„Ég var kominn á bólakaf í undirheima Reykjavíkur“

Daníel var kominn á bólakaf í undirheimana.
Daníel var kominn á bólakaf í undirheimana. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Þegar Daní­el Rafn Guðmunds­son gekk inn í fang­elsið að Sogni til að afplána átján mánaða dóm var hann frjáls maður í fyrsta sinn í mörg ár. Það kann að hljóma und­ar­lega en þannig var það engu að síður. Hann var ekki bara laus und­an fíkn held­ur hafði hann einnig frels­ast til krist­inn­ar trú­ar. Þrátt fyr­ir að vera í erfiðum aðstæðum fann Daní­el frið og sátt innra með sér en nokkru áður en kom að fanga­vist­inni upp­lifði hann krafta­verk. Hann sagði sögu sína í Sam­hjálp­ar­blaðinu.  

Saga Daní­els er um margt lík sög­um margra annarra er glíma við fíkn en margt er þar líka sér­stakt. Hann átti ynd­is­lega æsku og var al­inn upp við ör­yggi og ástúð. En þegar hann tók fyrsta sop­ann af áfengi á unglings­ár­un­um hófst at­b­urðarás sem hann réð í raun ekk­ert við.

„Ég er fædd­ur og upp­al­inn af harðdug­legu fólki,“ seg­ir hann. „Þau voru að byggja hús í Selja­hverfi í Breiðholti og við flutt­um þangað þegar ég var árs­gam­all. Pabbi minn var bif­véla­virki og ofboðslega góður og kær­leiks­rík­ur maður eins og mamma. Ég veit ekki af hverju ég missti tök­in á líf­inu. Á unglings­ár­um fór ég að fikta við að drekka og ein­hvern veg­inn fór bara allt strax niður á við. Þegar ég fór á fyrsta fylle­ríið mitt bara opnuðust himn­arn­ir. Öll höft fóru. Ég var alltaf rosa­lega feim­inn en und­ir áhrif­um gat ég verið op­inn og djarf­ur. Mér fannst áfengi þess vegna rosa­lega góð lausn á sín­um tíma.“

Alltaf á fullu

Daní­el fór fljót­lega að selja landa en neysl­an hélt áfram að þró­ast. Lengi tókst hon­um þó að halda því sem hann kall­ar fronti. Hann var í skóla, lauk námi, byggði upp starfs­fer­il og fjöl­skyldu. Þegar hann drakk var hann hins veg­ar ófær um að gera nokkuð, fún­keraði bara alls ekki eins hann seg­ir sjálf­ur. En að lok­inni meðferð ákvað hann að standa sig og sýna hvað hann gæti og hellti sér út í fyr­ir­tækja­rekst­ur, sem gekk mjög vel.

„Það var alltaf rosa­lega mikið að gera og maður var alltaf á fullu að reyna að standa sig en for­send­urn­ar voru svo rang­ar. Ég var með fókus­inn á að græða fullt af pen­ing­um og kaupa hús en það var samt allt í mol­um því ég var ekki heiðarleg­ur í fyrsta lagi og svo var ég alltaf að næra spennufíkn­ina.“

Daní­el upp­lifði að eft­ir hvert fall varð neysl­an verri og flækj­u­stigið í lífi hans jókst. Hann tók marg­ar slæm­ar ákv­arðanir í neysl­unni og var far­inn að nota alls kon­ar efni líka. Hann fór oft í meðferð, átti edrú­tíma­bil og eft­ir eina slíka fór hann í AA-sam­tök­in og tók tólf spor­in.

„Ég var kom­inn á bólakaf í und­ir­heima Reykja­vík­ur og það er rosa­lega erfitt að kom­ast þaðan út þegar maður er einu sinni sokk­inn,“ seg­ir hann. „Ég beitti of­beldi og var beitt­ur of­beldi. Ég er hins veg­ar orðinn þreytt­ur á að vera alltaf að tala um þessa fortíð. Ég hef oft flutt vitn­is­b­urðinn minn og kom meðal ann­ars fram í sjón­varps­viðtali en nú lang­ar mig að tala meira um lausn­ina, um krafta­verkið sem ég upp­lifði.“

Daníel Rafn Guðmundsson.
Daní­el Rafn Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Reyndi að svipta sig lífi

Þá ligg­ur bein­ast við að spyrja, hvert var krafta­verkið?

„Ég missti góðan vin minn árið 2013 og pabbi greind­ist með krabba­mein sama ár. Hann dó svo árið 2014. Nokk­ur önn­ur áföll komu upp í kjöl­farið, meðal ann­ars Ysta­sels­málið, sem mikið hef­ur verið fjallað um í fjöl­miðlum. Þetta var mjög erfitt tíma­bil og ég var orðinn óvinnu­fær og hætt­ur að geta haldið þess­um fronti út af öllu þessu rugli. Ég er samt þakk­lát­ur fyr­ir að ég náði að vera edrú meðan pabbi var sem veik­ast­ur og kláraði dæmið með hon­um. Ég kom á morgn­ana og hjálpaði hon­um fram úr og á kló­settið og sinnti hon­um. Hann var með krabba­mein í ristli og lif­ur. Það voru ein­hverj­ar sprung­ur í ed­rú­mennsk­unni en á meðan hann lá bana­leg­una náði ég að vera með hon­um. Ég hef alltaf verið trúaður og ég veit að pabbi var trúaður og gagn­vart and­láti hans hef ég alltaf fundið fyr­ir sátt. Hann var svo kval­inn að ég var hætt­ur að þekkja and­lits­svip­inn hans en þegar hann dó færðist friður yfir and­litið og ég veit að hann er kom­inn á góðan stað. Mig er búið að dreyma hann eft­ir að hann dó. En eft­ir að hann dó datt ég í það aft­ur og við tók ár í mjög miklu rugli og al­gjör geðveiki í gangi.

Það endaði með því að ég reyndi að svipta mig lífi í ein­hverju geðrofi. Ég var einn heima, bú­inn með allt og gat ekki horfst í augu við neinn. Ég vildi ekki deyja, svo að þetta hef­ur kannski verið ákall á hjálp. Ég var rosa­lega hepp­inn. Eymd­in og ör­vænt­ing­in var orðin það mik­il að ég reyndi þetta. Mér leið al­veg svaka­lega illa en eft­ir þetta fór ég í meðferð inn á Vog, 27. maí 2015. Þaðan fór ég upp á Staðar­fell og það er svo skrýtið að þrátt fyr­ir allt sem á und­an var gengið var ég samt ekki viss um að ég vildi fara, því þetta var mánuður. En ég fór samt, því það voru sum­ar­frí og mér var sagt að við yrðum í hálf­an mánuð en fengj­um út­skrift eins og um mánuð væri að ræða. Mér fannst það fínt að fá fimm­tíu pró­senta af­slátt. Það var alltaf hugs­un­in að redda öllu í hvelli. Það er fyndið til þess að hugsa að vera ekki til­bú­inn að leggja allt í þetta með hliðsjón af því sem búið var að ganga á.“

Daníel segist ekki vita hvers vegna hann missti tökin í …
Daní­el seg­ist ekki vita hvers vegna hann missti tök­in í líf­inu. Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Var í raun aldrei edrú

Þótt Daní­el noti orðið fyndið sér hann ekk­ert sniðugt eða skemmti­legt við þann hugsana­gang sem réði lífi hans á þess­um tíma. Orðið not­ar hann í kald­hæðnis­legri merk­ingu en lýs­ing­ar hans á lífi sínu og viðbrögðum við at­vik­um á neyslu­ár­um bera þess aug­ljós merki að hann er með ADHD. Nýj­ar rann­sókn­ir sýna tengsl milli þeirr­ar taugaþroskarösk­un­ar og þess að leita í fíkni­efni. Sú lausn sem Daní­el seg­ist hafa upp­lifað þegar hann drakk í fyrsta sinn er sam­bæri­leg við reynslu mjög margra með ADHD. Í stað þess að virka örv­andi kyrr­ir áfengið huga hins of­virka og hann upp­lif­ir meiri stjórn, virk­ari ein­beit­ingu og skýr­ari sýn á lífið. Það ástand var­ir hins veg­ar stutt og stjórn­leysið tek­ur yfir.

En þú varst kom­inn í af­slátt­armeðferð á Staðar­fell og hvað þá?

„Ég var í raun aldrei edrú, vegna þess að ég tók kvíðalyf, svefn­lyf og þung­lynd­is­lyf og mér leið aldrei vel. Það fannst mér allt í lagi því nafnið mitt var á glas­inu. Ég notaði stera líka al­veg á fullu og ég ætlaði aldrei að hætta því. Að sjálf­sögðu var ég með lyf­in mín með mér á Staðar­felli þótt þau á Vogi hefðu sagt að ég mætti ekki nota þau. Óheiðarleik­inn var enn mjög mik­ill. Einn strák­ur sem var með mér í meðferðinni var með kókaín með sér og síðasta skipti sem ég notaði það var í meðferð á Staðar­felli í júní 2015. Það varð vendipunkt­ur þá. Yfir mig hellt­ist ör­vænt­ing. Ég var þarna í meðferð uppi í sveit eft­ir allt sem á und­an var gengið, all­ur í umbúðum eft­ir áverka sem ég veitti mér sjálf­ur en samt var ég bú­inn að fá mér. Ég held að ég hafi aldrei áttað mig á því fyrr hversu veik­ur ég var orðinn af alkó­hól­isma. Þarna rann það upp fyr­ir mér og ég sá að ég átti ekki mögu­leika í þetta sjálf­ur.

Það er lít­il kirkja þarna og ég fór inn í hana, fór á hnén og sagði við Guð: „Ég er bú­inn að klúðra þessu öllu. Ef þú get­ur hjálpað mér máttu eiga líf mitt.“ Og ég fann strax og ég gerði þetta að ég fékk gæsa­húð um all­an kropp­inn. Ég dró manna­korn og fékk eft­ir­far­andi ritn­ing­ar­grein: „Hef ég ekki boðið þér að vera djarf­ur og hug­hraust­ur? Ótt­astu ekki og láttu ekki hug­fall­ast því að Drott­inn, Guð þinn, er með þér hvert sem þú ferð.“ (Jósúa­bók1:9) Aft­ur fékk ég gæsa­húð um allt og fæ sömu viðbrögð enn þegar ég segi frá þessu. Þetta var svo sterk upp­lif­un. Þarna varð ég fyr­ir sterkri and­legri vakn­ingu.“

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Allt breytt­ist við bæn­ina

Það er þetta sem Daní­el á við þegar hann tal­ar um krafta­verkið í lífi sínu en því var ekki lokið þótt það væri hafið.

„Við þessa ein­lægu bæn byrjaði allt að breyt­ast. Í allri ör­vænt­ing­unni fór ég að finna sterka von um að allt yrði eins og sagt var í vers­inu og ég hélt í það dauðahaldi. Á svipuðum tíma frétti ég að kær­asta mín, sem var flú­in frá mér, væri ófrísk og í barns­von­inni skynjaði ég sterkt að Guð ætlaði og vildi gefa mér annað tæki­færi, hann væri ekki að blessa mig með öðru barni ef svo væri ekki.  

Ég hætti að taka flest lyf­in strax þá. Henti þeim bara. Lækn­ar á Vogi höfðu skrifað upp á lyf fyr­ir mig sem ég var ekki bú­inn að sækja og þegar ég ætlaði að fara og ná í þau var eins og talað til mín að ég ætti ekki að gera það. Guð sagði: „Treystu mér“. Ég leit hins veg­ar aldrei á stera sem eitt­hvað óheil­brigt. Fyr­ir mér voru þeir leið til að koma mér í lag, fara að taka þá og fara í rækt­ina og það var ekki inni í mynd­inni að hætta því, sem er auðvitað fá­rán­legt því það er neysla. Ster­ar eru jafn hug­ar­fars­breyt­andi og eit­ur­lyf í mín­um huga. En fljót­lega hætti ég líka að nota þá og það var sama, ég fékk þessa til­finn­ingu að það væri eitt­hvað sem ég ætti að gera.

Ég kláraði þessa tveggja vikna meðferð. En þetta var ekki auðvelt. Ég var far­inn að biðja og kíkja í Bibl­í­una líka en þetta var erfitt. Ég fór í AA-sam­tök­in og fékk sponsor og þurfti að fara á tvo, jafn­vel þrjá, fundi á dag því ég þurfti ofboðslega mikið á öll­um stuðningi að halda. Enn var togað í mig úr báðum átt­um. Auðvelda leiðin var flótti og að detta í það aft­ur en ég var kom­inn með eitt­hvað sem ég hafði aldrei fundið áður. Þegar ég fór í meðferðina hugsaði ég; það er gott að fara í tveggja vikna meðferð núna og fá út­skrift eins og um heila meðferð væri að ræða, því þá get ég farið í vík­ingameðferð næst. Fannst þetta flott því þá fengi ég stuðning­inn sem ég þyrfti á að halda. Ég hafði nefni­lega aldrei trú á að ég gæti orðið edrú. Ég var al­gjör­lega blind­ur á lyf­in sem ég var að taka og al­gjör­lega blind­ur á ster­ana sem ég notaði. Þetta var rosa­leg bar­átta en samt var kom­in ein­hver full­vissa um að ég gæti orðið edrú og hún kom í gegn­um trúna. Og hvers vegna fékk ég strax þenn­an styrk til að hætta á öll­um lyfj­un­um sem ég var að taka og hætti líka við að sækja það sem skrifað var upp á fyr­ir mig á Vogi? Vegna þess að ég heyrði þessa sterku rödd: „Treystu mér.““

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Þarna kláraðist krafta­verkið

Dró síðan smátt og smátt úr tog­streit­unni?

„Ég fann að ég var kom­inn með von en fannst eitt­hvað vanta, fann að ég var ekki kom­inn al­veg á þann stað sem ég þyrfti að vera á, enn var bar­átta innra með mér. Þá hafði sam­band við mig vin­ur minn sem var trúaður og bauð mér á tón­leika í Kefas-kirkj­unni. Hljóm­sveit­in Gig var að spila. Það var svo magnað. Þetta var sam­koma og ég hafði aldrei farið á svo­leiðis áður. Hann sett­ist á fremsta bekk og ég bara elti. Fyrst fannst mér þetta rosa­lega skrýtið. Fólk að standa á fæt­ur og lyfta hönd­um. Svo bara endaði þetta með því að ég prófaði þetta, stóð á fæt­ur og lyfti hönd­um. Þá kláraðist krafta­verkið, ég sleppti al­gjör­lega tök­un­um á gamla líf­inu og fann kær­leik­ann og kraft­inn streyma um mig. Fann fyr­ir­gefn­ingu Guðs og allt sem henni fylg­ir. Eft­ir sam­kom­una spurði ég vin minn: „Vá, hvar kemst maður á fleiri svona sam­kom­ur?“ Ég gekk svo í Fíla­delfíu­kirkj­una og tók niður­dýf­ing­ar­skírn tveim­ur eða þrem­ur vik­um seinna. Þar með var þetta komið ég var kom­inn inn í kirkj­una og bú­inn að finna það sem ég var að leita að, það sem hafði verið að banka á hjartað.“

En Daní­el var með dóm á bak­inu fyr­ir lík­ams­árás og varð að mæta til afplán­un­ar.

„Ég fór í fang­elsi frjáls maður,“ seg­ir hann og hlær við.

„Mér leið aldrei eins og ég væri í fang­elsi því ég var ekki leng­ur hald­inn þess­um ótta og kvíða sem ég hafði alltaf verið með og deyft með lyfj­um og áfengi. Ég var bú­inn að vera edrú í rúmt ár þegar ég fór í fang­elsið, edrú frá öllu. Ég var al­gjör­lega laus við öll lyf. Þetta var bara góður tími þarna inni. Ég notaði hann til upp­bygg­ing­ar, las í Biblí­unni og fór að skokka á morgn­ana. Breytti um stíl í rækt­inni, fór að lyfta öðru­vísi en ég gerði og er í dag kom­inn í Cross­fit.“

Hann bæt­ir við að í raun hafi allt gengið upp hjá hon­um. Hvenær sem hann fann til óör­ygg­is leitaði hann í Bibl­í­una og fann svar.

„Guð seg­ir: „... minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heim­ur­inn gef­ur.“ Maður er alltaf að leita eft­ir þessu fixi. Maður leit­ar í fólki og hlut­um. Ég þurfti nýj­an bíl, nýja íbúð eða þetta og þetta og ég hélt að þegar það væri komið yrði allt í lagi en það var tál­sýn. Fyrstu meðferðina fór ég í til að reyna að bjarga sam­band­inu við kon­una mína. Ég fór líka til að læra á þetta. Hélt að ég gæti bara lært að drekka, en það er draum­ur allra alkó­hólista að geta drukkið sér að skaðlausu. Þetta er svo mik­il lausn þegar maður byrj­ar og svo verður það að meira og meira vanda­máli. Maður er alltaf að leita aft­ur að þess­ari lausn sem virkaði svo vel fyr­ir mann í byrj­un.

Þegar maður er bú­inn að vera lengi í und­ir­heim­um er of­sókn­ar­kennd­in orðin mjög mik­il. Ég gat ekki borðað eða drukkið neitt nema ég ryfi sjálf­ur á því inn­siglið. Þetta er al­gengt meðal manna í svipaðri stöðu, þeir eru með svona flug­ur í hausn­um og halda jafn­vel að eitrað hafi verið fyr­ir þeim og fara til lækn­is með alls kon­ar ein­kenni. Og þetta er ekki al­veg ástæðulaus ótti. Hluti af of­sókn­ar­kennd­inni var raun­veru­leg­ur því ég átti óvini og margt hafði gerst. Í sum­um til­fell­um kost­ar það marga sál­fræðitíma að kom­ast yfir þetta. Þetta leyst­ist hins veg­ar með Guðsorði fyr­ir mér. Ég var að fletta í Biblí­unni og lesa en þá kom þetta: „En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýj­um tung­um, taka upp högg­orma og þó að þeir drekki eitt­hvað ban­vænt mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hend­ur og þeir verða heil­ir.“ (Markús­arguðspjall 16:17-18)Við að lesa þetta hugsaði ég; ég er bú­inn að gefa Guði líf mitt og þó að ég drekki eitt­hvað ban­vænt mun mér ekki verða meint af. Ótt­inn hvarf í einu vett­vangi. En um leið og maður legg­ur allt sitt traust á Guð þarf maður ekk­ert leng­ur að ótt­ast.“

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Jól­in í fang­elsi

Daní­el var í fang­els­inu yfir jól­in. Hvernig var það?

„Já, jól­in í fang­elsi, þau voru áhuga­verð. Auðvitað jafn­ast þau ekki á við jól­in heima með fjöl­skyld­unni en þau voru áhuga­verð. Gam­an að fá að upp­lifa þessa stemn­ingu, fullt af föng­um fast­ir þarna sam­an og verða að þola hver ann­an. Aðallega var þetta eft­ir­minni­legt vegna þess að kokk­ur­inn var ný­bú­inn að taka við, ágæt­is kokk­ur en ekki al­veg með þetta á hreinu. Hann las utan á ham­borg­ar­hrygg­inn að það ætti að sjóða hann í klukku­tíma en það var klukku­tími á kíló.“ Daní­el hlær að minn­ing­unni en held­ur svo áfram.

„Hann var bara hrár og við sát­um í mat­saln­um klukk­an sex á aðfanga­dag og einn byrj­ar að skera. „Heyrðu, þetta er nú eitt­hvað skrýtið,“ seg­ir hann. „Er þetta ekki hrátt?“ „Nei, nei, nei,“ kall­ar kokk­ur­inn. „Ég fór al­veg eft­ir leiðbein­ing­un­um.“ En kjötið var auðvitað hrátt. Ann­ar sam­fangi minn ætlaði þá að gera gott úr aðstæðunum og benti á að við hefðum sós­una og kart­öfl­urn­ar. Hann reyn­ir svo að stinga í kart­öflu en hún skýst und­an gaffl­in­um og lengst út í sal. Þær voru þá hrá­ar líka. Nokkr­ir urðu svo­lítið fúl­ir en svo hlóg­um við bara að þessu. Svo var ham­borg­ar­hrygg­ur­inn tek­inn og sett­ur aft­ur inn í ofn, kart­öfl­urn­ar soðnar og allt borðað þegar það var til­búið. Það var ekki eins og við vær­um að fara eitt­hvert og þyrft­um að borða á slag­inu sex.“

Þetta var árið 2016, dómn­um lauk árið 2017 og síðan hef­ur líf Daní­els tekið al­gjör­um stakka­skipt­um. Hann rækt­ar trú sína, sjálf­an sig og fjöl­skyld­una. Hann á þrjár stelp­ur, sú elsta er tutt­ugu og tveggja ára, miðjan er sautján ára og svo litla snúll­an sem er orðin sex ára. Þær yngri búa hjá hon­um í viku og svo viku hjá mæðrum sín­um. Hann rek­ur bif­reiðaverk­stæðið sem faðir hans stofnaði 1981, Hem­il í Kópa­vogi, og er um­sjón­ar­maður á Hlaðgerðarkoti. Það er ein af þeim leiðum sem hann fer til að gefa til baka og sýna þakk­læti fyr­ir líf­gjöf­ina. Óhætt er að segja að hann hafi upp­lifað al­gjöra hug­ar­fars­breyt­ingu og öðlast ró í kjöl­farið.

„Guð tal­ar til manns gegn­um sitt orð. Ég fór með bæn í gær­kvöldi fyr­ir þessu viðtali og öllu, bað að þetta myndi hjálpa öðrum. Í morg­un dró ég manna­korn og fékk þetta úr sálmi 34:7-9 „Hér er ve­sæll maður sem hrópaði og drott­inn bæn­heyrði hann og hjálpaði hon­um úr öll­um nauðum hans. Eng­ill drott­ins set­ur vörð kring­um þá sem ótt­ast hann og frels­ar þá.“ Þetta er bara ná­kvæm­lega það sem hann gerði fyr­ir mig,“ seg­ir hann að lok­um.

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda