„Ég vil ekki sofa hjá neinum“

Linda Evangelista er sögð hafa einangrað sig eftir misheppnaða fitufrystingu …
Linda Evangelista er sögð hafa einangrað sig eftir misheppnaða fitufrystingu árið 2016. AFP

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Linda Evang­el­ista hef­ur lít­inn sem eng­an áhuga á sam­bönd­um. Evang­el­ista er sögð hafa ein­angrað sig frá um­heim­in­um eft­ir mis­heppnaða fitu­fryst­ingu árið 2016. Hún ræddi um lífið og til­ver­una við blaðamann Sunday Times á dög­un­um. 

„Ég hef eng­an áhuga. Ég vil ekki sofa hjá nein­um. Ég nenni ekki að hlusta á ein­hver önd­un­ar­hljóð,“ sagði Evang­el­ista, 58 ára. Of­ur­fyr­ir­sæt­an reyndi einnig að rifja upp hvenær hún fór síðast á stefnu­mót en gat aðeins sagt að það hafa verið fyr­ir fitu­fryst­ing­una. 

Aðeins 22 ára göm­ul gift­ist hún fyrr­ver­andi yf­ir­manni Elite Model Mana­gement, Gér­ald Marie. Parið var gift frá 1987 til 1993. Evang­el­ista á einn son með franska viðskipta­mann­in­um Franço­is-Henri Pi­nault, sem í dag er kvænt­ur Sölmu Hayek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda