„Það síðasta sem pabbi minn, Ellert Schram, sagði við mig“

Arnar Þór Jónsson alþingismaður segir frá því sem faðir hans, …
Arnar Þór Jónsson alþingismaður segir frá því sem faðir hans, Ellert B. Schram, sagði við hann áður en hann veiktist. Samsett mynd

Arn­ar Þór Jóns­son, lög­fræðing­ur og varaþingmaður, seg­ir kon­una sína vera átta­vit­ann sem hann treyst­ir þegar hann ef­ast um eig­in dómgreind. Arn­ar, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar er son­ur Ell­erts B. Schram en Jón Guðmunds­son, oft kennd­ur við fast­eigna­söl­una Fast­eigna­markaðinn, ól hann upp og kenn­ir Arn­ar sig við hann. 

„Ég hef verið svo hepp­inn að eiga ynd­is­lega konu al­veg síðan ég var mjög ung­ur og hún hef­ur í raun verið mitt akk­eri í líf­inu eft­ir að ég missti mömmu mína um tví­tugt. Hún hef­ur sjálf gert mjög mikið til þess að læra að hlusta á eig­in rödd með því að slökkva á ytri áreit­um og fara inn á við. Hún seg­ir mér alltaf hvað henni finnst og ég treysti dómgreind henn­ar mjög vel. Hún er með sterk­ari teng­ingu en ég sjálf­ur og hjálp­ar mér að skynja hvaða kjarna ég á að finna þegar ég er að tjá mig op­in­ber­lega,“ seg­ir Arn­ar Þór, sem hef­ur einnig æft sig í að finna teng­ingu með því að verja tíma einn úti í nátt­úru og í göngu­túr­um. 

„Við verðum reglu­lega að slökkva á öll­um þess­um ytri áreit­um til þess að heyra í okk­ar eig­in rödd. Hvort sem það er sím­inn, sjón­varpið, út­varpið eða annað, þá verðum við að kunna að slökkva á þessu öllu til þess að heyra í inn­sæ­inu. Hug­ur­inn verður að losna við alla meng­un til þess að ná að kyrr­ast og tengj­ast fyr­ir al­vöru. Rödd guðs er innra með okk­ur öll­um, en við kunn­um ekki leng­ur að heyra í henni í allri þess­arri áreita­meng­un.“

Síðustu orð föðurs­ins

Arn­ar, sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir að viðra óvin­sæl­ar skoðanir seg­ist lifa eft­ir síðustu ráðlegg­ing­um pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Hann seg­ist hafa ákveðið að elta sann­leik­ann og eig­in sann­fær­ingu alla tíð síðan. 

„Það síðasta sem pabbi minn, Ell­ert Schram, sagði við mig áður en hann sveif inn í aft­ur­hvarf til bernsk­unn­ar og varð alzheimer´s að bráð var: „Af hverju ætt­ir þú að vera í stjórn­mál­um ef þú ætl­ar ekki að segja það sem þér finnst?” Hann var kom­inn á dval­ar­heim­ili og þetta var það síðasta sem hann sagði af fullu viti áður en sjúk­dóm­ur­inn tók yfir. Ég tók þetta alla leið inn og þetta sat mjög í mér. Ég hef tekið þetta al­var­lega alla leið síðan og mun aldrei hætta að segja það sem mér býr í brjósti. Ef fólk er á annað borð inni á Alþingi er eig­in­lega al­veg galið að það þori ekki að fara eft­ir eig­in sann­fær­ingu og segja það sem því raun­veru­lega finnst. En því miður sýn­ist mér að það sé nán­ast orðið und­an­tekn­ing­in.“

Í þætt­in­um ræðir Arn­ar Þór um þá þróun hvernig stór­fyr­ir­tæki og stjórn­völd séu far­in að tengj­ast óhugna­lega mikið og að það sé þróun sem fólk verði að sporna við áður en það verður of seint. 

„Það er í gangi markaðshyggja á ster­um sem hirðir ekk­ert um hags­muni vinn­andi fólks. Þessi fyr­ir­tæki, sem eru oft alþjóðleg eru í raun orðin hættu­leg lýðræðinu af því að þau vilja bara þagga niður í fólki sem er ekki sátt við þessa þróun og vill breyt­ing­ar. Yf­ir­menn þessarra fyr­ir­tækja eru svo farn­ir að nota svipað tungu­mál og emb­ætt­is­menn og það eru merki um ákveðinn samruna milli risa­fyr­ir­tækja og hins op­in­bera. Það er eitt það hættu­leg­asta sem ger­ist og ein al­var­leg­asta mynd­birt­ing fas­isma þegar stór­fyr­ir­tæki og póli­tíska valda­kefið sam­ein­ast og tal­ar sama máli gagn­vart al­menn­ingi. Það eru í gangi marg­ar ráðstefn­ur og fleira þar sem er verið að taka ákv­arðanir um að verja millj­örðum af skatt­fé borg­ar­anna í verk­efni sem eru bein­tein­gd alþjóðleg­um stór­fyr­ir­tækj­um. Þró­un­in bæði alþjóðlega og á Íslandi núna er sú að það er alltaf verið að færa valdið frá ein­stak­ling­um yfir til vald­hafa eða stofn­ana, sem jafn­vel eru ekki einu sinni í sama landi. Þannig er í raun verið að af­tengja eðli­lega lýðræðis­lega vald­dreif­ingu. Sag­an seg­ir okk­ur að við verðum að vera mjög vak­andi yfir þess­arri þróun og sporna við henni.”

Arn­ar Þór seg­ir að á vest­ur­lönd­um hafi á und­an­förn­um árum átt sér stað þróun þar sem ákveðinn fasismi sé byrjaður að festa ræt­ur. 

„Það er mjög sterk­ur und­ir­tónn fas­isma í gangi í sam­fé­lag­inu núna. Það er hóp­h­yggja í gangi sem er með mjög lítið þol fyr­ir efa og and­stæðum skoðunum. Það er eng­in stemmn­ing fyr­ir því að þú sem ein­stak­ling­ur leyf­ir þér að vera sjálf­stæður og ef­ast um það sem hóp­ur­inn er að hugsa. Það má finna þessa þróun bæði á hægri og vinstri vængn­um og hlut­un­um er stýrt upp mjög svart hvít­um og ekki mikið um sam­töl þar sem blæ­brigðin eru rædd. Það er alið mikið á ótta á þeim tím­um sem við lif­um núna og með því að hræra í pott­um ótt­ans er fólk fengið inn í fylk­ing­ar. Við sjá­um þetta bæði á vett­vangi stjórn­mál­anna og líka í fjöl­miðlun­um. Ég vil hafa trú á fólki og ein­stak­ling­um og að við get­um talað okk­ur sam­an inn í niður­stöðu með því að rök­ræða ólík­ar skoðanir,“ seg­ir Arn­ar Þór, sem hvet­ur fólk til þess að hafa hug­rekki til að elta sinn eig­in sann­leika:

„Það ger­ast ein­hverj­ir töfr­ar þegar maður slepp­ir ör­ygg­inu og elt­ir hlut­verk sitt og þorir að segja sann­leik­ann. Ég hef fengið mjög mikið af þögl­um stuðningi fyr­ir að þora að tjá skoðanir sem fæst­ir þora að tjá op­in­ber­lega. Ég hef ekki tölu á stuðnings­skila­boðum frá fólki sem er sam­mála mér, en seg­ist ekki vilja tjá sömu skoðanir op­in­ber­lega. Þó að ég sé varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er mér ekki leng­ur mikið hleypt að borðinu. Al­mennt er mjög lít­il stemmn­ing fyr­ir fólki sem vill rugga bátn­um. Ég er ekki viss um að mér verði nokk­urn tíma hleypt að aft­ur, en það er líka allt í lagi. Við töl­um mikið um að fagna fjöl­breyti­leik­an­um, sem er frá­bært. En fjöl­breyti­leik­inn hlýt­ur að þýða að all­ir megi tjá sinn sann­leika og við raun­veru­lega vilj­um fjöl­breyti­leika og fjöl­breytt­ar skoðanir,“ seg­ir Arn­ar. 


Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda