Ölmusukynlíf drepur alla kynlöngun

Kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir gaf nýlega út bókina Lífið er kynlíf. …
Kynfræðingurinn Áslaug Kristjánsdóttir gaf nýlega út bókina Lífið er kynlíf. Bókin mun eflaust hjálpa mörgum pörum. mbl.is/Ásdís

Kyn­líf í lang­tíma­sam­bönd­um er viðfangs­efni bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf eft­ir Áslaugu Kristjáns­dótt­ur, hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing, en hún lærði kyn­fræði bæði í Bretlandi og Ástr­al­íu. Áslaug tel­ur bók­ina geta hjálpað pör­um af öll­um gerðum að lifa betra og inni­halds­rík­ara kyn­lífi, enda seg­ir hún marga leita ráða til að kveikja eða viðhalda neist­an­um.

Er ekki sendi­herra kyn­lífs

Í bók­inni er tekið á vanda­mál­um sem sam­búðarfólk upp­lif­ir í sam­lífi sínu. Spurð um helstu vanda­mál para seg­ir Áslaug:

„Við heyr­um það oft að kyn­líf deyi í lang­tíma­sam­bönd­um. Ég held að stærsta vanda­málið sé viðhorf okk­ar gagn­vart kyn­lífi í lang­tíma­sam­bönd­um. Við vit­um ekki nóg til að viðhalda kyn­löng­un og hvað þarf til að lifa góðu kyn­lífi. Sú þekk­ing virðist ekki vera á vitorði margra,“ seg­ir Áslaug og nefn­ir að eng­in ein regla henti öll­um. Sum­ir eru til að mynda sátt­ir við lítið kyn­líf á meðan aðrir kjósi að stunda það oft­ar.

„Ég segi stund­um að ég sé kyn­fræðing­ur en ekki sendi­herra kyn­lífs. Ég er ekki að reyna að fá fólk til að stunda kyn­líf ef það vill það ekki. Öll tíðni er eðli­leg og ég er ekki mikið í tíðnitali,“ seg­ir hún.

Það besta er eft­ir

Áslaug seg­ir okk­ur Íslend­inga ekki eiga nógu mikl­ar upp­lýs­ing­ar um kyn­líf og því sé erfitt að segja til um hvenær á lífs­leiðinni pör eigi „besta“ kyn­lífið. Hún seg­ir oft talið að besta kyn­lífið sé í upp­hafi sam­bands, á svo­kölluðum hveiti­brauðsdög­um, en það sé ekk­ert endi­lega sann­leik­ur­inn.

„Það voru gerðar fimmtán ára rann­sókn­ir í Kan­ada, sem ég vitna í í bók­inni, þar sem hóp­ur rann­sak­ar hvað sé frá­bært kyn­líf. Ein af niður­stöðunum er að kyn­líf verður betra með aldr­in­um. Við sem erum miðaldra get­um vitað að það besta er eft­ir,“ seg­ir Áslaug og seg­ir fólk oft losna við ákveðna skömm með aldr­in­um og sætt­ast bet­ur við lík­ama sinn. 

Hvað á fólk að gera ef það er of þreytt eða nenn­ir hrein­lega ekki kyn­lífi?

„Lausn­in er alls ekki að pína sig því það ger­ir bara illt verra. Best er að setj­ast niður og fara yfir vænt­ing­arn­ar. Þá þarf að finna út hvað væri kyn­líf sem parið myndi nenna að stunda og yrði til þess að það myndi vilja meira af því. Rútínukyn­líf seint á kvöld­in, svo hægt sé að tikka í boxið, er ekki hjálp­legt, en flest okk­ar gera þetta,“ seg­ir Áslaug og seg­ir ölm­usukyn­líf alls ekki góða hug­mynd.

„Sú aðferð virðist alltaf valda því að kyn­löng­un beggja aðila hverf­ur.“

Að gefa kyn­lífi gaum

Hvað á fólk að gera til að kveikja neist­ann?

„Það er eng­in töfra­lausn en það eru marg­ar góðar leiðir. Fyr­ir mjög marga virk­ar að fara að snert­ast aft­ur og kyss­ast. Ef það verður nógu kyn­ferðis­legt end­ar það stund­um með kyn­lífi, en þarf alls ekki alltaf að enda með því,“ seg­ir Áslaug og seg­ir það frá­bæra hug­mynd að skipu­leggja kyn­líf.

„Það er kannski ekki gott að kalla það að skipu­leggja, en hægt að segja frek­ar „að gefa kyn­lífi gaum“. Í lang­tíma­sam­bandi er oft eina leiðin til að eiga gott kyn­líf að plana það, eins og allt annað sem við ger­um.“

Ítar­legt viðtal er við Áslaugu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda