlu ef ég þénaði of mikið. Þá hafði ég eng­an aðgang að fjár­mál­um okk­ar og hafði ekki hug­mynd um hvað við hefðum efni á. Eft­ir að hann lést þá tók það mig ár að fá aðgang að reikn­ing­un­um okk­ar.“

Skammaðist sín fyr­ir að hafa valið hann

„Ég átti það til að af­saka hann á fyrstu árum hjóna­bands okk­ar. Hann átti það til að öskra á mig og börn­in fyr­ir fram­an fólk. Mitt hlut­verk var að róa hann og reyna að koma í veg fyr­ir að slíkt gerðist. Þegar ég sá að eitt­hvað var að byrja að pirra hann reyndi ég að tala ró­lega og halda mér til hlés.“

„Ég skammaðist mín. Ekki fyr­ir hann held­ur fyr­ir það að ég skyldi hafa valið hann. Ég valdi mann sem öskraði á mig og börn sín á al­manna­færi. Ég valdi þetta líf. Ég hélt að ég væri svo hug­rökk að vera með hon­um fyr­ir börn­in. En það er aldrei rétt að vera með röng­um manni.“

Kenndi sér um krabba­meinið

„Í fyrstu var ég viss um að ég hefði valdið hon­um krabba­mein­inu. Öll streit­an sem ég olli hon­um hafði fengið krabba­mein til að mynd­ast. Ég var hon­um ótrú og átti í fjöld­an all­an af ástar­sam­bönd­um. Bæði þegar vel gekk í hjóna­band­inu og eft­ir að það súrnaði.“

Hef­ur sjald­an liðið bet­ur en eft­ir að hann dó

„Ég man lítið eft­ir jarðaför­inni. Það eru til marg­ir stuðnings­hóp­ar fyr­ir fólk sem hef­ur misst maka sinn en mér þætti það hræsni að fara. Hvað skyldi fólk halda ef það vissi að mér hef­ur sjald­an liðið bet­ur en eft­ir að hann féll frá? Fólk spyr mig hvernig ég hef það og ég fer að gráta því ég get ekki verið hrein­skil­in. Ég segi þeim bara það sem það vill heyra. Fólk kom til mín með bæk­ur um sorg og missi en það gerði bara illt verra. Mér fannst ég vera siðblind. Skrímsli,“ seg­ir Woolf sem ritað hef­ur bók um missinn og hvernig hún hef­ur tek­ist á við hann.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Re­becca Woolf (@re­beccawooolf)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda