Íslenskur karl leitar ráða vegna leiðinlegrar eiginkonu

Theodór Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann …
Theodór Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá Jóni sem er orðinn svo leiður á eiginkonu sinni. Samsett mynd

Theo­dór Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni fjöl­skyldu- og áfallamiðstöð svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá leiðum eig­in­manni sem leit­ar ráða. 

Sæll Theo­dór! 

Ég er bú­inn að vera kvænt­ur kon­unni minni í 25 ár. Við eig­um þrjú börn en við ákváðum að eign­ast þriðja barnið þegar smá þreyta var komið í sam­bandið. Þetta er allt eft­ir bók­inni hjá okk­ur! Það hressti okk­ur við um tíma en núna er allt svo­lítið farið að súrna. Stóru  börn­in eru kom­in yfir tví­tugt og ég get svo sem ekki sagt að þau séu mikl­ir skemmtikraft­ar. Þau eru frek­ar leiðin­leg. 

Auðvitað elska ég kon­una mína en hún er líka orðin fer­lega leiðin­leg. Ef hún er ekki að skipa mér og krökk­un­um fyr­ir eða röfla yfir því að ein­hver setti kló­sett­set­una ekki niður eða þurrkaði af borðplöt­un­um í eld­hús­inu, þá er hún að tala illa um vinnu­fé­laga sína og kem­ur með nastí at­huga­semd­ir um fólk sem við þekkj­um varla. Hún hat­ar til dæm­is alla áhrifa­valda en hang­ir samt á In­sta­gram öll­um stund­um þegar við erum heima. 

Eitt lítið dæmi: 

For­eldr­ar mín­ir eru orðnir gaml­ir og hún meik­ar ekki að heim­sækja þau því henni finnst svo vond lykt heima hjá þeim. 

Ég er að velta fyr­ir mér hvað ég geti gert. Mest lang­ar mig bara að vera með vin­um mín­um, drekka bjór með þeim og horfa á leiki á Ölveri. Ég veit hins­veg­ar að það er eng­in lausn. Get­ur þú ímyndað þér hvað er að herja á kon­una mína? Er þetta breyt­inga­skeiðið eða verða kon­ur bara svona með aldr­in­um? Eða er ég sjálf­ur orðinn svona hræðilega leiðin­leg­ur? Er al­gengt að heim­il­is­líf fimm manna fjöl­skyldu verði svona súrt?  

Kveðja, 

Jón. 

Getur verið að Jón sé á breytingaskeiðinu án þess að …
Get­ur verið að Jón sé á breyt­inga­skeiðinu án þess að átta sig á því? Mohamed Hamdi/​Unsplash

Sæll Jón og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Mér finnst þetta svo skemmti­legt bréf að ég hef enga trú á að þú sért sjálf­ur leiðin­leg­ur. Ég er reynd­ar alls ekki sann­færður um að all­ir í fjöl­skyld­unni séu svona leiðin­leg­ir, mér finnst mun lík­legra að þið hjón­in eigið það sam­eig­in­legt að líða ekki vel. Þið eruð langt frá því að vera eina parið sem reynið barneign­ir til að hressa upp á par­sam­bandið. Það eru til mun betri og ár­ang­urs­rík­ari leiðir til að gera sam­bandið betra. Mér finnst gott að heyra að þú elsk­ir kon­una þína ennþá. Það væri ótrú­lega gagn­legt fyr­ir þig að rifja upp „af hverju elska ég hana“? Þegar þú finn­ur svör við því væri gott að fara yfir í hug­an­um, „hversu oft segi ég henni það“? 

Ef svarið við því er að þú ger­ir það til dæm­is sjaldn­ar en einu sinni á dag þá ertu kom­inn með ótrú­lega spenn­andi verk­efni sem mun án nokk­urs efa breyta líðan kon­unn­ar þinn­ar. Ég skil vel að þig langi að eiga tíma með vin­um þínum og horfa á íþrótta­leiki og drekka gerjað vatn. Það er í raun mik­il­vægt í par­sam­bandi að eiga fé­lags­líf utan við sam­bandið, en það er líka gríðarlega mik­il­vægt að eiga líf með maka sín­um. Þar vakn­ar enn önn­ur spurn­ing „hvað myndi mig langa að gera með maka mín­um sem við erum ekki að gera núna“? Sem leiðir okk­ur að mik­il­væg­asta atriði par­sam­bands­ins, „eruð þið að tala sam­an“? Stærsta vand­mál í öll­um par­sam­bönd­um er að pör­in eru í raun ekki að tala sam­an. Það get­ur verið að var­ir beggja aðila hreyf­ist og sam- og sér­hljóðar flæði út en það þýðir ekki að um sé að ræða sam­ræður. Það get­ur allt eins verið tvenn­ar ein­ræður. Ein­ræður geta líka hljómað sem ær­andi þögn, en tvær ein­ræður eru ekki sam­ræður.  

Breyt­ing­ar­skeiðið er hluti veg­ferðar allra kvenna. Við strák­arn­ir upp­lif­um ekki all­ir breyt­ing­ar­skeiðið þó að það sé mun al­geng­ara en karl­menn oft gera sér grein fyr­ir. Ef til vill ert þú sjálf­ur á breyt­ing­ar­skeiðinu án þess að vita það. Það væri því gagn­legt fyr­ir þig að fara í blóðpruf­ur og láta mæla horm­óna­bú­skap þinn.  

Það er því miður al­gengt að par­sam­bönd súrni og þau gera það flest af sömu ástæðu; Fólk er ekki að tala sam­an. Ég hef áður sagt hér í svari við ann­arri spurn­ingu að grasið er ekki grænna hinum meg­in, það er grænna þeim meg­in sem það er vökvað. Bréfið þitt hljóm­ar eins og þið séuð löngu hætt að vökva ykk­ar garð. Þar myndi ég byrja. 

Ég vona að þetta hjálpi.

K.kv Theo­dór  

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dór spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda