Að vera með sjálfum sér

Valgeir Magnússon auglýsingamaður er hættur að vera með eitthvað í …
Valgeir Magnússon auglýsingamaður er hættur að vera með eitthvað í eyrunum. Ljósmynd/Samsett
Val­geir Magnús­son aug­lýs­ingamaður skrif­ar um kúnst­ina að vera einn með sjálf­um sér 
í nýj­asta pistli sín­um. 

Þar sem bý að hluta til í Oslo og vinn þar er ég oft einn á kvöld­in. Silja kon­an mín, börn­in og barna­börn­in búa öll á Íslandi. Ég varð smám sam­an háðari sím­an­um og iPad-inum. Í hvert sinn sem ég var einn í þögn, tók ég upp annaðhvort tækið og tékkaði hvort eitt­hvað hefði breyst á fréttamiðlun­um, Lin­ked­In og Snapchat. Ég er sem bet­ur fer ekki til á Face­book og In­sta­gram og hef aldrei verið. En venju­lega hafði ekk­ert breyst frá því ég kíkti síðast, 2–3 mín­út­um fyrr. Ég setti á podcast eða fór í tölvu­leik. Í flugi (ég flýg mikið) var ég kom­inn með mynd á skjá­inn um leið og ég gat. Allt til að vera ekki einn með sjálf­um mér í þögn­inni.

Ég hitti fyr­ir nokkr­um árum Mart­in Lind­strom. Mart­in er einn mesti snill­ing­ur heims­ins í markaðsrann­sókn­um og mann­legri hegðun. Hann var á Íslandi að halda fyr­ir­lest­ur á veg­um Jóns Gunn­ars Geir­dal sem bauð okk­ur báðum í læri heim til mömmu sinn­ar. Við átt­um sam­an kvöld­stund þar sem við töluðum um margt og ég tók eft­ir því að hann var með gaml­an Nokia takkasíma. Hann sagði að hann hefði fyr­ir löngu lagt snjallsím­an­um sín­um þar sem öll sköp­un hefði horfið um leið og hann fór að nota þannig tæki. Nú not­ar hann sím­ann aðeins til að tala í. „Okk­ur verður að leiðast til að fá hug­mynd­ir. Ef okk­ur leiðist aldrei, þá fáum við aldrei nein­ar hug­mynd­ir,“ sagði hann og nú mörg­um árum seinna áttaði ég mig á því að ég var orðinn smeyk­ur við að láta mér leiðast.

Ég byrjaði að setja sjálf­um mér mörk og venja mig af þessu. Alla­vega að hætta að kíkja enda­laust á netið. Ég byrjaði á að hafa ekk­ert í eyr­un­um í strætó eða þegar ég var að labba eða hjóla í vinn­una (al­menn­ings­sam­göng­ur eru mjög góðar í Oslo, sem er lík­lega efni í aðra grein). Strax við það þá byrjaði heil­inn í mér að virka öðru­vísi. Ég var einn með hugs­un­um mín­um og hug­mynd­ir byrjuðu að flæða. Ég meira að segja geng svo lagt hér í Oslo að ég er ekki með sjón­varp í íbúðinni, Silju til mik­ill­ar mæðu þegar hún kem­ur í heim­sókn. En við þetta breytt­ist ansi margt. Ég byrjaði aft­ur að skrifa pistla og dæg­ur­laga­texta (svo má deila um hvort það hafi verið til góðs). Hug­mynd­ir fyr­ir viðskipta­vini Pip­ar\TBWA fædd­ust á öll­um tím­um og mér leið mun bet­ur. Bara í göngu­túr í gær­kvöldi fædd­ust tvær góðar hug­mynd­ir fyr­ir viðskipta­vini og þenn­an pist­il er ég að skrifa í flug­vél í stað þess að horfa í þátt.

Á nokkr­um vik­um eft­ir breyt­ing­ar, geng ég og hjóla enn meira þar sem sum­arið er komið í Oslo. Það eru ansi marg­ir aðrir úti að ganga í góða veðrinu og ef­laust nokkr­ir eins og ég sem vilja ná af sér einu eða fleiri kíló­um. Þá hef ég tekið eft­ir því að nán­ast all­ir sem ég mæti eru með eitt­hvað í eyr­un­um, talandi við ein­hvern eða star­andi á sím­ann sinn. Það fékk mig til að hugsa um að lík­lega eru all­ir stöðugt að forðast sjálf­an sig. Við kunn­um ansi mörg ekki leng­ur að vera ein með hugs­un­um okk­ar. Við eru alltaf í stöðugu sam­bandi, sama hvar við erum eða hvað við erum að gera. Fólk keyr­ir á milli staða og hring­ir í ein­hvern á meðan. Það sit­ur í strætó og tal­ar við ein­hver á messan­ger og þeir sem enn reykja skreppa í smók og hringja í ein­hvern á meðan til að reykja ekki ein­ir.

Nú síðustu viku hef ég mætt einni mann­eskju úti að ganga sem ekki var með neitt í eyr­un­um eða að nota sím­ann sinn á ein­hvern hátt á meðan. Nema sú mann­eskja sé að ganga með ein­hverj­um öðrum.

En er það svo leiðin­legt að vera einn með hugs­un­um sín­um? Mín reynsla er sú að það er alls ekki þannig, en það get­ur verið óþægi­legt að sitja einn inn­an um fullt af fólki sem er með í eyr­un­um og stara út í loftið. Það er líka miklu auðveld­ara að grípa í hækj­una sem sím­inn er og ná sér í smá fjar­veru. Þó ekki nema í eina mín­útu sem maður á óráðstafað. En ef maður hef­ur það af og læt­ur hug­ann reika, þá líða ekki nema nokkr­ar sek­únd­ur áður en heil­inn fer á flug og allt fjörið byrj­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda