Ekki lenda á girðingunni

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um hug­ar­far í nýj­asta pistli sín­um á Smartlandi. Hann seg­ir að fólk þurfi að ein­beita sér að ár­angr­in­um sem það ætl­ar að ná ef það ætl­ar að ná hon­um. 

Það eru tvær leiðir til að tak­ast á við vanda­mál. Önnur veld­ur því að allt verður auðvelt og fólk hóp­ast sam­an við að leysa það. Hin leiðin (sem er al­geng­ari) er hræðslan við að mistak­ast. Í báðum til­fell­um er drif­kraft­ur og í báðum til­fell­um ræðst fólk að vanda­mál­inu, en með al­gjör­lega sitt­hvora sýn­ina.

Ef andi vinnustaðar eða aðstæðna er þannig að fólk er drifið áfram af hræðslu við að mistak­ast, þá verður það var­kárt og hrætt við að taka ákv­arðanir. Aðrir eru ekki eins áhuga­sam­ir um að aðstoða við lausn­ina og lík­urn­ar á góðri lausn minnka veru­lega. Ef andi vinnustaðar eða aðstæðna snýst um gleðina við að verk­efni heppn­ist, þá er fólk óhrætt að taka ákv­arðanir og sæk­ist eft­ir því að vera með í að leysa verk­efnið. Lík­ur á að málið leys­ist aukast veru­lega.

Simon Ma­age/​Unsplash

Sum­ir myndu segja að þetta væri mun­ur­inn á bjart­sýni og svart­sýni. En þetta er samt ekki það sama, þó þetta séu vissu­lega skild­ir hlut­ir.

Þar sem bannað er að gera mis­tök og fókus­inn er ávallt á mis­tök­in verður til menn­ing þar sem drif­kraft­ur­inn snýst um að gera ekki mis­tök. Í sum­um til­fell­um er um líf og dauða að tefla og fólk tel­ur það borga sig að drif­kraft­ur­inn snú­ist um að gera ekki mis­tök. Einnig er oft um að ræða verk­efni þar sem mögu­leik­inn er aðeins einn og allt und­ir. Ef það mistekst, þá er allt búið. Þá er þessi menn­ing einnig skilj­an­leg. En samt verður hún til þess að auka lík­ur á mis­tök­um, eða leiðir til ákvörðun­ar­fælni og hik, sem eru mis­tök í sjálfu sér.

Þessi mennig er oft veru­lega hamlandi, því fólk sem er drifið áfram af hræðslu við mis­tök ger­ir ekki neitt – af því þá ger­ir það eng­in mis­tök. En að gera ekki neitt eru að sjálf­sögðu mis­tök. Mis­tök eru hluti af líf­inu og hluti af öll­um fram­förum. Ef fólk er drifið áfram af gleðinni við að tak­ast vel upp, þá get­ur það gert eitt­hvað stór­kost­legt.

Ég var eitt sinn í þannig aðstæðum að það var stöðugt verið að minn­ast á það sem illa var gert en aldrei hrósað fyr­ir það sem vel var gert. Niðurstaðan gagn­vart mér sjálf­um var að eft­ir eitt ár gat ég ekki gert neitt, öll gleði var horf­in og ef­inn hafði náð tök­um á mér. Þetta gerðist hægt og ró­lega á löng­um tíma, svo­lítið eins og hjá hum­arn­um sem var í pott­in­um sem hitnaði jafnt og þétt þangað til fór að sjóða. Ég vissi ekki að ég væri að kafna fyrr en ég var orðin svo hrædd­ur við að mistak­ast að ég þorði ekki að gera neitt. Það var búið að sá ef­an­um í haus­inn á mér og ég var orðin hrædd­ur. Ég var ekki eins viss um að mér myndi tak­ast vel upp og ég var áður. Ekki óal­g­ent með íþrótta­fóllk sem er að spila fyr­ir þjóð sína eða söngv­ara sem eru að fara í Eurovisi­on á tím­um sam­félgs­miðla þar sem all­ir eru sér­fræðing­ar og umræðan er veru­lega óvæg­in.

Að ein­beita sér að því að verk­in munu heppn­ast en ekki mistak­ast er afstaða sem ég tel vera eina þá mik­il­væg­ustu til að ná ár­angri. Í vinnu, í íþrótt­um, í viðskipt­um, skóla, í sam­skipt­um og bara í líf­inu sjálfu. Það þýðir ekki að maður geti gengið um dreym­inn og óá­byrg­ur. Það þýðir bara að drif­kraft­ur­inn á að vera gleðin við að tak­ast ætl­un­ar­verkið. Ef við náum því, þá er hægt að skora. Ef drif­kraft­ur­inn er ótt­inn við mis­tök, þá eru meiri lík­ur á að skjóta fram­hjá. Því þá erum við far­in að ef­ast.

Þau sem eru drif­in áfram af gleðinni við að tak­ast vel upp elska að glíma við vanda­mál. Því þau verða bjart­sýn og hlakka til gleðinn­ar sem fylg­ir því að leysa mál­in. En þeir sem eru drifn­ir áfram af því að gera ekki mis­tök finna fyr­ir kvíða við að tak­ast á við vanda­mál. Því hræðslan við að gera mis­tök býr ekki til eftr­vænt­ingu við að tak­ast á við verk­efnið. Dæmi um þetta er svo­kallaður prófskrekk­ur, sem marg­ir eru þjakaðir af. Þar tek­ur kvíðinn völd­in sem minnk­ar veru­lega lík­urn­ar á því að ná próf­inu. Eða fólk sem fer í at­vinnu­viðtal með þá hug­mynd að gera eng­in mis­tök til að missa ekki af starf­inu í stað þess að mæta til að land­a­starf­inu og fá þar af leiðandi vinn­una.

Ég man þegar ég var að byrja í fall­hlíf­a­stökki þá sagði Þór Jón sem var að kenna mér: „Þegar þú hef­ur opnað fall­hlíf­ina og sérð girðingu, ekki horfa á girðing­una því þá lend­irðu á henni. Horfðu á staðinn sem þú ætl­ar að lenda á en ekki þann sem þú ætl­ar ekki að lenda á.“ Það voru góð ráð og ég lenti aldrei á girðingu. Og þetta ráð á við um allt í líf­inu. Þegar ég stökk út úr flug­vél­inni hugsaði ég um hvernig ég ætlaði að hreyfa mig á leiðinni niður og hvar ég ætlaði að lenda – en ekki hvort ég myndi klúðra því að opna fall­hlíf­ina og hvar ég ætlaði ekki að lenda. Það hefði verið mjög aftrandi.

Ef maður ein­beit­ir sér að ár­angr­in­um sem maður ætl­ar sér að ná, þá eru meiri lík­ur á að ná hon­um. Ekki ein­beita þér að því hvert þú ætl­ar ekki, því þá end­arðu þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda