Theodór leysir lífsgátuna: Smitaðist af kynsjúkdóm og veit ekki hvað skal gera

Theodór Francis Birgisson segir það alrangt að öll pör haldi …
Theodór Francis Birgisson segir það alrangt að öll pör haldi framhjá hvort öðru. Samsett mynd

Theo­dór Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni svara spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem fékk kyn­sjúk­dóm vegna fram­hjá­halds en hún veit ekki hvort það er mak­inn sem smitaði hana eða föður­bróðir hans sem hún er líka búin að vera með.

Hæ hæ, 
 
Ég og maður­inn minn erum búin að vera sam­an í 12 ár. Ný­lega fór ég í skoðun hjá kvenna­sjúk­dóma­lækni þar sem kem­ur í ljós að ég er með kla­mydíu. 
Ég veit að hann hef­ur verið að halda fram­hjá en það er bara vegna þess að ég hélt fram­hjá hon­um með föður­bróður hans fyr­ir 3 árum. Hann er bara svo lang­ræk­inn að hann hef­ur ekki fyr­ir­gefið það og ef ég á að vera heiðarleg við sjálfa mig þá á hann þetta al­veg inni. 
 
En núna veit ég ekki hvort að föður­bróðir hans gaf mér kla­mydí­una eða maður­inn minn og ég vil ekki segja hon­um að er viti af öll­um ungu stelp­un­um sem hann er að sofa hjá, ég veit að þetta er bara tíma­bil sem öll hjón ganga í gegn­um „eins og árstíðirn­ar nema framtíðirn­ar“. Það er auðvitað líka bara þannig að all­ir sem verið hafa í lang­tíma sam­bandi halda fram­hjá, pör leita alltaf út fyr­ir sam­bandið þegar sam­bands­leiðinn ger­ir vart við sig. Það er auðvitað bara holt fyr­ir sam­bandið að sam­visku­bitið minni mann á að af hverju maður elsk­ar mann­eskj­una og fólk vill al­mennt helst ekki særa mann­eskj­una að óþörfu. 
 
En núna er vand­inn að ég veit ekki hvernig ég get rætt þessa kla­mydíu við hann. Hvernig ætti ég að ræða þetta eða ætti ég bara að sleppa því? 
 
Kveðja og með von um svör,

XXX 

 

Sæl og blessuð XXX.  

Mig lang­ar að byrja á að leiðrétta mis­skiln­ing sem ég les úr spurn­ingu þinni. Það er alls ekki þannig að all­ir haldi fram­hjá og að það sé eðli­leg­ur þátt­ur í öll­um sam­bönd­um. Það er held­ur ekki hollt né upp­byggj­andi fyr­ir sam­bönd að halda fram­hjá og það er afar hættu­leg og ólík­leg leið til að styrkja sam­bönd. Vissu­lega eru marg­ir sem hafa haldið fram­hjá sem hafa náð að gera sam­band sitt mun betra eft­ir fram­hjá­hald þar sem þeir sjá bet­ur hvað þeir áttu og vilja sinna því enn bet­ur en þeir gerðu áður.

Það sama á við þá sem lifa af lífs­hættu­lega sjúk­dóma, eins og til dæm­is heila­æxli, þeir meta lífið mun meira en þeir gerðu fyrr. Það er samt ekki góð leið til að læra að meta lífið að fá heila­æxli. Varðandi kla­mydí­una þá þarftu fyrst að gera upp hug þinn um hvort þú og þið ætlið að láta það vera eðli­leg­an þátt í sam­bandi ykk­ar að halda fram­hjá.

Ef það verður ofaná skipt­ir engu máli hvort þú seg­ir hon­um frá því eða ekki. Það eru þá hvort sem er fullt af leynd­ar­mál­um í sam­band­inu og eitt leynd­ar­mál til eða frá breyt­ir engu. Það er samt rétt að taka fram að þeir fræðimenn sem mest hafa rann­sakað par­sam­bönd og fram­hjá­höld (t.d. Esther Perel og John Gottman) eru ein­huga um að leynd­ar­mál eiga aldrei að vera til í par­sam­bönd­um. Ég myndi því ráðleggja ykk­ur að hætta öll­um þreif­ing­um með öðrum en ykk­ur sjálf­um og minni á að grasið er ekk­ert grænna hinum meg­in, það er grænna þeim meg­in sem þú vökv­ar það. Með von um að þetta hjálpi.

Kær kveðja,

Theo­dór

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dór spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda