Hvenær eiga foreldrar unglinga að sofa saman?

Áslaug Kristjánsdóttir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er …
Áslaug Kristjánsdóttir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá ung­linga­mömmu sem er nán­ast hætt að sofa hjá ung­lingapabb­an­um því af­kvæm­in eru alltaf vak­andi. 

Kæra Áslaug.

Ég er svona þessi dæmi­gerða tæp­lega 50 ára kona sem er búin búin að vera með sama mann­in­um í um 26 ár. Fyr­ir tíu árum var líf okk­ar mjög kaó­tískt því þá vor­um við með tvö lít­il börn og gerðum fátt annað en vinna og hugsa um börn­in. Við átt­um þá alltaf okk­ar tíma þegar börn­in voru sofnuð. Ég sé núna að það hélt í okk­ur líf­inu að við gæt­um sofið sam­an á kvöld­in og átt tíma fyr­ir okk­ur.

Núna eru börn­in orðnir ung­ling­ar og eru far­in að vaka leng­ur en við. Við höf­um því eng­an tíma til að rækta okk­ur og þegar fólk sef­ur svona sjald­an sam­an þá gliðnar allt í sund­ur og löng­un virðist bara hverfa. Ég hef rætt þetta við vin­kon­ur mín­ar og þær segja mér að sleppa bara tök­un­um. Ég get bara ekki verið ró­leg og notið þess að elsk­ast þegar ég veit að ung­ling­un­um glaðvak­andi í næstu her­bergj­um. Ég vildi auðvitað geta verið alltaf í út­lönd­um með mann­in­um mín­um en við höf­um ekki efni á því. Hvað get­ur svona fólk eins og við gert til þess að eign­ast eðli­legt hjóna­líf aft­ur?

Kveðja,

SM

Áslaug er höfundur bókarinnar Lífið er kynlíf.
Áslaug er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf.

Kæra SM,

Ég tek und­ir það að þið eruð dæmi­gert par í þeirri stöðu sem er á heim­il­inu ykk­ar núna. Mörg­um þykir erfitt að læsa hjóna­her­berg­inu og ná þeirri ró sem þarf til að hægt sé að stunda kyn­líf. Það er bæði óþægi­legt að heyra í ung­ling­um frammi og að trúa því að þeir átti sig því hvað er að ger­ast inni í svefn­her­bergi. Mín reynsla er þó sú að fæst­ir ung­ling­ar eru að fylgj­ast náið með for­eldr­um sín­um og sitja jafn­vel lokaðir inni í her­bergi með heyrn­ar­tól. Hætt­an er því lík­lega of­met­in hjá flest­um for­eldr­um. En það á svo sem við um flest það sem við kvíðum eða ótt­umst.

Sum­um sem ég hef unnið með í svipaðri stöðu hef­ur gengið vel að taka frá tíma að degi til. Gjarn­an fest­ast pör í því að stunda kyn­líf á kvöld­in og sér­stak­lega þegar lít­il börn eru á heim­il­inu. Ef þið hafið mögu­leika á því að eiga stefnu­mót að degi til heima án barna get­ur það reynst gott ráð.

Aðrir hafa þjálfað sig í því að ná ró inni í her­bergi þrátt fyr­ir að ung­ling­arn­ir séu heima. Það má nota ýms­ar aðferðir til slök­un­ar og jafn­vel hafa tónlist á til að heyra síður í því sem ger­ist frammi. Ég hef gefið pör­um æf­ing­ar sem miða að því að gleyma sér í skynj­un snert­inga. Sú leið hef­ur skilað góðum ár­angri. Þá er yf­ir­leitt veru­lega hjálp­legt að hægt sé að læsa her­berg­inu svo ekki sé vaðið þar inn þegar síst skyldi.

Að eiga gott hjóna­líf með ung­linga á heim­il­inu krefst sann­ar­lega út­sjón­ar­semi og til­rauna­mennsku. Þegar það reyn­ist sem erfiðast er gott að minna sig á að unglings­ár­in eru tíma­bil.

Kær kveðja,

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Áslaugu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda