Veiðileyfi á einhleypar konur

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona er einhleyp.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona er einhleyp.

Ásdís Ósk Vals­dótt­ir skildi 2015 og skrif­ar um líf ein­hleypra kvenna og hvað það geti
verið furðulegt á köfl­um. 

Kon­ur á Íslandi eru al­mennt sjálf­stæðar og fær­ar í flest­an sjó. Þess vegna kom mér það ansi mikið á óvart þegar ég skildi árið 2015 hversu marg­ir karl­menn töldu að mig van­hagaði um allskon­ar þjón­ustu og hversu marg­ir buðu sig óum­beðið fram að veita hana. Árið 2023 varð ég svo vör við að ef eitt­hvað þá hef­ur fram­boðið auk­ist. Það eru líka komn­ir fleiri sam­fé­lags­miðlar og því auðveld­ara að bjóða fram aðstoð sína.

Mér fannst því til­valið að skella í smá blogg varðandi ein­hleyp­ar kon­ur og fara yfir nokk­ur grund­vall­ar­atriði þegar kem­ur að óum­beðnum sam­skipt­um. Ansi oft byrja þau á því að ridd­ar­inn á hvíta hest­in­um geys­ist fram á sviðið klár í slag­inn. Fórn­fýsi hans er með eins­dæm­um og stund­um fæ ég á til­finn­ing­una að ég ætti að vera ansi þakk­lát fyr­ir að viðkom­andi býður sig fram.

  1. Ég frétti að þú vær­ir orðin ein­hleyp. Við þyrft­um nú að fara að hitt­ast. Nei, ég hef ekki áhuga. Þetta þýðir að kona hef­ur ekki áhuga. Þetta þýðir ekki: Veistu, mér líst rosa­lega vel á þig og ég veit að ef þú send­ir mér svona 10-20 skila­boð í viðbót á svipuðum nót­um þá mun ég pottþétt fara lóðbeint með þér í rúmið.
  2. Fyrst að þú ert orðin ein­hleyp þarftu þá ekki ein­hvern til að sinna þér reglu­lega. Nei takk, ég hef ekki áhuga. Þarna kem­ur Gerður í Blush til bjarg­ar. Hún hef­ur ein­mitt réttu tæk­in og tól­in til að bjarga ein­manna kon­um frá því að þurfa að fá random typpi heim til sín í tíma og ótíma. Auk þess eru græj­urn­ar henn­ar Gerðar marg­ar hverj­ar hannaðar þannig að þær finna G-blett­inn á núll einni, eitt­hvað sem ger­ist afar­sjald­an í ein­staka hitt­ing. Flest­ar kon­ur þurfa að hitta sama aðilann oft­ar en einu sinni til að þessi leit skili ár­angri. Lík­lega hafa fáir gert meira fyr­ir sjálf­bærni kvenna á síðustu árum en Gerður í Blush. Þessi spurn­ing, þarftu ekki ein­hvern er lík­lega mesta turnoff sem ég veit.
  3. Ég er í opnu sam­bandi og myndi vilja bæta við mig auka­leik­ara. Þarna er ótrú­lega oft um ein­hliða opið sam­band að ræða. Mak­inn hef­ur ekki fengið til­kynn­ingu um opið sam­band og yrði lík­lega ekki mjög hress með þetta fram­tak.

Einnota brund­tunna

Þegar ég fæ svona random skila­boð frá karl­manni sem býður fram þjón­ustu sína fyll­ist ég „stolti“. Þarna úti er ein­hver karl­maður sem er svo spennt­ur fyr­ir mér að hann er til­bú­inn að nota mig sem einnota brund­tunnu. Vá, hversu hepp­in er ég eig­in­lega? Það fara nokkr­ar hugs­an­ir í gegn­um haus­inn á mér. Hversu oft stund­ar hann svona brund­tunnu­los­un. Núm­er hvað ætli ég sé í þess­um mánuði eða ef ég er virki­lega hepp­in, í vik­unni? Ætli hann sé alltaf með ör­yggið á odd­in­um eða er hann kannski með klippi­kort á Húð-og kyn? Ætli ég gæti þá fengið gestapassa hjá hon­um?

Ég hef rætt við ansi marg­ar kon­ur sem eru ein­hleyp­ar og hafa verið ein­hleyp­ar mis­lengi. Flest­ar eru sam­mála um að eft­ir því sem þær verða ein­hleyp­ar leng­ur fækk­ar þess­um sjálf­skipuðu ridd­ur­um á hvíta hest­in­um sem ætla að bjarga þeim frá inni­halds­lausu lífi. Það er eins og þeir haldi að nýein­hleyp­ar kon­ur séu til í hvað sem er, hvenær sem er með hverj­um sem er. Það virðist hrein­lega vera línu­leg fylgni á milli fram­boðs af random gaur­um og hversu lengi kona hef­ur verið ein­hleyp.

Hell­is­bú­arn­ir mæta á svæðið

Það er ákveðin teg­und af karl­mönn­um sem fórn­ar sér í þetta verk­efni. Þetta eru gömlu góðu hell­is­bú­arn­ir. Þess­ir sem fóru í veiðiferðir og komu heim með bráðina. Elsku hell­is­búi. Ef þú skild­ir ekki vita þetta þá tala kon­ur við vin­kon­ur sín­ar og ef þú tek­ur út­víkkað tengslanet einn­ar kon­ur þá nær það til ansi margra kvenna þannig að ef þú hef­ur stundað hell­is­búa­hegðun lengi þá frétt­ist það fljótt. Ég hugsa að það gæti skilað miklu betri ár­angri að vera hrein­skil­inn í upp­hafi. Þá ertu að vinna með rétt­an mark­hóp þ.s. það er til fullt af kon­um sem vilja skuld­bind­inga­laust kyn­líf, allt upp á borðum og eng­in verður súr vegna mis­mun­andi vænt­inga að ég tali ekki um tímasparnaðinn sem fer í óþarfa sam­skipti. Þarfagrein­ing er lyk­il­atriði hérna.

Skila­boð á sam­fé­lags­miðlun­um

Í dag eru ótelj­andi leiðir til að eiga sam­skipti. Þú get­ur verið gam­aldags og sent kort eða bréf. Þú get­ur tekið upp sím­ann eða sent skila­boð á sam­fé­lags­miðlun­um og mögu­leik­un­um fjölg­ar bara eft­ir því sem tækn­inni fleyg­ir fram. Þarna eru ansi marg­ar leiðir til að nálg­ast kon­ur sem vekja áhuga þinn. Þú get­ur byrjað smátt og gefið like á eitt­hvað sem viðkom­andi kona setti inn nú eða sent henni skila­boð. Ef þið eruð ekki tengd á sam­fé­lags­miðlun­um þá er hægt að senda henni vina­beiðni.

Þarna eru nokkr­ar leiðir og þær eru mis­lík­leg­ar til ár­ang­urs.

  1. Senda vina­beiðni án skýr­inga og eiga aldrei frum­kvæði að sam­skipt­um. Þetta er ekki lík­legt til ár­ang­urs nema kon­an sé svo aðfram­kom­in af kyn­lífs­leysi að hún sendi þér skila­boð um hæl að koma henni til bjarg­ar
  2. Senda vina­beiðni með einu orði, t.d. sæl, hæ, dag­inn etc. Ég horfi alltaf á þessi skila­boð og velti fyr­ir mér hvað sé planið hérna? Á ég að svara þessu og hvernig á ég að svara þessu? Á ég að senda til baka hæ? Ykk­ur til upp­lýs­inga þá eyði ég þess­um skila­boðum þar sem ég nenni ekki að eyða tíma í að finna út hver til­gang­ur­inn er á bakvið skila­boðin.
  3. Ertu ein­hleyp/​viltu fé­lags­skap/​leiðist þér/þ​ú ert sæt. Þetta eru klass­ísk skila­boð sem yf­ir­leitt skila mjög litl­um ár­angri.
  4. Ef menn hafa ein­læg­an áhuga á að kynn­ast konu þá gætu þeir splæst í lengri skila­boð á borð við. Sæl, mér finnst þú áhuga­verð kona, mætti bjóða þér á stefnu­mót? Þarna eru 2 lík­leg­ar leiðir
    1. Hún seg­ir já og þið hitt­ist og aldrei að vita hvað ger­ist
    2. Hún seg­ir nei. Þarna er lyk­il­atriði að lesa rétt úr svar­inu. Ef hún seg­ir nei, þá er hún ekki að segja, endi­lega sendu mér samt 20 skila­boð og þá mun ég bug­ast og fara með þér á stefnu­mót. Aukatips: það þýðir ekk­ert að taka freka krakk­ann í nammi­búðinni á kon­ur og halda áfram að suða þar til þær gef­ast upp. Flest­ar kon­ur á mín­um aldri eru mæður og þaul­van­ar að díla við krakka í frekjukasti sem fær ekki að kaupa meira nammi. Það síðasta sem þær nenna er enn einn krakk­inn. Það er ekki held­ur lík­legt til ár­ang­urs að senda sömu skila­boðin viku eft­ir viku til að tékka hvort að eitt­hvað hafi breyst og hvort hún vilji frek­ar hitta þig í viku 22 en viku 21.

Þver­haus­ar sem hlusta ekki

Mér finnst alltaf áhuga­vert þegar fyrsta NEI-IÐ virk­ar ekki. „I kid you not“. Það hríslast um mig þessi til­finn­ing vá hvað ég finn virðing­una streyma frá þess­um manni. Ég hafði ekki áhuga og hann ákvað að hunsa það. Sum­ir eru þaul­sætn­ari en aðrir og prófa allskon­ar opn­an­ir. Yf­ir­leitt skil­ar það sama ár­angri. Ég er kom­in með mjög ein­falt kerfi. Ef fyrsta nei-ið virk­ar ekki þá ertu kom­in á „No fly“ list­ann og það mun ekki skipta einu ein­asta máli hversu spenn­andi deit þú mynd­ir bjóða mér á í framtíðinni. Ég horfi bara á virðing­ar­leysið sem þú sýnd­ir mér í upp­hafi sam­skipta. Vin­ur minn sagði að ég yrði nú að passa hvað ég segi svo ég myndi ekki fæla alla karl­menn frá. Ég held reynd­ar að 95% karl­manna séu frá­bær ein­tök sem beri virðingu fyr­ir sér og öðrum og þver­haus­arn­ir séu al­gjör und­an­tekn­ing og ég lifi al­veg þó að þeir hætti að senda skila­boð. Ég mæli ein­dregið með að hlusta á fyrsta NEI-IÐ og snúa at­hygli ykk­ar að næstu konu, konu sem mögu­lega hef­ur áhuga á ykk­ur. Við erum jafn­mis­mun­andi eins og við erum marg­ar.

Eru óum­beðin skila­boð trúnaðarskjöl?

Kon­ur eru upp til hópa kurt­eis­ar og svara oft svona skila­boðum af kurt­eisi sem marg­ir mistúlka sem áhuga og gefa því í. Ég hef verið í þess­um hópi. Svarað stutt en kurt­eist. Ég hef hins veg­ar áttað mig á því að það er ekki að virka nógu vel þannig að ég hef tekið ákvörðun að prófa aðra tækni og sjá hvort að hún virki bet­ur.  Um leið og fyrsta Nei-ið er komið þá mun ég senda ein­falda viðvör­un á viðkom­andi. Sæll, svo það sé al­veg skýrt þá hef ég hef ég ekki áhuga og ef þú held­ur áfram að senda mér skila­boð þá mun ég birta þau í story og tagga þig. Stund­um er viðkom­andi sam­bandsvillt­ur og þá er hægt að bjóða upp á tvö­falt tagg, hann og maki hans. Það er sorg­lega al­gengt að kon­ur fái skila­boð frá áhuga­söm­um karl­mönn­um sem muna ekki al­veg sam­bands­stöðu sína og til að vera ekki með vesen þá leys­ir kon­an það yf­ir­leitt með því að eyða út þess­um skila­boðum, fela þau. Mín spurn­ing er samt þessi. Hvers vegna ætti aðili sem fær óum­beðin skila­boð frá sam­bandsvillt­um aðila að fela skömm­ina?  Ætti þetta ekki frek­ar að vera öf­ugt? Sam­bandsvillti aðil­inn ætti ekki að koma öðrum í þessa aðstöðu. Það væri gam­an að sjá hversu marg­ar færsl­ur kæmu á einni viku ef kon­ur myndu setja óum­beðið áreiti í story og tagga viðkom­andi og hversu marg­ir ættu marg­ar færsl­ur.

Skömm­inni skilað

Ég byrjaði á því fyr­ir nokkr­um árum að skila skömm­inni sím­leiðis. Ef mér fannst maður hafa sýnt mér óvenju­mikið virðing­ar­leysi í sam­skipt­um þá hringdi ég dag­inn eft­ir og fór yfir þessi sam­skipti. Yf­ir­leitt tóku menn ágæt­lega í þetta en flest­ir voru samt á því að hefðu bara lent í þess­um aðstæðum. Mitt svar er ein­falt, það lend­ir eng­in í þessu. Það ert þú sem átt frum­kvæðið að þess­um sam­skipt­um. Það ert þú sem sýn­ir virðing­ar­leysið. Aðil­inn sem fær skila­boðin lend­ir hins veg­ar í þessu og hann sit­ur uppi með stutta stráið og ábyrgðina á því hvernig á að tækla þetta.

Ég ferðast mikið ein er­lend­is og stund­um bóka ég ferð á veg­um ferðaskrif­stofa. Einu sinni eft­ir svona ferð þá var ég að ganga frá dagtösk­unni minni þegar ég fann bréf á botni tösk­unn­ar. Það var skrifað á ensku og var frá starfs­manni ferðaskrif­stof­unn­ar. Inni­haldið var á stutta leið að viðkom­andi leist gíf­ur­lega vel á mig og vildi endi­lega heyra í mér ef það væri gagn­kvæmt. Hann gaf mér upp What­sApp núm­erið sitt. Hann tók líka fram að ef ég vildi ekki kynn­ast bet­ur þá vin­sam­leg­ast eyðileggja bréfið þar sem þetta var gróft brot af hans hálfu og hann myndi lík­lega missa vinn­una ef þetta kæm­ist upp. Þarna var ég sett í aðstöðu sem ég kærði mig ekki um. Fyrsta hugs­un­in sem fór í gegn­um haus­inn á mér. Ég hef eng­an áhuga, best að henda bréf­inu svo að hann lendi ekki í vand­ræðum. Svo fór ég að hugsa þetta bet­ur. Maður­inn fór í tösk­una mína. Hann fór í gegn­um dótið mitt. Hann vissi að hann mátti ekki eiga þessi sam­skipti. Ég átti að vernda hann þrátt fyr­ir að hann færi langt yfir öll eðli­leg mörk. Svo tók skyn­sem­in völd­in. Ég rek fyr­ir­tæki og ef ein­hver starfsmaður hjá mér fer yfir mörk viðskipta­vin­ar þá vil ég vita það. Þetta snýst ekki um þenn­an eina aðila. Hvað ef hann stund­ar þetta reglu­lega, hvað ef ég er ekki frá­vikið. Ég ákvað því að af­henda bréfið far­ar­stjór­an­um og setja málið í hans hend­ur. Þetta var ekki mín skömm að bera.

ÞAÐ MÁ ALDREI NEITT LENG­UR

Hvað er þá eig­in­lega málið, Ásdís. Má ekki gefa konu und­ir fót­inn leng­ur?  Eruð þið svo heil­ag­ar að það má ekki reyna við ykk­ur eða stunda skyndikynni? Hvert er þessi heim­ur eig­in­lega að stefna? Jú elsk­urn­ar mín­ar það má gera allt sem all­ir vilja. Lyk­il­atriðið er bara ALL­IR VILJA ekki sum­ir. Ef ann­ar aðil­inn vill en hinn ekki þá flokk­ast það und­ir óum­beðið áreiti og hversu lítið og ómerki­legt sem það virðist vera þá er þetta langþreytt til lengd­ar. Það er ekki þitt að meta hvað sé sak­laust og hvað ekki. Ég veit ekki um ykk­ur en ég myndi aldrei fara á deit með manni sem virðir ekki mín mörk í sam­tali. Þetta er svo stórt rautt flagg að það þarf ekk­ert að skoða það frek­ar.

En get­ur þú ekki hætt þessu væli og bara blokkað liðið. Auðvitað get ég það en er það mitt að blokka óum­beðnar send­ing­ar? Er það ekki þeirra að senda þær ekki. Ég skil al­veg að gervi­greind geti sent frá sér skila­boð sem flokk­ast und­ir áreiti afþví að þetta er jú gervi­greind og er að læra en lend­ir ein­hver ein­hvern tím­ann í því að senda óum­beðið áreiti. Þegar þú not­ar orð eins og að lenda í ein­hverju þá er þetta ekki þín ábyrgð held­ur lend­ir þú óvart í aðstæðum sem þú ræður ekki við.

Stund­um er betra að fá mynd­skýr­ingu en mörg orð og því ákvað ég að setja inn link af upp­á­haldsvi­d­eónu mínu um að virða mörk: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda