Kærasti móður leitar ráða vegna dóttur hennar

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur hjá Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu manni sem á í vand­ræðum með stjúp­dótt­ur sína því hún geðjast ekki að hon­um. 

Sæl,

Ég var byrja með þess­ari magnaðri konu sem á þrjú börn. Þar af eina dótt­ur. 

Allt byrjaði rosa fínt á milli okk­ar dótt­urn­ar, en núna ör­fá­um mánuðum seinna er hún hætt að tala við mig. Hún lít­ur und­an eða vill helst ekki vera í sama her­bergi og ég. Ég skil ekki al­veg hvað hef­ur gerst. Eng­inn í fjöl­skyld­unni skil­ur þetta.
Ég og mamma henn­ar meg­um held­ur ekki gista sam­an, þá fer allt í háloft. 

Ég hef ekk­ert verið nema al­menni­leg­ur og kurt­eis við hana. Og ég og mamma henn­ar erum rosa ást­fang­in af hvort öðru, og leit­um því allra ráða til geta lagað þetta. Hvað er til ráða?

Kveðja, 

SF

Vika Straw­berrika/​Unsplash

Sæll.

Það get­ur oft verið flókið að sam­eina fjöl­skyld­ur, með öll­um þeim breyt­ing­um og áskor­un­um sem því fylg­ir. En það er vel hægt og mik­il­vægt að hafa virðingu, traust og þol­in­mæði að vopni í því ferli.

Breyt­ing­ar hafa áhrif á alla, en mis­mik­il áhrif, flest börn þurfa sinn tíma til að aðlag­ast breytt­um aðstæðum, hvort sem það er að flytja, byrja í nýj­um skóla eða kynn­ast nýj­um maka hjá mömmu eða pabba.

Sum börn eiga mjög erfitt með breyt­ing­ar og er það al­gengt með börn á ein­hverfuróf­inu, því þarf að gefa þeim börn­um all­an þann tíma sem þau þurfa. Dótt­ir henn­ar upp­lif­ir ef til vill að þurfa núna að deila at­hygli móðir sinn­ar með öðrum (þér) sem hún var kannski ekki vön að gera fram­an af og kannski ótt­ast hún að missa tengsl við móður sína og upp­lif­ir sig út und­an. Sem leiðir til þess að hún fer að reyna að stjórna, hunsa þig, ósátt að þið gistið sam­an og reyn­ir all­ar mögu­leg­ar leiðir til þess að halda mömmu heima og ýta þér frá.

Mik­il­vægt er að þú haf­ir í huga að þessi hegðun stelp­unn­ar staf­ar að flestu ef ekki öllu leyti af óör­yggi henn­ar með stöðu sína í breytt­um aðstæðum en ekki að því að henni líki illa við þig. Mín­ar ráðlegg­ing­ar til ykk­ar er að vera þol­in­móð, breyt­ing­ar taka tíma og eiga að taka tíma, það er ekki gott fyr­ir börn og ung­linga ef breyt­ing­ar eru gerðar á ógn­ar­hraða. Haltu áfram að sýna henni áhuga, virðingu og kær­leika, reyndu að finna út hver áhuga­mál­in henn­ar eru og hvað henni finnst skemmti­legt að gera. Þú get­ur reynt að nálg­ast hana út frá því, en svo er líka mik­il­vægt að eins og ég segi að gefa henni tíma. Hún mun von­andi taka þig í sátt á end­an­um. Það er líka gott að gefa henni svig­rúm sem hún þarf til að aðlag­ast öll­um þess­um breyt­ing­um. Ekki reyna of mikið, en það get­ur verið fín lína þarna á milli.

Einnig er mik­il­vægt að mamma henn­ar setji henni mörk, leyfi henni ekki að stjórna t.d. hvort þú gist­ir og hvort hún fari að hitta vin­kon­ur sín­ar. Börn­um hent­ar oft fyr­ir­sjá­an­leiki og skipu­lag, það gæti hentað henni ef þið setjið upp skipu­lag, hvenær t.d. mamma er að fara í burtu eða þú að koma í heim­sókn. Einnig er mik­il­vægt að hún og mamma henn­ar eigi sam­an gæðastund­ir bara þær tvær og einnig þið þrjú sam­an þegar fram líða stund­ir. Þá er einnig mik­il­vægt að bera virðingu fyr­ir til­finn­ing­um stelp­unn­ar og að mamma henn­ar gefi sér að henni og hlusti á það sem hún hef­ur að segja varðandi sína líðan.

Einnig lang­ar mig að benda þér á að tala við Val­gerði Hall­dórs­dótt­ur sem er með fyr­ir­tækið Stjúptengsl. Þar getið þið leitað eft­ir nán­ari ráðgjöf og inn á vefn­um er ýmis fróðleik­ur sem hægt er að lesa. Hægt er að fá ein­stak­lings­ráðgjöf, para – og eða fjöl­skylduráðgjöf.

Gangi ykk­ur sem allra best,

Tinna Rut sál­fræðing­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda