Seðlabúnt eða vöðvabúnt er ekki það sem konur þrá

Theodór Francis Birgisson ráðgjafi hjá Lausninni.
Theodór Francis Birgisson ráðgjafi hjá Lausninni.

Theo­dór Franc­is Birg­is­son gef­ur nokk­ur góð og nú­tíma­leg ráð sem lúta að já­kvæðum og upp­byggi­leg­um sam­skipt­um milli kynj­anna en hann er klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni fjöl­skyldu- og áfallamiðstöð. 

Flest­ir vita að góð sam­skipti er eitt það mik­il­væg­asta þegar kem­ur að heil­brigðum og góðum sam­bönd­um, hvort sem þau hafa staðið yfir í ár­araðir eða eru ný af nál­inni. Í mörg­um ef ekki öll­um sam­bönd­um koma upp hnökr­ar og erfiðleik­ar á ein­hverj­um tíma­punkti sem þarf að tak­ast á við og vinna úr og þá get­ur verið gott að fá ráð hjá fag­fólki. Hvað þykir kon­um gott að heyra frá maka sín­um eða fé­laga?

„Þegar kona leit­ar sér að maka þá er hún ekki lík­leg til að vera að leita sér að vöðvabúnti eða seðlabúnti, þó það megi að sjálf­sögðu fylgja með, held­ur er hún helst að leita sér að til­finn­inga­legu ör­yggi. Kona er því lík­legri til að vilja heyra eitt­hvað sem vek­ur með henni traust og vissu.“

Hvernig er hægt að byggja upp traust í sam­bönd­um?

„Með því að fela ekk­ert fyr­ir maka þínum sem maki þinn ætti að vita. Ef eitt­hvað er þess eðlis í lífi þínu sem þér finnst að maki þinn ætti ekki að vita er það merki um eitt­hvað óeðli­legt. Í slík­um aðstæðum myndi það vekja upp spurn­ing­ar hjá mér eins og af hverju ertu þá á annað borð með viðkom­andi í par­sam­bandi.“

Hver er lyk­ill­inn að ham­ingju­sömu lang­tíma­sam­bandi í stuttu máli?

„Að viðhalda gagn­kvæmri vináttu og virðingu í gegn­um allt það sem lífið ber í skauti sér.“

Hvernig er hægt að fyr­ir­byggja pirr­ing og tog­streitu?

„Það er nán­ast úti­lokað að fyr­ir­byggja pirr­ing en tog­streitu er auðveld­ara að eiga við. Ef við náum að yf­ir­stíga og vinna rétt út pirr­ingn­um þá minnk­ar það lík­ur á tog­streitu. Þegar pirr­ing­ur hell­ist yfir okk­ur í par­sam­bandi er mjög gott að minna sig á hvers vegna maður elsk­ar maka sinn og nálg­ast hann síðan út frá þeirri staðreynd að við elsk­um.“

Hvað ber að forðast í sam­skipt­um para?

„Ásak­an­ir. Það er miklu betra að segja „ég upp­lifi …“ eða „mér finnst …“ held­ur en að segja „þú ert…“ Sem sagt að vera nær­gæt­in í sam­skipt­um og nota „ég“ skila­boð í staðinn fyr­ir „þú“ skila­boð.“

Hvernig ætti að meðhöndla, ósætti og ágrein­ing?

„Ágrein­ing­ur er óumflýj­an­leg­ur í par­sam­bandi og því mik­il­vægt að kunna að tak­ast á við slíkt ástand. Þar gild­ir í fyrsta lagi að við þurf­um að geta talað sam­an um ágrein­ing­inn með gagn­kvæmri virðingu. Það er líka mjög mik­il­vægt að hlusta til þess að skilja maka okk­ar en ekki bara hlusta til að geta svarað.“

Hvað um sam­fé­lags­miðla? Hvernig eiga ein­stak­ling­ar að um­gang­ast þá í sam­bönd­um?

„Þegar kem­ur að notk­un sam­fé­lags­miðla er gríðarlega mik­il­vægt að bera virðingu fyr­ir upp­lif­un mak­ans á notk­un okk­ar á slík­um miðlum. Við ætt­um ekki að “like-a” við færsl­ur eða mynd­ir sem særa hinn aðilann þó svo að við skilj­um ekki endi­lega hvers vegna það sær­ir maka okk­ar. Þegar sam­fé­lags­miðlanotk­un sær­ir ann­an aðilann þarf líka að vera hægt að ræða það á mál­efna­leg­an hátt. Viðbrögð maka okk­ar við ein­hverju sem við ger­um á sam­fé­lags­miðlun geta líka vakið upp sál­ræn, trauma­tísk viðbrögð og þá dug­ar ekki að rök­ræða á mál­efna­leg­an hátt held­ur þarf inn­grip fagaðila.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda