Er hægt að breyta þreyttu sambandi í eldheitt ástarsamband?

Tinna Rut Torfadóttir svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur hjá sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem hef­ur verið á föstu í 13 ár en finnst sam­bandið vera orðið að vina­sam­bandi - ekki eld­heitu ástar­sam­bandi. 

Góðan dag.

Ég og kær­ast­an mín erum búin að vera sam­an í 13 ár. Ég elska hana mjög mikið en upp­lifi að sam­band okk­ar sé meira vina­sam­band í dag og hef­ur verið það síðustu ár. Ég þrái hins veg­ar ást og um­hyggju sem mér finnst ég ekki vera að fá frá henni, en ég er hrædd­ur við að ég sé með óraun­hæf­ar vænt­ing­ar til ástar­sam­banda og þori því ekki að ræða þetta við hana. Hvað get ég gert til að átta mig bet­ur á stöðunni sem ég er í?

Ég er al­veg týnd­ur.

Kveðja, 

BV

Er hægt að gera þreytt ástarsamband að eldheitu ástarsambandi?
Er hægt að gera þreytt ástar­sam­band að eld­heitu ástar­sam­bandi? Tra­vis Grossen/​Unsplash

Sæll.

Takk fyr­ir þessa spurn­ingu.

Mik­il­væg­ast af öllu er að þú tak­ir sam­talið við hana, ræðir við hana um þína líðan, upp­lif­un og hverj­ar þínar vænt­ing­ar eru til sam­bands­ins ykk­ar. Að vera hrein­skil­inn og segja það sem býr í þínu hjarta er mik­il­væg­asta af öllu þó svo að það geti verið erfitt sam­tal.

Auðvitað ger­ist það stund­um að lang­tíma­sam­bönd þró­ist meira út í vináttu­sam­band en ástar­sam­band, en þá er gott að staldra við og skoða hvað það var sem gerði það að verk­um að sam­bandið ykk­ar fór að þró­ast út í vina­átt­ina. Var það vegna þess að sam­bandið sat á hak­an­um vegna anna und­an­far­in árin? Oft ger­ist það að það gleym­ist að rækta sam­bandið, því mik­ill tími fer í nám, vinnu, barneign­ir, barna­upp­eldi og það að reka heim­ili. Ef það gæti verið það sem gerðist í ykk­ar sam­bandi þá væri hægt að reyna að ein­beita ykk­ur að því að að rækta sam­bandið, til dæm­is að taka frá tíma fyr­ir ykk­ur tvö í þeim til­gangi að vera ein­ung­is kær­ustupar og veita hvort öðru fulla at­hygli.

Hægt að skipu­leggja ákveðin deit­kvöld eða eitt­hvað í þeim dúr. Stund­um er það þannig í sam­bönd­um að pör­in eru ólík­ir ein­stak­ling­ar, ann­ar aðil­inn gæti verið meira fyr­ir nánd og það að tjá til­finn­ing­ar sín­ar á einn eða ann­an hátt á meðan hinn aðil­inn er ekki þar. Ef það er raun­in í ykk­ar sam­bandi þá er það einnig mik­il­vægt að taka sam­talið, eins og ég nefndi hér áðan, að ræða ykk­ar vænt­ing­ar til sam­bands­ins og vera óhrædd við það. Þú nefnd­ir að þú þorir ekki að ræða við hana því þú ert hrædd­ur um að vera með óraun­hæf­ar vænt­ing­ar til ástar­sam­banda.

Ég hvet þig til að reyna að ýta þess­ari hugs­un til hliðar þ.e.a.s. að þú sért með óraun­hæf­ar vænt­ing­ar til ástar­sam­banda, upp­skrift af hinu full­komna ástar­sam­bandi er ekki til og þó hún væri til þá myndi sú upp­skrift alls ekki henta öll­um, það er ekki hægt að nota „One size fits all“ í þess­um efn­um frek­ar en öðrum. Þarna er mik­il­væg­ast af öllu að vera ein­læg­ur, hrein­skil­inn, hlusta á hjartað sitt og ræða sín­ar hugs­an­ir og til­finn­ing­ar (vænt­ing­ar) við maka sinn. 

Þá ger­ist það stund­um í lang­tíma­sam­bönd­um að pör þrosk­ast sem ein­stak­ling­ar í ólík­ar átt­ir sem ger­ir það að verk­um eins og þú seg­ir að ástar­sam­bandið verður meira eins og vina­sam­band þó svo að manni þykir vænt um maka sinn. Rann­sókn­ir hafa sýnt að þegar hjóna­bönd og sam­bönd enda þá er sjaldn­ast um að kenna ein­ung­is rifr­ild­um. Ástæðan er miklu frek­ar minni nánd og lít­il til­finn­inga­leg tengsl.

Ég myndi ráðleggja ykk­ur í fram­hald­inu að leita til hjóna­bands­ráðgjafa, oft er gott að ræða hlut­ina við fagaðila og spegla þannig líðan ykk­ar og vænt­ing­ar til sam­bands­ins. Einnig gæti verið gott fyr­ir þig að leita til fagaðila (til dæm­is sál­fræðings) einn þíns liðs fyrst um sinn, til að átta þig bet­ur á þínum til­finn­ing­um og vænt­ing­um, þar sem þú nefn­ir að þú sért al­veg týnd­ur í þinni stöðu.

Gangi þér og ykk­ur sem allra best!

Kveðja,

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda