Kærastinn er ótrúlega lélegur í rúminu

Kærastan er ekki ánægð elskhuga sinn.
Kærastan er ekki ánægð elskhuga sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 26 ára göm­ul kona og hef verið í sam­bandi með fyrsta kær­asta mín­um í tíu mánuði en hann er þrítug­ur. Ég er mjög hrif­in af hon­um en kyn­lífið er al­gjör­lega ófull­nægj­andi,“ skrifaði kona sem leitaði ráða hjá kyn­lífs­sér­fræðingi Men's Health. Kon­an lýsti því meðal ann­ars hvernig all­an for­leik vantaði í kyn­lífið og alla kossa. Hún sagðist hafa reynt að senda kær­ast­an­um grein­ar um for­leik, beðið hann um að hægja á sér og gera ým­is­legt sem henni finnst gott en ekk­ert hef­ur breyst. 

„Ég finn aðeins unað og fæ full­næg­ingu þegar ég nota titr­ara ein. Að und­an­förnu hef ég reynt að forðast að hann snerti mig, ég hef verið pirraðri og gúglað hversu mik­il­vægt kyn­líf er í sam­bönd­um. Að und­an­förnu hef ég hugsað um að hætta með hon­um vegna þess hversu slæmt kyn­lífið er. Ég veit ekki hvað ég að gera.“ 

Skiptir kynlífið máli?
Skipt­ir kyn­lífið máli? Ljós­mynd/​Colour­box

Kyn­lífs­sér­fræðing­ur­inn seg­ir að allt bendi til þess að kon­an viti hvað hún eigi að gera, hún vilji hins veg­ar ekki viður­kenna það fyr­ir sjálfri sér. „Þú þarft að hætta með hon­um,“ svar­ar hann kon­unni.

„Ímyndaðu þér heim þar sem þú hætt­ir ekki með hon­um. Viltu vera með hon­um eft­ir tíu ár? 30 ár? Færðu ekki kvíðak­ast eða verður þú ekki brjáluð við hug­mynd­ina? Ég held að helsta ástæða þess að sért ekki hætt með hon­um sé sú að hann er fyrsti kærast­inn þinn.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda