Einhleyp og endurnærð í Egyptalandi

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona fór ein í …
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona fór ein í ferðalag.

Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona er orðin ein­hleyp. Hún skipu­lagði
ferð til Egypta­lands og dvel­ur þar núna ein og al­sæl. 

Ég ákvað fyr­ir nokkru að skella mér í vorferð er­lend­is. Ég vissi samt ekki hvert mig langaði að fara. Planið var að fara í lok maí. Ég elska að ferðast á vor­in og haust­in. Það er yf­ir­leitt ekki of heitt, hag­stæðari verð og færri ferðamenn.

Eft­ir hafa eytt góðum tíma í að googla eitt­hvað ein­hvers staðar án ár­ang­urs ákvað ég að það væri best að fá fag­fólk í málið. Ég ákvað að leita til breskr­ar ferðaskrif­stofu sem ég hafði notað árið 2016 með mjög góðum ár­angri. Þá fór ég í dá­sam­legt resort á St. Lucia sem heit­ir „the Body Holi­day“. Þegar miðaldra kona sem á það til að of­hugsa mál­in ferðast ein þá koma upp allskon­ar kvíðahnút­ar eins og er þetta svæði ör­uggt. Ég á líka til að gleyma tíma­mis­mun og hef þurft að breyta flugi bara af því að ég tók ekki eft­ir því að tengiflug má ekki vera sama dag og kvöld­flugið sem lend­ir dag­inn eft­ir. Reynd­ar er ég miklu ör­ugg­ari eft­ir að ég fór ein til Costa Rica um jól- og ára­mót þannig að næsta ferð verður ör­ugg­lega köku­biti. Ég er á svo skemmti­legri veg­ferð að tengj­ast sjálfri mér og end­urupp­gvöta gömlu Dísu sem lét ekk­ert stoppa sig.

Þæfð lopa­peysa í Playstati­on­kassa

Ég ákvað því að senda mjög ít­ar­lega þarfagrein­ingu á ferðaskrif­stof­una til að það yrði eng­inn mis­skiln­ing­ur. Ég vildi fara á sam­bæri­legt resort og the Bo­dyholi­day á St. Lucia. Myndi vilja hafa beint flug frá London en MJÖG opin fyr­ir svæðum. Myndi vilja „adults only“ samt ekki of róm­an­tískt, sjór, strönd, sund­laug, allt innifalið og frá­bært ef ég gæti stundað ein­hverja hreyf­ingu s.s. hlaup, göng­ur og sund. Setti líka 2.500 pund sem há­marks­verð. Linda svaraði um hæl og fannst þetta gíf­ur­lega spenn­andi og langaði hrein­lega með. Svo hélt ég áfram að vinna og beið spennt eft­ir því að Linda sendi mér ómót­stæðileg til­boð í sól­ina. Eft­ir 2 daga var ég orðin eins og óþreyju­fullt barn á aðvent­unni. Ég hlakkaði gíf­ur­lega til að kom­ast að því hvert al­heim­ur­inn ætlaði að senda mig. Ég er mjög for­laga­trú­ar og tel að allt ger­ist af ástæðu og þegar ein­ar dyr lokast þá gal­opn­ast aðrar. Eft­ir 2 daga komu 3 til­boð frá Lindu:

  1. Sri Lanka: Hjóla­ferð en byrja á því að gista í höfuðborg­inni í nokkra daga og svo vika á strönd­inni.
  2. Malasía: Gista í höfuðborg­inni í nokkra daga og svo vika á strönd­inni
  3. Thai­land: Gista í höfuðborg­inni í nokkra daga og svo vika á strönd­inni.

Veit ekki með ykk­ur en stór­ar asísk­ar höfuðborg­ir virka ekki eins og ró­andi retreat á konu sem er að ferðast ein. All­ar þess­ar ferðir eru mjög spenn­andi og á bucketlist­an­um mín­um er bak­poka­ferðalag um þessi svæði síðar en þetta var bara ekki það sem sál­in mín þurfti núna. Sem ég er orðin pínu buguð á þess­um hug­mynd­um send­ir Linda póst og spyr hvernig mér lít­ist á hóp­ferð. Ég hugsaði það gæti verið sniðugt ef ég þarf ekki að hanga með hópn­um all­an tím­ann. Hversu glatað yrði það t.d. að sitja í rútu með fólki sem þér lík­ar ekki við í 2 vik­ur.

Sem ég sleppi þess­ari hugs­un lausri kem­ur næsta til­boð frá Lindu.

  1. Kyrgyzst­an's Silk Road Jour­ney Group Tour. Þarna fann Linda vin­kona 13 daga rútu­ferð um Kyrgyst­an og Us­bekist­an, hóp­ferð í 4WD rútu og gist í ódýr­um hostel­um og YURT.
  2. Síðasta til­lag­an frá Lindu var göngu­ferð um Jak­obs­veg­inn.

Nú þekki ég ekk­ert til Stan­landa­anna en YURT og rútu­ferð virk­ar ekki eins og 5 stjörnu retreat við strönd­ina og ég þekki nógu marga sem hafa gengið Jak­obs­veg­inn til að vita að það er hvorki 5* retreat né strönd við hann. Reynd­ar sagði Linda þegar ég sendi póst­inn að þetta virkaði mjög spenn­andi og hún væri svo til í að fara í svona ferð. Mig grun­ar að hún hafi bara verið að skipu­leggja fyr­ir sjálfa sig. Hins veg­ar verð ég að viður­kenna að ég væri al­veg til í að fara í svona ferð seinna. Linda fór bara aðeins framúr sér.

Ég sendi póst til baka og sagði að þetta væri kannski ekki al­veg það sem ég væri að leita að. Þá gafst Linda upp, sendi mér til­boð í the Body Holi­day upp á rúm 6.000 pund sem á minni mála­braut­ar­stærðfræði er rétt rúm­lega 2.500 pund.

Þarna greip frúna al­gjör bug­un. Mér leið eins og barni á jól­un­um sem var búið að horfa á jólapakka alla aðvent­una sem leit út eins Playstati­on­kassi bara til að opna hann og sjá í hon­um þæfða ullarpeysu sem var bæði alltof lít­il á mig og stakk mig í þokka­bót. Ég ákvað að Linda væri ekki málið og hringdi í Sigrúnu Rósu vin­konu til að væla í henni með hvað þetta væri flókið.

Viltu vinna millj­ón

Sigrún Rósa er með ráð und­ir rifi hverju og sagði að eina vitið væri að heyra í Jonna. Hann hef­ur ferðast um all­an heim og er auk þess frá­bær salsa­dans­ari þannig að hann gæti þekkt flott suðræn retreat. Ég heyrði í Jonna. Hann var líka einu sinni síma­vin­ur í Viltu vinna millj­ón og svaraði rétt þannig að ég var sann­færð um að hann myndi redda þessu. Jonni fékk mun minni upp­lýs­ing­ar en Linda vin­kona. Beint flug frá London og retreat sem kost­ar ekki aug­un úr. Kona má nú ekki nota skó­sjóðinn sinn í ferðalög. Jonni stakk upp á Sharm El Sheikh. Sharm El Sheikh. Hvar er það og hvað er það?. Frá­bært svæði í Egyptalandi. Myndi henta þér full­komn­lega. Ég ákvað að gefa þessu sj­ens, ég meina Jonni svaraði rétt í Viltu vinna millj­ón. Kannski var þetta málið?  Ég googlaði þetta aðeins en var engu nær. Ég heyrði í Ásdís Rósu vin­konu. Hún átti vin­konu sem hafði farið oft til Egypta­lands. Hún elsk­ar þetta svæði en hún var í Hurg­hada. Á henn­ar hót­el­inu var mest miðaldra breskt fólk og ólétt­ar kon­ur sem mér fannst ekki virka nógu mikið stuð þannig að ég hélt áfram að leita svara. Þá mundi ég að Vign­ir ljós­mynd­ar­inn okk­ar í Fast­eigna­ljós­mynd­un hef­ur farið oft til Egypta­lands. Hann hef­ur farið á báða staðina. Hann fór með vina­hóp sín­um til Sharm El Sheikh og fjöl­skyld­unni á hinn staðinn. Ég ákvað að taka sex and the City á þetta og velja staðinn sem sætu strák­arn­ir mæltu með. Bæði svæðin eru samt frá­bær og lík­lega mun ég fara næsta til Hurg­hada ein­mitt af því að það er styttra í helstu ferðamannastaðina.

30 ára köf­un­ar­af­mæli

Sem ég er að plana þetta þá fann ég köf­un­ar­skír­teinið mitt. Ekki marg­ir sem vita það en ég lærði köf­un í Honduras og er hef Advance Padi Master Di­ver skír­teini. Ég fékk skír­teinið 27.maí 2003. Hvað er eig­in­lega meira viðeig­andi en að fagna því með upp­rifj­un­ar­kúrs í Rauðahaf­inu. Ég hef ein­mitt ekki kafað neitt síðan 2003. Sýn­ist að al­heim­ur­inn sé bara spot­on með þetta mál og svo sem bón­us get ég kynnt mér ar­ab­íska elda­mennsku og fengið nýj­ar og spenn­andi upp­skrift­ir fyr­ir bloggið mitt www.cle­an­life.is

Hvernig fer ég til Egypta­lands?

Vign­ir hafði ráð und­ir rifi hverju og gaf mér ómet­an­leg ráð.

  1. Það er best að leita að flugi með Google Flig­hts (ja há, ég vissi ekki einu sinni að það væri til). Það finn­ur bestu leiðina og ódýr­ustu flug­in. Ég setti inn slaka upp á 3 daga á báðum leiðum og endaði með 11 daga þar sem það var 75.000 krón­um ódýr­ara held­ur en að vera í 8 daga.
  2. Bókaðu beint á vefsíðu hót­els­ins. Þú færð arm­band þegar þú kem­ur og það er merkt hvernig þú bókaðir og ef það var beint af vefsíðu hót­els­ins þá færðu betri þjón­usta.
  3. Vertu dug­leg að tipsa þegar þú mæt­ir, ekki tipsa í lok­in.

Ég fann nokk­ur hót­el og hót­elið sem ég valdi var með yfir 4.000 um­sagn­ir á Google og ein setn­ing skar sig út. Single tra­vell­ers recomm­end it.

Ég fór á heimasíðuna og þá kom í ljós að þú gast skráð þig í vild­ar­klúbb hót­els­ins og fengið góðan af­slátt af verðinu, þetta var gert sam­hliða bók­un­inni. Ég fann svítu með allt innifalið, kona má nú ekki fá inni­lok­un­ar­kennd er það? Hót­elið í 11 næt­ur, allt innifalið í sjáv­ar­svítu var 320.000 kr. og flugið 108.000 kr., eða svipað eins og helg­ar­ferð fyr­ir 2 til Evr­ópu með flugi, gist­ingu, mat og drykkj­um.

Þú verður að skoða Pýra­mýd­ana

Mér finnst alltaf jafn­merki­legt þegar fólk fer í frí að all­ir og amma þeirra hafa skoðun á því hvað þeir eiga að gera. Það fannst öll­um að ég yrði að skoða Pýra­mýd­ana fyrst ég væri að fara til Egypta­lands. Ég veit ekki með  ykk­ur en ég hélt að Eypta­land væri pínu stórt og ákvað að googla þetta. Egypta­land er 1.002.000 fer­kíló­metr­ar. Það er bara hell­ing­ur sko. Ég valdi líka Sharm El Sheikh af því að það er nógu langt frá Kairo og Pýra­mýd­un­um til að nenna ekki að skjót­ast, eða rétt rúm­lega 500 km. Þetta er svipað og segja, já ertu að fara til Reykja­vík­ur, þú verður að skella þér í hvala­skoðun á Húsa­vík, al­gjört must.

Al­gjör­lega fata­laus pía

Ég var fljót að átta mig á því að ég átti hrein­lega eng­in föt fyr­ir þessa ferð. Sam­kvæmt veður­spánni var svona 35 stiga hiti á dag­inn. Ég neydd­ist því til að birgja mig upp af rétt­um föt­um þar sem ég man hrein­lega ekki hvenær ég fór síðast í svona mik­inn hita. All­ir kjól­arn­ir mín­ir voru síðerma og frek­ar þykk­ir og ég er ferðast bara með hand­far­ang­ur þannig að hver flík mátti ekki taka of mikið pláss. Ég er sem bet­ur fer mjög skipu­lögð og tók mér frí einn mánu­dag þar sem ég bókaði flugið og hót­elið og fór svo og keypti það sem mig vantaði af föt­um. Ansi gott dags­verk en ekki laust við að ég fengi smá stress þar sem ég var hrein­lega á leiðinni til Egypta­lands í næstu viku. Ég ákvað líka að kaupa mér Ba­by­foot þar sem fæt­urn­ar á mér voru ansi þurr­ir og hæl­arn­ir sprungn­ir og myndu eng­an veg­inn sóma sér í nýju san­döl­un­um. Það átti al­veg að sleppa, vika í brott­för og þetta ferli tek­ur max 10 daga.

Snák­ur í ham­skipt­um

Elsku Sigrún Rósa vin­kona skutlaði mér á völl­inn. Ég ákvað að skvísa mig upp fyr­ir flugið. Bæði til að spara töskupláss og svo er skemmti­legra að vera smart í flugi. Það leit samt ekki vel út með flugið. Það var gul veðurviðvör­un og flugið mitt var seinni part­inn. Upp­haf­lega planið leit vel út. Flug um 16.00, lent í Milano kl. 22:30. Ég átti bókaða eina nótt á flug­valla­hót­el­inu og ætlaði að sofa vel, fara í góða sturtu og mæta svo al­gjör­lega gor­djöss til Egypta­lands. Planið breytt­ist hressi­lega. Flugið fór ekki í loftið fyrr en löngu eft­ir kvöld­mat, ég lenti ekki fyrr en um 4 og svo var næsta flug kl. 07:20. Þannig að það var ansi þreytt og fram­lág kona sem fór í flug. Ég hafði sofið illa nótt­ina áður þannig að ég var í raun ekki búin að sofa í 2 sól­ar­hringa. Rauðeygð og með hárið í klessu leit ég meira út eins og óskil­getið af­kvæmi Gollr­is úr Hringa­drott­ins­sögu og Garth Al­g­ar úr Wayne’s World. Ég huggaði mig þó við það að sandal­arn­ir væru sjúk­lega flott­ir og sem ég leit niður á fæt­urna á mér þá var Ba­by­foot komið í fulla verk­un þannig að fæt­urn­ir litu út eins og snák­ur í ham­skipt­um.

Þannig að fína fyr­ir­fram greidda hót­el­her­bergið mitt var ónotað. Ég mætti til Egypta­lands ósof­in, rauðeygð með hárið í klessu en ég gat amk glatt mig við það að í bak­pok­an­um mín­um var nýja bók­in henn­ar Ásu Mar­in, Sjáv­ar­hjarta sem ég var svo hepp­in að fá dag­inn fyr­ir út­gáfupartýið. Ég elska bæk­urn­ar  henn­ar, svo skemmti­leg­ar ferðasög­ur en líka mann­bæt­andi. Mér líður alltaf bet­ur í sál­inni þegar ég les þær. Mæli svo með því að lesa bæk­urn­ar henn­ar.

Hvernig er svo í Egyptalandi? Meira um það í næsta bloggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda