Leyndarmálin fara með þig í gröfina

Sigurlína Davíðsdóttir.
Sigurlína Davíðsdóttir. Ljósmynd/Heiða Helgadóttir

Sig­ur­lína Davíðsdótt­ir er há­skóla­kenn­ari á eft­ir­laun­um og starfaði lengi í meðferðar­geir­an­um. Á átt­ræðisaf­mæli Sig­ur­línu gaf hún út bók­ina Sig­ur­inn ligg­ur í upp­gjöf­inni ásamt Ragn­ari Inga Aðal­steins­syni. Í bók­inni er að finna niður­stöður rann­sókna þeirra á hvaða kerfi gagn­ast þeim er glíma við fíkn best til að ná bata og hvernig líðan þeirra er eft­ir að það hef­ur tek­ist. Sig­ur­lína seg­ir tvennt helst hafa komið sér á óvart við úr­vinnslu gagn­anna, það hve af­ger­andi niður­stöðurn­ar voru og hve mikla hug­kvæmni þeir sýndu, sem ekki gátu sætt sig við hug­mynd­ir kirkj­unn­ar um æðri mátt, við að finna sína út­gáfu af hon­um. Stein­gerður Stein­ars­dótt­ir ræddi við Sig­ur­línu fyr­ir Sam­hjálp­ar­blaðið. 

En hver var kveikj­an að því að þau hjón­in hófu þessa rann­sókn?

„Við erum bæði búin að vinna heil­lengi við meðferðar­störf og höf­um sjálf verið í AA-sam­tök­un­um í fjöru­tíu og þrjú ár. Við eig­um einnig aðstand­end­ur sem hafa verið að eiga við þetta, þessi sjúk­dóm­ur er auðvitað allt í kring­um okk­ur. Við höfðum ein­fald­lega verið að velta þessu fyr­ir okk­ur, sitj­andi í þess­um stól­um,“ seg­ir Sig­ur­lína og bend­ir á tvo hæg­inda­stóla í stof­unni, „hvað það er eig­in­lega sem þarf til að ná ár­angri. Hvað ræður því hver nær ár­angri og hver ekki? Við erum bæði búin að vinna það mikið við rann­sókn­ir að við viss­um að hægt er að fara út í heim og með spurn­ingu, spyrja og fá svar. Við ákváðum að gera ein­mitt það. Fara af stað með þessa spurn­ingu: Hvað þarf til að geta orðið edrú? Og fá svar.“

Tóku viðtöl við 50 manns

Hvernig lögðuð þið svo rann­sókn­ina upp?

„Við ákváðum að fara og spyrja þá sem höfðu orðið edrú hvernig þeir hefðu farið að því og hvað þeir hefðu orðið að gera til að ná að verða edrú. Við töluðum við fólk sem hafði verið edrú í fimm ár eða meira til þess að vera viss um að þarna væri um var­an­leg­an ár­ang­ur að ræða. Síðan tók­um við upp svör­in og þetta urðu fimm­tíu viðtöl. Það tók okk­ur rúm tvö ár að safna þess­um gögn­um, auðvitað kom Covid inn í.

Næst tók­um við sam­an helstu þemun úr gögn­un­um og eft­ir það vann ég þetta eins og hverja aðra rann­sókn. Ég fann það sem áður hafði verið rann­sakað um þessi mál og skoðaði út frá þem­un­um. Síðan gerðum við bók­ina þannig að við lét­um viðmæl­end­urna mest hafa orðið. Oft er það gert þannig í rann­sókn­um að rann­sak­and­inn skrif­ar text­ann en set­ur inn ein­staka til­vitn­an­ir frá þeim sem talað er við. Við fór­um al­veg hina leiðina. Við sögðum sem minnst sjálf, kynnt­um bara efnið og lét­um síðan viðmæl­end­urna hafa orðið, til þess að það væri al­veg ljóst að þarna er verið að tala um reynslu fólks­ins sjálfs með þess eig­in orðum.“

Voru að lýsa sporavinnu

Sig­ur­lína seg­ir að niðurstaðan hafi verið sú að tólf spora kerfið nýtt­ist fólki einna best til að ná var­an­leg­um ár­angri og bata. 

„Ég get alls ekki talað fyr­ir alla í því sam­bandi. En viðmæl­end­ur okk­ar höfðu all­ir farið þá leið. Þegar ég fór að kafa ofan í gögn­in og skoða þau áttaði ég mig á því í miðju kafi að þau voru að lýsa sporavinnu, samt var eng­inn að tala sér­stak­lega um hana í viðtal­inu. En hins veg­ar var þetta það sem þau komu upp með. Ég upp­götvaði þetta í miðju kafi við að greina að svör­in eru bara spor­in. Þá fór ég að greina gögn­in fyrst og fremst út frá þeim.“

Hver er þá að þínu mati ástæða þess að tólf spora kerfið er svona áhrifa­ríkt og virk­ar fyr­ir þetta marga?

„Ég hef ekki svar við því en tólf spora kerfið tek­ur á öll­um helstu þátt­un­um sem plaga fólk sem þjá­ist af alkó­hól­isma. Fyrsta skrefið er að átta sig á því að þær leiðir sem maður hef­ur farið í neysl­unni eru ónýt­ar og maður þarf að leggja þær al­veg til hliðar og taka upp al­veg nýja nálg­un. Þeim sem ekki tekst þetta tekst ekki að verða edrú.

Marg­ir halda að tólf spora kerfið sé ein­hvers kon­ar trú­ar­bragðasam­fé­lag en það kem­ur fram í þess­um gögn­um að þannig er það ekki. En all­ir þeir sem höfðu orðið edrú höfðu fundið eitt­hvað sem þeir töldu sinn æðri mátt. Sum­ir voru al­veg ánægðir með þann æðri mátt sem er al­mennt viður­kennd­ur slík­ur í sam­fé­lag­inu en aðrir ekki. Um það bil helm­ing­ur fór aðrar leiðir. En all­ir fóru ein­hverja leið. Marg­ir sögðu „AA-sam­tök­in eru minn æðri mátt­ur“ eða „deild­in mín er minn æðri mátt­ur“. „Þessu fólki hef­ur tek­ist það sem mér hef­ur ekki tek­ist, það get­ur því meira en ég og mun styðja mig ef ég þarf á að halda.“ Marg­ir sögðu þetta en það voru ótal leiðir sem fólk fór og ótal hug­mynd­ir sem það hafði um hver væri æðri mátt­ur í lífi þess og það var mjög per­sónu­legt. Þannig að þeir sem halda að þeir verði neydd­ir til að trúa á ein­hvern guð í gegn­um tólf spora kerfið geta tekið gleði sína aft­ur,“ seg­ir Sig­ur­lína glett­in.

„Þá eru af­greidd fyrstu þrjú skref­in í tólf spora kerf­inu. Næsta þema er svo hrein­skilni. Þar koma við sögu spor fjög­ur og fimm. Leynd­ar­málið sem þú ætl­ar að taka með þér og eng­um segja frá, það mun fara með þig í gröf­ina. Ef þú ert ekki hrein­skil­inn og seg­ir frá ávirðing­um þínum munu þær ná þér og maður verður ekki edrú nema gera þetta. Þú byrj­ar ekki á því. Þú þarft að ná þér í styrk fyrst.“

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Bygg­ir á sam­mann­leg­um grunni

Við vit­um að tólf spora kerfið á upp­tök sín í Banda­ríkj­un­um, hjá þeim Bill Wil­son og Bob Smith, og kem­ur fyrst fram árið 1935 en AA-bók­in var fyrst gef­in út árið 1939. Nú eru átta­tíu og átta ár síðan þetta gerðist. Hef­ur kerfið þró­ast eða er það alltaf eins?

„Í grunn­inn er það eins, og þetta er ekk­ert sér­stak­lega banda­rískt. Þetta er sam­mann­legt og þess vegna er það alls staðar eins. Það er ekki bundið við banda­ríska menn­ingu. Ef það væri svo hefðu eng­ir orðið edrú nema Banda­ríkja­menn. Það er búið að gera á þessu gríðar­mikl­ar rann­sókn­ir og skoða hverj­ar eru bestu leiðirn­ar til að veita meðferð við alkó­hól­isma og svarið er alltaf eitt, áhrifa­rík­asta leiðin til að ná sér út úr alkó­hól­isma er spor­in tólf. Þetta eru svo af­ger­andi gögn að eng­inn get­ur mælt á móti. Alþjóðleg stofn­un í Bretlandi hef­ur inn­an sinna vé­banda heil­brigðis­starfs­fólk úr mörg­um geir­um, sem stend­ur sam­an að því að gera sam­an­tekt á öll­um þeim rann­sókn­um sem gerðar hafa verið í heim­in­um. Þar er allt reiknað sam­an í einn pott og þá er hægt að finna niður­stöðu sem er meira af­ger­andi en í minni rann­sókn­um. Þau spurðu hver væri áhrifa­rík­asta leiðin og þetta var svarið.“

Ekki hægt að kom­ast und­an æðri mætti

Þið Ragn­ar Ingi hafið unnið lengi inn­an meðferðar­geir­ans og þekkið tólf spora kerfið af eig­in raun. Var eitt­hvað sem kom þér á óvart þegar þú fórst að vinna úr gögn­un­um?

„Tvennt kom mér aðallega á óvart,“ seg­ir hún.

„Í fyrsta lagi hvað niður­stöðurn­ar voru af­ger­andi. Hvað það var mik­ill sam­hljóm­ur í svör­un­um. Þetta var alls kon­ar fólk, ólíkt hvað varðaði kyn­ferði, at­vinnu, þjóðfé­lags­stöðu, já, bara alls kon­ar mann­eskj­ur. Það kom mér al­gjör­lega í opna skjöldu hvað niður­stöðurn­ar voru samt slá­andi lík­ar. Ég var að reyna að hafa ekki áhrif á þetta og spyrja eins opið og hægt var en svör­in voru svona. Annað sem kom mér á óvart var hversu mikla hug­kvæmni fólk sýndi í að finna sér æðri mátt þegar það gat ekki sætt sig við æðri mátt kirkj­unn­ar. Mér fannst það al­gjör­lega ynd­is­legt. Fólk áttaði sig á því að það er ekki hægt að stytta sér leið fram­hjá þessu spori. En af því að það gat ekki hugsað sér að fara þessa hefðbundnu leið fann það sér alls kon­ar króka að ásætt­an­legri niður­stöðu. Ég átti líka von á að það yrði miklu meira mál að greina þetta og finna heild­ar­mynd, en niður­stöðurn­ar lágu bara gjör­sam­lega á borðinu.“

Nú er sem­sé bók­in kom­in, Sig­ur­inn ligg­ur í upp­gjöf­inni – Allt hálf­kák reynd­ist okk­ur gagns­laust – og hún kom fyrst fyr­ir al­menn­ings­sjón­ir í átt­ræðisaf­mæl­inu þínu. Hafið þið fengið ein­hver viðbrögð, þá bæði frá fræðasam­fé­lag­inu og þeim sem eru í tólf spora vinn­unni úti í sam­fé­lag­inu?

„Við höf­um fengið mik­il viðbrögð frá þeim sem hafa lesið bók­ina,“ seg­ir Sig­ur­lína. „Þau eru öll af­skap­lega já­kvæð og fólk tek­ur henni al­mennt vel. Þau sem hafa tjáð sig um hana í fræðasam­fé­lag­inu eru líka já­kvæð. Ég var svo­lítið hik­andi við að setja þetta svona fram því það er mjög óhefðbund­in fram­setn­ing inn­an fræðanna að byggja bók­ina aðallega upp á rödd­um viðmæl­end­anna. En fólki finnst það al­veg hæfa efn­inu og ég hef ekki fengið nein nei­kvæð viðbrögð vegna þess.“

Ljós­mynd/​Heiða Helga­dótt­ir

Lang­ar í frek­ari rann­sókn­ir

Sig­ur­lína er pró­fess­or emer­it­us í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræðum við Há­skóla Íslands, en Ragn­ar var lengst af kenn­ari í grunn­skóla og var síðan aðjúnkt við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. Hann er jafn­framt kunn­ur af ritstörf­um og hef­ur gefið út náms­bæk­ur, ljóðabæk­ur, end­ur­minn­inga­bæk­ur, þýðing­ar og ýmis rit­verk al­menns eðlis. Þau hjón­in eru meðal stofn­enda Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna. Bæði eru kom­in á eft­ir­launa­ald­ur eins það heit­ir en greini­lega fjarri því að setj­ast í helg­an stein. Hafið þið hugsað ykk­ur að halda áfram þess­ari rann­sókn­ar­vinnu?

„Við höf­um verið að velta þessu fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­lína. „Núna leituðum við að viðmæl­end­um inn­an AA-sam­tak­anna og þar er hóp­ur fólks sem hef­ur náð þessu. En ég get ekki úti­lokað að þarna úti sé hóp­ur fólks sem hef­ur náð sama ár­angri án þess að vera í AA-sam­tök­un­um og við höf­um verið að láta okk­ur dreyma um að elta það uppi. Það er bara svo erfitt að finna þá ein­stak­linga, ólíkt því hvað það er auðvelt að ganga að fólk­inu í sam­tök­un­um. Það væri rosa­lega gam­an að vita hvernig þeir fara að sem ekki eru í AA-sam­tök­un­um og hvernig þeim líður að öðru leyti. Við spurðum viðmæl­end­ur okk­ar meðal ann­ars að því hvað hefði breyst hjá þeim og hvernig þeim liði. Þar var líka al­gjör sam­hljóm­ur. Allt annað líf og miklu betri líðan að öllu leyti, and­lega og lík­am­lega og betri virkni fé­lags­lega, fjár­hags­lega og hvað eina. Það væri fróðlegt að vita hvort það er sam­bæri­legt hjá þeim sem ekki hafa farið þessa leið til bata. Ég veit hins veg­ar ekki al­veg hvernig maður myndi snúa sér að því að fá það fólk í viðtöl.“

Nú hafa tólf spor­in líka verið notuð í ann­ars kon­ar vinnu, m.a. til að aðstoða fólk við að ná sér eft­ir áföll, eins og til dæm­is skilnað. Hef­ur þú eitt­hvað skoðað eða myndað þér skoðun á því hvernig þetta kerfi nýt­ist í slíkri vinnu?

„Það væri mjög gam­an ein­mitt að skoða það. Við töluðum bara við fólk sem glím­ir við fíkn, til þess að eitt­hvað annað væri ekki að velt­ast inn í. Vissu­lega er spurn­ing hvernig það yf­ir­fær­ist á önn­ur úr­tök og mín ágisk­un er að niður­stöðurn­ar geri það, en það væri áhuga­vert að vita það. Nefna má að það er heil at­vinnu­grein sem hef­ur skap­ast í kring­um matarfíkn og skurðaðgerðir þróaðar til að tak­ast á við þann sjúk­dóm en svo er hægt að fara sporaleiðina líka til að ná tök­um á því. Það væri at­hygl­is­vert að tala við það fólk líka og þá ein­stak­linga sem hafa farið mis­mun­andi leiðir og at­huga hvernig þeim geng­ur og gera sam­an­b­urð á því hvernig þeim líður. Þar erum við með skil­greind­an hóp sem hef­ur valið mjög fjöl­breytt­ar leiðir og því er auðvelt að sjá mis­mun­inn,“ seg­ir Sig­ur­lína. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda