Gerir þú þér upp fullnægingu?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Hafið þið ein­hvern­tím­an hugsað út í það hvernig kyn­lífið ykk­ar teng­ist stöðu ykk­ar í þjóðfé­lag­inu?

Dr. Kar­en Gur­ney klín­ísk­ur sál­fræðing­ur sem aðallega fæst við kyn­lífs­vís­indi og við að aðstoða pör í vanda á því sviði talaði um hversu langt við kon­ur vær­um raun­veru­lega komn­ar í jafn­rétt­inu þegar kæmi að svefn­her­berg­inu í fyr­ir­lestri á Ted.com. Dr. Gur­ney er einnig höf­und­ur að bók­inni Mind­TheGap,“ seg­ir Linda Bald­vins­dótt­ir markþjálfi hjá Mann­gildi í sín­um nýj­asta pistli: 

Fyr­ir­lest­ur­inn var mjög áhuga­verður og margt sem þar kom fram sem ég held að vert sé að velta fyr­ir sér og ræða um.

Sam­kvæmt því sem Dr. Gur­ney seg­ir þá er karla­veldið og þókn­un­ar­hlut­verk okk­ar kvenna enn til staðar í dag og lang­ur veg­ur virðist í að við náum að  brjóta þetta bil á milli kynj­anna þegar um kyn­líf er að ræða að minnsta kosti. 

Hér á landi eru þó kon­ur eins og Gerður í Blush sem hvetja kon­ur til að gera ekki þarf­ir sín­ar að feimn­is­máli og mér finnst það frá­bært inn­legg í jafn­rétt­is­bar­áttu kynj­anna og á hún hrós skilið fyr­ir það.

Þjóðfé­lagið er dug­legt við að segja okk­ur hvernig við eig­um að líta út, hegða okk­ur og hvað við þurf­um að gera til að vera sexý og ég held að við hlust­um allt of mikið á þá formúlu.

Sam­fé­lags­miðlarn­ir eru mjög dug­leg­ir við að búa til ver­öld sem fæst­ir ná að lifa eft­ir og því upp­lifa sig marg­ir sem ekki nóg af ein­hverju, og við kon­ur sem erum svo dug­leg­ar við að setja út á okk­ur og finn­ast okk­ur skorta eitt­hvað meg­um bara ekki við þessu glamúr­dóti öllu sam­an sem þolir hvorki hrukk­ur né smá auka­spik.

Ég man ekki eft­ir því að hafa fengið kon­ur til mín sem eru full­kom­lega ánægðar með út­lit sitt eða per­sónu á ein­hvern hátt, en flest­ir karl­menn sem til mín hafa komið halda að þeir séu með þetta og þurfi sko ekki að breyta neinu í út­liti eða fram­komu sinni. Er þetta ekki einnig sprottið frá karla­veld­inu sem við héld­um að væri út­dautt eða frá sam­fé­lags­miðlum sem stöðugt sýna kon­um hvernig þær eigi að líta út en láta karl­menn­ina í friði?

En aft­ur að efni fyr­ir­lest­urs­ins á Ted.

Mik­il breyt­ing hef­ur orðið á fimm árum í umræðu um kyn­líf og þarf­ir kvenna og karla en allt of lítið hef­ur samt breyst í svefn­her­berg­inu þar sem kon­ur finna sig enn feimn­ar við að bera fram þarf­ir sín­ar.

Kon­ur í hárri stöðu með sjálfs­traustið í lagi segj­ast oft ekki geta með ein­hverj­um hætti beitt sér af heiðarleika í svefn­hver­berg­inu og finna sig í þókn­un­ar­hlut­verki þar, og rann­sókn­ir sýna að karl­menn fari oft full­nægðari frá borði en kon­ur og að kon­ur upp­lifi sig oft sem ekki „nóg“ í svefn­her­berg­inu.

Rann­sókn­ir sýna einnig að þó að lít­ill eða eng­inn mun­ur sé á milli tíðni full­næg­inga hjá kynj­un­um þegar að sjálfs­fró­un kem­ur breikk­ar bilið mikið þegar ból­fé­lagi bæt­ist við.

Í dag­legu tali er talað um að full­næg­ing kvenna sé flókið fyr­ir­bæri og að það taki lang­an tíma fyr­ir kon­ur að fá full­næg­ing­ar,  en rann­sókn­ir sýna svart á hvítu að þar sem sjálfs­fró­un á sér stað tek­ur það jafn lang­an tíma fyr­ir kon­ur og karla að ná full­næg­ingu.

Kon­ur finna sig feimn­ar við að láta þarf­ir sín­ar í ljós og fara inn í sig  þegar þeim tekst ekki að fá full­næg­ingu með ból­fé­lag­an­um og taka því uppá að gera sér upp full­næg­ingu til að þókn­ast hon­um og sum­ar verða bara ansi góðar í því að sögn Dr. Gur­ney. Hún hvet­ur kon­ur þó til að láta af þykjust­unni og ein­fald­lega segja ból­fé­lag­an­um hverj­ar þarf­ir þeirra eru í stað þess að fara í þókn­un­ar­hlut­verkið og eða í það að vilja ekki særa til­finn­ing­ar hans (karl­mennsk­an gæti beðið hnekki við það að geta ekki full­nægt kon­unni).

Enn virðast  kon­ur jafnt sem karl­ar ekki gera sér grein fyr­ir því að kon­ur þurfa í flest­um til­fell­um örvun á sníp til að full­næg­ing eigi sér stað og ekki er nægj­an­legt í flest­um til­fell­um að karl­maður­inn „tengi sig“ til þess að full­næg­ing ná­ist .

Mér fannst það ansi áhuga­vert að heyra að í 95% til­fella fá kon­ur full­næg­ingu við sjálfs­fró­un en sú tala datt niður í 65% þegar þær stunduðu kyn­líf með öðrum aðila, og það féll enn frek­ar niður eða í 18% þegar um skyndikynni var að ræða.

Karl­menn­irn­ir héldu sinni tölu nokkuð óskertri eða flökt­andi þetta frá 95% niður í 85% og þá skipti engu máli hvort um sjálfs­fró­un,skyndikynni eða fast sam­band var að ræða. Eins er mun­ur­inn ekki svona mik­ill þegar um sam­kyn­hneigð pör er að ræða (kon­ur), þar er kyn­lífið að sýna svipaða pró­sentu­tölu og hjá körl­un­um.

Kon­ur hvað erum við að gera með því að stunda kyn­líf með ókunn­ug­um aðila þegar við fáum ekk­ert annað út úr því en það að vera í þókn­un­ar­hlut­verki gagn­vart hon­um?

Og hvernig stend­ur á því að það skipti meira máli að karl­maður­inn sé full­nægður en kon­an?

Eru þetta ekki leif­ar af gamla karla­veld­inu og þókn­un­ar­hlut­verki kon­unn­ar?

Við töl­um fjálg­lega um jafn­rétti kynj­anna á þessu sviði sem og öðrum en þegar að raun­veru­leik­an­um hvað kyn­lífs­mál­efn­in varðar kem­ur þá erum við enn að láta þarf­ir kvenna víkja fyr­ir þörf­um karla og því hvort þeim langi í okk­ur greini­lega. „18% stelp­ur“ – þetta er eins og lottóvinn­ing­ur að fá full­næg­ingu við skyndikynni! För­um nú frek­ar heim og leik­um okk­ur með okk­ur sjálf­um, þar erum við þó 95% ör­ugg­ar á því að fá full­næg­ingu.

Gott kyn­líf inni­held­ur auðvitað margt annað en full­næg­ing­ar, og atriði eins og nánd, hlát­ur, koss­ar og fleira skipta ekki síður máli, en samt sem áður verður það að vera ákvörðun okk­ar kvenna hvort við lát­um af hendi full­næg­ingu okk­ar vegna feimni okk­ar eða til að þókn­ast karl­mann­in­um og til­finn­ing­um hans,og sú ákvörðun ætti að vera vel ákvörðuð í hvert sinn.

Jæja, það er ekki oft sem ég skrifa um kyn­líf en mér fannst þessi fyr­ir­lest­ur bara það áhuga­verður og töl­urn­ar sem sýna svart á hvítu hversu stutt við erum komn­ar þarna varð til þess að ég ákvað að skrifa um kyn­líf sem er jú part­ur af líf­inu og vellíðan okk­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda