Kynlífsstellingar sem auka unaðinn á Konudaginn

Hvernig ætlar þú að gleðja konuna á Konudaginn?
Hvernig ætlar þú að gleðja konuna á Konudaginn? Ljósmynd/Unsplash

Konu­dag­ur­inn, dag­ur til­einkaður kon­um lands­ins, er á morg­un, sunnu­dag. Marg­ir nýta tæki­færið og gera vel við kon­una í lífi sínu, bæði í orði og verki, en dag­ur­inn end­ar oft á eld­heit­um nót­um í svefn­her­berg­inu. Hér eru nokkr­ar stell­ing­ar sem færa unaðinn á annað stig fyr­ir hana.

Þröng trú­boðastell­ing

Trú­boðastell­ing­in er án efa sú stell­ing sem flest­ir þekkja, enda ein­föld og klass­ísk. Í þröngri trú­boðastell­ingu ligg­ur kon­an á bak­inu og dreg­ur hnén að sér. Það get­ur reynst gott að nota kodda til að gera þetta sem þægi­leg­ast og ánægju­leg­ast. Kost­ir þess­ar­ar stell­ing­ar eru að hún gef­ur gott tæki­færi á örvun á sníp og kon­an er í af­slappaðri stell­ingu og fær að njóta sín.

Stand­andi

Bæði standa, þar sem mak­inn kem­ur sér fyr­ir annað hvort aft­an frá eða fram­an á. Er stell­ing­in sögð góð ekki aðeins vegna þess að auðvelt er að örva sníp­inn held­ur býður hún upp á mikla nánd og augn­sam­band.

Inn­koma aft­an frá

Kon­an er á fjór­um fót­um og mak­inn fer inn aft­an frá. Þessi stell­ing, bet­ur þekkt sem hunda­stell­ing, er góð að því leyti að getnaðarlim­ur­inn kemst mjög djúpt og eyk­ur örvun á g-blett­in­um. Það er mik­il­vægt að leyfa kon­unni að ráða ferðinni, en var­ast þarf að fara of djúpt. Þetta er góð stell­ing fyr­ir þær sem þjást af bak­verkj­um.

Skeiðin

Skeiðarstell­ing­in er mjög vin­sæl. Parið ligg­ur þétt sam­an í svo­kallaðri „kúr­stell­ingu“. Mak­inn fer inn aft­an frá og get­ur örvað sníp­inn með hönd­un­um. Stell­ing­in býður upp á mikla lík­am­lega snert­ingu sem eyk­ur nánd og tengsl. Nota­legt er að sofna í þess­ari stell­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda