Hvernig er hægt að vinna í nándinni eftir krabbameinsmeðferð?

Áslaug Kristjánsdóttir segir að töfralausnir virki ekki þegar kemur að …
Áslaug Kristjánsdóttir segir að töfralausnir virki ekki þegar kemur að kynlífi. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjáns­dótt­ir hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem greind­ist með krabba­mein og finn­ur hvernig það hef­ur haft áhrif á hjóna­bandið. 

Sæl Áslaug,

Ég greind­ist með krabba­mein fyr­ir nokkru síðan og fór í lyfjameðferð. Það er eins og bilið á milli mín og manns­ins míns hafi breikkað. Það er eins og við séum bæði hrædd við nánd eft­ir veik­ind­in. Áttu ein­hver ráð fyr­ir okk­ur?

Kær kveðja, 

LK

Áslaug er höfundur bókarinnar Lífið er kynlíf.
Áslaug er höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf.

Sæl­ar,

Það er al­gengt að fólk sé hrætt við nánd eft­ir al­var­leg veik­indi eins og krabba­mein. Þegar fólk veikist þá breyt­ist lík­lega allt í ástar­sam­bandi um tíma. Ég sé þetta sem svo að alla jafna er fólk jafn­ingj­ar í sínu par­sam­bandi og vill vera það. Þegar krabba­mein kem­ur til sög­unn­ar þá rask­ast jafn­vægið sem gjarn­an er ósýni­legt í sam­band­inu. Í upp­hafi sam­bands kem­ur par á jafn­vægi sem hent­ar því. Í veik­ind­um get­ur þú ekki sinnt þínu í þessu jafn­vægi eins og áður, sem er eðli­legt í þess­um aðstæðum. Fólk sem ég hef hitt og hef­ur greinst með krabba­mein finnst þetta erfiður part­ur af veik­ind­un­um. Jafn­vel hef ég heyrt að það að geta ekki það sem þú gast áður sé það erfiðasta við veik­ind­in.

Al­gengt er að maki fari að vernda og vill jafn­vel ekki leggja neitt á þann veika. Hann hætt­ir gjarn­an að reyna við veika mak­ann af til­lit­semi. Hann er ekk­ert að sýna kyn­ferðis­leg­an áhuga á þess­um tíma frek­ar en að biðja þig að fara út og moka snjó­inn. Ein­hverra hluta vegna er oft litið á það sem álag að vera náin, snert­ast og stunda kyn­líf. 

Í lyfjameðferðum er kyn­líf stund­um það sísta sem fólk hugs­ar um. En lang­ar samt í nánd, ást og um­hyggju. Þegar pör hætta að stunda kyn­líf verður eins og ást og um­hyggja og lík­am­leg nánd sé of mik­il áminn­ing um kyn­líf að fólk slepp­ir þessu öllu sam­an.

Í þau ár sem ég hef unnið með krabba­meins greind­um, bæði í Krabba­meins­fé­lag­inu og Ljós­inu, hef ég ráðlagt fólki að iðka nakta nánd. Nak­in nánd er æf­ing­in fyr­ir pör. Þið takið frá tíma, ber­háttið ykk­ur og legg­ist sam­an upp í rúm. Þar liggið þið um stund, húð í húð. Liggja hlið við hlið, bringu að bringu eða í skeið, allt er gott og þið verið að finna hvað hent­ar hverju sinni. End­ur­gjöf­in sem ég hef fengið er að þetta sé hjálp­leg leið til þess að upp­lifa nánd á tím­um sem kyn­líf er ekki kost­ur. Meira að segja virðist þetta auðvelda pör­um leiðina að kyn­lífi á ný þegar veik­ind­in verða bæri­legri og þegar bata er náð. 

Ef þetta geng­ur vel og þið finnið að þið eruð til­bú­in í meira en að liggja nak­in sam­an þá er best að fikra sig áfram og gefa sér tíma. Sam­far­ir eru oft stærsti hjall­inn og því er gott að muna að aðrar kyn­lífs­at­hafn­ir eru líka til. Krabba­meinsmeðferðir hafa gjarn­an slæm áhrif á slím­húðir og þá er gott að hafa sleipi­efni við hönd­ina. Passa þarf að sleipi­efnið inni­haldi ekki sykr­ur því þegar slím­húðin er varna­lít­il þá eiga svepp­ir og bakt­erí­ur greiðari aðgang til vaxt­ar á henni. Ef þú berð sykr­ur á kyn­fær­in þá ertu að bjóða sveppn­um í mat, því hann lif­ir á sykri. Ekki gera það.

Annað ráð sem ég hef séð virka vel er að taka sér frí frá því að vera með krabba­mein. Ég veit vel að það er ekki hægt í raun en það má ímynda sér ým­is­legt. Fólk ákveður þá að fara á stefnu­mót og gera eitt­hvað skemmti­legt, í takt við það sem heils­an leyf­ir. En öllu tali um krabba­meinið, meðferðina eða framtíðina er sleppt. Það að hafa gam­an sam­an hef­ur já­kvæð áhrif á ástar­sam­bönd og jafn­vel kyn­líf. Þannig get­ur sam­ver­an orðið eins og víta­mínsprauta fyr­ir sam­bandið.

Kveðja, 

Áslaug 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Áslaugu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda