Eiginmaðurinn horfir á klám og eiginkonunni finnst hún óaðlaðandi

Pexels/Liza Summer

Kona hef­ur verið með manni sín­um í rúm þrjá­tíu ár og stunda þau reglu­lega kyn­líf. Hann virðist hins veg­ar ekki geta fengið full­næg­ingu leng­ur nema ef hann horf­ir á klám á meðan. Fyr­ir vikið er kon­an far­in að hafa andúð á manni sín­um. Hún veit ekki hvað hún á að gera í stöðunni og leit­ar því ráða hjá sér­fræðingi.

Við hjón­in höf­um verið gift í 31 ár og stund­um reglu­lega kyn­líf, fjór­um til fimm sinn­um í viku. Ég er þó far­in að finna fyr­ir mik­illi gremju í garð hans. Satt best að segja býður mér stund­um við hon­um. Hann virðist ekki geta fengið full­næg­ingu með hefðbundn­um sam­förum og get­ur líka aðeins fengið full­næg­ingu með klám í gangi, sem mér lík­ar ekki. Sama hversu mikið við ræðum þetta eða ég reyni að út­skýra hvers vegna þetta sær­ir mig, þá held­ur hann þessu áfram. Mér finnst ég gagns­laus og ekki leng­ur aðlaðandi. Það er samt ekk­ert leiðin­legt að horfa á mig. Ég er fjandi heit fyr­ir 51 árs gamla konu. Hvað er að hon­um/​mér?

Svar sér­fræðings­ins:

Ég hef það á til­finn­ing­unni að þess­ar ógöng­ur sem þú upp­lif­ir með mann­in­um þínum sé ekki ein­göngu bundið við kyn­líf ykk­ar. Sam­skipti ykk­ar eru orðin erfið og þú átt í valda­bar­áttu við hann. Skilj­an­lega finn­ur þú fyr­ir mik­illi reiði og gremju í garð hans, sem í sjálfu sér mun draga úr löng­un þinni í hann. 

Sjálfs­álit þitt bíður einnig hnekki og eng­um finnst gam­an að verða fyr­ir huns­un. Hjóna­bands­ráðgjöf með góðum meðferðaraðila sem sér­hæf­ir sig í kyn­lífsmeðferðum væri ykk­ar besti mögu­leiki á að viðhalda sam­band­inu. Þú gæt­ir freist­ast til þess að gefa hon­um afar­kosti til að gera hon­um grein fyr­ir því að þér sé al­vara með því að fá hjálp til að bjarga hjóna­band­inu. Vertu bara viss um að þú sért til­bú­in fyr­ir þetta, hverj­ar sem af­leiðing­arn­ar verða.

Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda