„Þau fundu hamingjuna“

Hjónaskilnaðir verða æ algengari í íslensku samfélagi. Að sögn Bjargar Vigfúsdóttur hjónabands- og fjölskyldumeðferðarfræðings er talið að um helmingur allra sambanda, vígðra og óvígðra, endi með skilnaði hér á landi.

„Mér finnst 50% stór tala. Ég trúi ekki að helmingur allra sambanda sé svona glataður.“

Björg var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum á dögunum. Þar ræddu þær erfiðleika í parasamböndum og hvernig koma má jafnvægi á náin sambönd og fjölskyldulíf. 

„Að vera með ung börn reynir alveg gríðarlega á. Það getur tekið rómantíkina og klesst hana harkalega,“ segir Björg.

Ekki alltaf hægt að dæma sambandið úr leik

Niðurstöður langtímarannsókna sem gerðar hafa verið á hjóna- og parasamböndum sýna að óánægja í nánum samböndum stafar oftar en ekki af öðrum erfiðleikum en sambandinu sjálfu. Streita, álag, barnæskan, vinnuumhverfi, barnauppeldi og annað í þeim dúr eru helstu áhrifaþættir óánægju í samböndum. 

„Hópur fólks var óánægður í sínum parasamböndum. Partur af þessum hópi skildi en hinn hélt áfram sínu sambandi. Þegar hópurinn sem skildi var skoðaður kom það akkúrat í ljós að það var ekkert endilega sambandið sem olli óánægjunni,“ útskýrir Björg og vitnar í rannsókn sem hefur gefið henni og öðrum meðferðarfræðingum innsýn í þróun mála á þessu sviði. 

„Þessi pör sem héldu áfram að vera saman, þau fundu hamingjuna.“

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda