39 ára hrein mey bíður enn eftir draumaprinsinum

Leikkonan Yvonne Orji er líklega hve þekktust fyrir hlutverk sitt …
Leikkonan Yvonne Orji er líklega hve þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttaröðunum Insecure. DOMINIK BINDL

Hin 39 ára gamla leikkona Yvonne Orji hefur aldrei stundað kynlíf, en hún vill bíða með það þar til hún hefur fundið draumaprinsinn og gengið í hjónaband.

Orji greindi frá þessu í hlaðvarpsþætti Dear Chelsea, en klippa úr þættinum hefur farið eins og eldur í sinu á netheimum undanfarna daga.

„Biddu fyrir honum, hver sem hann er“

„Ertu enn hrein mey?“ spurðu Chelse Handler, þáttastjórnandi hlaðvarpsins, og Orji staðfesti það. „Guð minn góður, ég elska þetta. Þú ert frumlegasti gestur sem við höfum fengið hingað. Og hvað ert þú, 39 ára?“ sagði Handler í kjölfarið.

Orji grínaðist með það að hún hefði áhyggjur af manninum sem á endanum yrði ástmaður hennar. „Fólk segir: Ó, Yvonne, biddu fyrir honum, hver sem hann er,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda