Upplifir sorg því makinn vill ekki eignast barn

Íslensk kona dreymir um að eignast barn en eiginmann hennar …
Íslensk kona dreymir um að eignast barn en eiginmann hennar langar það ekki. Hvað er til ráða? Kelly Sikkema/Unsplash

Theo­dór Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni svara spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er lang­ar að eign­ast barn en eig­inmaður henn­ar er ekki á sam­mála. 

Sæll Theo­dór. 

Við hjón­in erum ósam­mála um barneign­ir. Ég á eitt barn fyr­ir og hann ekk­ert. Þetta hef­ur valdið kergju í sam­bandi okk­ar í lang­an tíma. Ég finn að ég hef fjar­lægst til­finn­inga­lega. Ég sá fyr­ir mér að eign­ast alla­vega 1-2 börn í viðbót en nú er lífs­klukk­an varðandi barneign­ir að renna út hjá mér. Hann hef­ur ekki gefið ástæðu og vill ekki gefa ástæðu fyr­ir því að vilja ekki barn. Ég finn fyr­ir mik­illi sorg að þurfa að gefa þetta eft­ir. Hef hug­leitt skilnað og fara ein í að eign­ast barn en á sama tíma lang­ar mig ekki til að fórna hjóna­band­inu. 
Hvað er til ráða? 

Kveðja, 

JH

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theo­dór Franc­is Birg­is­son er klin­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausn­inni.

Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa flóknu spurn­ingu.  

Hér er á ferðinni stærsta ákvörðun hvers par­sam­bands og það er eng­in ein­föld lausn til  þar sem hér er um tvö mjög ólík sjón­ar­mið að ræða. Það er ekki hægt að krefjast þess að ein­stak­ling­ar vilji eign­ast barn en það er held­ur ekki hægt að krefjast þess að ein­hver vilji ekki eiga barn. Ég myndi samt byrja á að reyna að fá ástæðurn­ar hjá hon­um fyr­ir því af hverju hann vill ekki eign­ast börn.

Það gæti verið vegna erfiðra minn­inga úr æsku hans, það gæti líka verið vegna þess að hann viti af ein­hverj­um sjúk­dómi sem herj­ar á ætt­ina hans og hann vill ekki taka þá áhættu að færa þann sjúk­dóm niður í næstu kyn­slóð. Hann gæti líka verið á þeirri skoðun að „heim­ur­inn er orðinn svo klikkaður“ að hann vilji ekki koma með barn í heim­inn af þeim ástæðum. Það sem hér er að fram­an talið er það sem ég hef oft­ast heyrt í sam­bæri­leg­um aðstæðum. Hér þarf að setj­ast niður og ræða um mál­in. Þetta er of stórt viðfangs­efni til þess að það sé hægt að humma umræðuna fram af sér. Ef ykk­ur tekst ekki að ræða þetta tvö ein þá myndi ég panta tíma hjá fjöl­skyldu­fræðingi eða par­aráðgjafa sem hef­ur menntað sig sér­tak­lega í parameðferð. Þetta er klár­lega vandi sem leys­ist ekki sjálf­krafa. Eft­ir að raun­veru­leg umræða hef­ur átt sér stað kem­ur í ljós hvort sam­bandið lifi þenn­an ágrein­ing af. 

Kær kveðja,

Theo­dór Franc­is Birg­is­son. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dór spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda