„Þau fundu hamingjuna“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hjóna­skilnaðir verða æ al­geng­ari í ís­lensku sam­fé­lagi. Að sögn Bjarg­ar Vig­fús­dótt­ur hjóna­bands- og fjöl­skyldumeðferðarfræðings er talið að um helm­ing­ur allra sam­banda, vígðra og óvígðra, endi með skilnaði hér á landi.

    „Mér finnst 50% stór tala. Ég trúi ekki að helm­ing­ur allra sam­banda sé svona glataður.“

    Björg var gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um á dög­un­um. Þar ræddu þær erfiðleika í para­sam­bönd­um og hvernig koma má jafn­vægi á náin sam­bönd og fjöl­skyldu­líf. 

    „Að vera með ung börn reyn­ir al­veg gríðarlega á. Það get­ur tekið róm­an­tík­ina og klesst hana harka­lega,“ seg­ir Björg.

    Ekki alltaf hægt að dæma sam­bandið úr leik

    Niður­stöður lang­tím­a­rann­sókna sem gerðar hafa verið á hjóna- og para­sam­bönd­um sýna að óánægja í nán­um sam­bönd­um staf­ar oft­ar en ekki af öðrum erfiðleik­um en sam­band­inu sjálfu. Streita, álag, barnæsk­an, vinnu­um­hverfi, barna­upp­eldi og annað í þeim dúr eru helstu áhrifaþætt­ir óánægju í sam­bönd­um. 

    „Hóp­ur fólks var óánægður í sín­um para­sam­bönd­um. Part­ur af þess­um hópi skildi en hinn hélt áfram sínu sam­bandi. Þegar hóp­ur­inn sem skildi var skoðaður kom það akkúrat í ljós að það var ekk­ert endi­lega sam­bandið sem olli óánægj­unni,“ út­skýr­ir Björg og vitn­ar í rann­sókn sem hef­ur gefið henni og öðrum meðferðarfræðing­um inn­sýn í þróun mála á þessu sviði. 

    „Þessi pör sem héldu áfram að vera sam­an, þau fundu ham­ingj­una.“

    Viðtalið má nálg­ast í heild sinni hér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda