Ertu að kafna í sambandinu?

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

„Líður þér stund­um eins og þú sért að kafna í sam­band­inu þínu? Er stund­um eins og mak­inn þinn sé svo þurfandi og háður þér að það er ekki ósvipað því að vera með barn á fram­færi? Lang­ar þig stund­um að flýja í eitt­hvað sem veit­ir þér spennu, til dæm­is mikið vinnu­álag og streitu, krefj­andi heilsu­rækt, jaðarsport eða jafn­vel að daðra við ann­an aðila, bara til að fá ein­hvern létti og gleði í líf­inu,“ spyr Valdi­mar Þór Svavars­son sér­fræðing­ur í áfalla- og meðvirkni­fræðum Piu Mellody í nýj­um pistli á Smartlandi:

Ef svo er þá eru þetta eru merki um ákveðin und­ir­liggj­andi vanda­mál sem marg­ir eru að tak­ast á við í sam­bandi sínu og upp­lifa jafn­vel að þetta eigi sér stað aft­ur og aft­ur, jafn­vel þó þeir fari úr einu sam­bandi yfir í annað.

Eðli­lega velta sum­ir því fyr­ir sér af hverju í ósköp­un­um þeir endi með maka sem virðist ekki geta staðið al­menni­lega á eig­in fót­um og virðast svo háðir sam­band­inu og mak­an­um sín­um að það tek­ur alla orku frá þeim. Það gera sér fáir grein fyr­ir því að þetta er í flest­um til­vik­um sjálf­skapaður vandi og teng­ist fræðum sem kall­ast ástarfíkn og ástar­forðun (e. Love addicti­on - love avoi­dant) og er ástand sem háir gríðarlega mörg­um um heim all­an.

Ástæðurn­ar fyr­ir því að ein­stak­ling­ar „lenda“ í svona sam­bönd­um eru vegna þess að þeir kalla það í raun yfir sig með ákveðnum karakt­er­ein­kenn­um sem kall­ast að vera bjarg­vætt­ur. Bjarg­vætt­ir eru góðir í að laða að sér ein­stak­linga sem eru af ákveðnum ástæðum í þörf fyr­ir að ein­hver bjargi sér, ein­stak­ling­ar sem þrá nánd og til­finn­ing­ar á ýkt­an hátt, eitt­hvað sem kall­ast ástarfíkn.

Í báðum til­vik­um eru or­sak­ir að finna í því að al­var­leg­ar skekkj­ur áttu sér stað í upp­vext­in­um sem veld­ur því að þess­ir aðilar koma til leiks út í lífið annað hvort með ýkta þörf fyr­ir viður­kenn­ingu, nánd og til­finn­ing­ar eða hafa ekki get­una til að veita nánd og vera í til­finn­inga­ríku sam­bandi en eru góðir í að bjarga þeim sem þurfa að láta bjarga sér.

Hægt er að senda fyr­ir­spurn­ir á Valdi­mar með því að smella HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda