Er þetta hættulegasta kynlífsstellingin?

Unsplash/Dainis Graveris

Skurðlækn­ir­inn og TikT­ok-stjarn­an Kar­an Raj­an seg­ir að kyn­lífs­stell­ing­in „reverse cowg­irl“ sé sú hættu­leg­asta þegar kem­ur að áverk­um á getnaðarlim­um því hún sé vald­ur að um helm­ingi svo­kallaðra getnaðarlims­brota.

Seg­ir hann ástæðuna vera vegna óreglu­legra hreyf­inga, eða ef aðilarn­ir séu ekki sam­stillt­ir, sem geti leitt til þess að getnaðarlim­ur­inn renni út og kremj­ist um við líf­bein hins aðilans. Sam­kvæmt Raj­an eru slík­ir áverk­ar þó sjald­gæf­ir, en engu að síður al­var­leg­ir þegar þeir eiga sér stað. Þótt eng­in bein séu í getnaðarlimn­um er orðið brot notað til að lýsa rifu á hvítri band­vefs­himnu um­hverf­is eista sem ger­ir getnaðarlimn­um kleift að stækka við stinn­ingu.

Fréttamiðil­inn In­depend­ent bend­ir hins veg­ar á að sam­kvæmt rann­sókn um sam­band á milli kyn­lífs­stell­inga og áverka á getnaðarlim­um, sem gerð var árið 2018 og birt í In­ternati­onal Journal of Impotence Rese­arch, að hin svo­kallaða „doggy style“ stell­ing sé helsti or­saka­vald­ur al­var­legra áverka á getnaðarlim­um.

Raj­an deil­ir mynd­bönd­um sín­um með yfir fimm millj­ón­um fylgj­enda sinna á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Mynd­bandið sem um ræðir birt­ist upp­haf­lega árið 2021 en hef­ur ný­lega farið eins og eld­ur um sinu manna á milli og fengið millj­ón­ir áhorfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda