„Leitum frekar í sársauka en óvissu“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Valdi­mar Þór Svavars­son, ráðgjafi, fyr­ir­les­ari og meðferðaraðili hjá Fyrsta skref­inu, seg­ir meðvirkni vera al­var­legt og fyr­ir­ferðar­mikið vanda­mál sem hrjá­ir marga. Hann seg­ir meðvirkni vera lærða hegðun sem á ræt­ur sín­ar að rekja til mót­un­ar­ára verðandi sjálf­stæðra ein­stak­linga og verður til í upp­vexti þeirra.

    „Það er mjög mik­ill mis­skiln­ing­ur á því hvað meðvirkni raun­veru­lega er,“ seg­ir Valdi­mar Þór og vís­ar í það sem felst í hug­tak­inu meðvirkni.

    Sjá­um ekki rauðu flögg­in

    „Við í raun­inni erum búin að læra þetta meira og minna allt sam­an fyr­ir 10 ára ald­ur,“ út­skýr­ir Valdi­mar. Hann seg­ir meðvirkni geta haft víðtæk áhrif á sam­bönd og sam­skipti og oft­ar en ekki sé hún und­ir­rót sárs­auk­ans sem sum­ir upp­lifa í nán­um sam­bönd­um.

    „Við eig­um það til að fara inn í sam­bönd sem eru óheil­brigð því við sjá­um ekki merk­in sem við ætt­um að sjá. Því við kunn­um á spenn­una, læt­in og öfgarn­ar. Þess­ar flug­elda­sýn­ing­arn­ar sem koma upp í sam­band­inu og spreng­ing­ar sem fara upp og niður,“ seg­ir Valdi­mar.

    „Við leit­um frek­ar í sárs­auka sem við þekkj­um held­ur en óviss­una.

    Valdi­mar Þór er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um. Það ræða þau fé­lags­lega sviðið í þaula og hversu miklu máli það skipt­ir að gera vel á upp­vaxt­ar­ár­um barns. Ann­ars sé hætt við því að til­finn­inga­leg­ar öfg­ar í aðra hvora átt­ina dragi dilk á eft­ir sér fram á full­orðins ár. 

    Viðtalið við Valdi­mar má nálg­ast í heild sinni hér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda