„Það eru ekkert endilega rauð flögg í byrjun“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpinu Krassandi konur.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir stýrir hlaðvarpinu Krassandi konur.

Linda Bald­vins­dótt­ir markþjálfi er gest­ur Ásdís­ar Rán­ar Gunn­ars­dótt­ur í hlaðvarp­inu Krass­andi. Þær ræða til dæm­is sjálfs­dýrk­end­ur (nars­iss­ista) og hvaða áhrif það hef­ur að vera í ástar­sam­bandi við slík­an ein­stak­ling. 

„Það eru ekk­ert endi­lega rauð flögg í byrj­un, þetta eru yf­ir­leitt sjarmer­andi ein­stak­ling­ar sem heilla þig upp úr skón­um og eru rosa klár­ir. Þeir sýna ekk­ert endi­lega ein­hverja at­huga­verða fram­komu nema það að þeir geta verið sér­stak­lega heill­andi. Nars­iss­ist­ar sýna oft­ast ekki sitt rétta and­lit fyrr en þeir eru orðnir ör­ugg­ir með að hafa náð þér á sitt vald og þá byrj­ar ballið. Þeir geta verið mjög klók­ir og kunna að gera aðstæðurn­ar þannig að það er erfitt að sleppa úr þeim. Það er erfitt að segja hvernig eigi að forðast þessa ein­stak­linga en það sem ég segi alltaf við mína er: Hlustaðu á hjartað þitt. Við fáum alltaf þessa maga­til­finn­ingu. Það er eitt­hvað bogið við þetta eða það er ekki allt eins og það á að vera. Hún er yf­ir­leitt rétt en við hend­um því í burtu því hann er svo sjarmer­andi. En alla­vega get­ur þú vitað það ef þú ert far­in að tipla á tán­um, ef þér líður illa og þú ert kvíðin, ert far­in að fá jafn­vel lík­am­leg ein­kenni eða ert orðin óör­ugg með hvað þú ætl­ar að segja, hvort þú meg­ir segja það, hvort þú meg­ir um­gang­ast vini þína, hvort þú meg­ir fá pen­ing fyr­ir nauðsynj­um og svo fram­veg­is þá get­ur þú verið viss um það að þú ert í óheil­brigðu sam­bandi,“ seg­ir Linda. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda