Makinn fær ekki lán vegna skuldar eiginkonunnar

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Tóm­as Jóns­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem spyr hvers vegna mak­inn fái ekki lán vegna henn­ar skulda­stöðu. 

Dag­inn,

þannig er mál með vexti að ég er með gamla skuld sem ég er að greiða niður mánaðarlega. Maki minn er í viðskipt­um við sama banka og ég er með þessa skuld, hann er með gott láns­hæf­is­mat og sitt í skil­um. Má bank­inn neita hon­um um frek­ari út­lán, t.d yf­ir­drátt á þeim for­send­um að maki hans skuldi bank­an­um (frek­ar lág upp­hæð, sem er verið að greiða niður).

Kveðja, 

BN

Sæl. 

Takk fyr­ir spurn­ing­una.

Bönk­um og öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um er skylt að meta út­lána­áhættu sína sjálf­stætt og eng­in laga­regla skyld­ar þau til þess að veita viðskipta­manni sín­um frek­ari út­lán. Þannig að stutta svarið við spurn­ingu þinn er; já, bank­an­um er það heim­ilt. En fjár­mála­fyr­ir­tækj­um er að sjálf­sögðu skylt að starfa í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti, þ.m.t. að hafa hags­muni viðskipta­vina sinna að leiðarljósi, og hægt að bera álita­efni um það und­ir sér­staka úr­sk­urðar­nefnd.

Kær kveðja, 

Tóm­as Jóns­son lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tóm­asi og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda