Kynlífið snarminnkaði eftir að sambúðin hófst

Áslaug Kristjánsdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands.
Áslaug Kristjánsdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Samsett

Áslaug Kristjáns­dótt­ir, hjúkr­un­ar- og kyn­fræðing­ur og höf­und­ur bók­ar­inn­ar Lífið er kyn­líf, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá strák sem flutti inn með kær­ustu sinni en finnst hann og kær­ast­an ekki ganga í takt. Hvað er til ráða? 

Sæl Áslaug.

Það er um það bil ár síðan ég flutti inn með kær­ust­unni minni og við erum far­in að átta okk­ur á ýms­um vanda­mál­um. Eitt versta er að við erum ekki al­veg á sömu still­ing­unni og nú erum við eig­in­lega hætt að stunda kyn­líf. Við stunduðum mikið kyn­líf þegar við vor­um bara að hitt­ast. Mér finnst hins veg­ar gott að fara sofa fyr­ir tíu og vakna snemma og fara í rækt­ina. Hún er hins veg­ar næt­ur­hrafn og er stund­um ekki kom­in upp í rúm fyrr en klukk­an tvö. Við erum eig­in­lega aldrei sam­an uppi í rúmi.

Kv. Z

Áslaug er höfundur bókarinnar, Lífið er kynlíf.
Áslaug er höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Lífið er kyn­líf.

Elsku Z,

Þú lýs­ir sögu sem ég heyri á hverj­um degi. „Þegar við vor­um að hitt­ast var kyn­lífið spenn­andi en eft­ir að við flutt­um inn sam­an þá er eins og það sé í dauðaslitr­un­um“. Þetta er hræðileg saga og því er yf­ir­leitt ein­fald­asta skýr­ing­in sú sem verður ofan á. Svo held­ur sag­an áfram vegna þess að það er vandi að búa sam­an og fólk seg­ir „við erum of ólík­ar mann­eskj­ur til þess að samþætt­ast“. Þegar fólk geng­ur þess­ari skýr­ingu á vald end­ar sam­bandið gjarn­an eft­ir ein­hvern tíma. Hvenær það ger­ist fer svo­lítið eft­ir þol­in­mæði og aldri pars­ins.

En yf­ir­leitt þegar skýr­ing­ar eru ein­fald­ar og aug­ljós­ar ligg­ur meira að baki. Auðvitað verðum við leiðari á þeim sem við búum með en þeim sem við erum að hitta. Við tök­um þeim yf­ir­leitt frek­ar sem sjálf­sögðum hlut og það er ekki mjög spenn­andi. Að sama skapi sjá­um við sam­búðarfólk í flókn­ari mynd en það fólk sem við hitt­um bara. Við för­um að sjá flækj­urn­ar sem fylgja því að tengj­ast dýpri bönd­um og finn­um líka til ör­ygg­is í sam­band­inu því það er komið á annað stig. Öryggi í of miklu magni er yf­ir­leitt ekki sér­lega gott fyr­ir lang­líft og spenn­andi kyn­líf. En lík­lega verður kyn­líf óþægi­legt og jafn­vel hræðilegt ef ör­yggið er í of litlu magni. 

Verk­efnið ykk­ar er að skapa jafn­vægi milli ör­ygg­is og áhættu í sam­band­inu og kyn­líf­inu. Það krefst mun meiri sköp­un­ar að stunda kyn­líf í lang­tíma­sam­bandi og sam­búð en í til­huga­lífi. Margt sam­búðarfólk sem farið hef­ur í gegn­um þetta á und­an ykk­ur hef­ur gefið fræðifólki inn­sýn í hvað virk­ar og hvað ekki. Eitt af því er að fara áfram á stefnu­mót þrátt fyr­ir að við get­um al­veg hist bara heima. Annað er að stunda nýj­ung­ar í kyn­lífi þrátt fyr­ir að við get­um al­veg gert það sama í hvert skipti. Öll pör virðast þríf­ast best þegar jafn­vægi er milli hvers­dags­leik­ans og æv­in­týra. Það er ykk­ar að finna hvar það jafn­vægi ligg­ur hjá ykk­ur. Það krefst þess að þið getið talað sam­an. 

Hitt atriðið sem þú nefn­ir með svefn­tím­ann hef ég heyrt oft­ar en ég hef tölu á. Ein­hvern tím­ann æxlaðist það þannig að fólk fór að sofa sam­an fyr­ir svefn­inn. Það er að öll­um lík­ind­um tengt lifnaðar­hátt­um okk­ar á þessu skeiði mann­kyns­sög­unn­ar frek­ar en ein­hverj­um nátt­úru­leg­um takti. Það góða við þessa hug­mynd er að við get­um al­veg leikið á hana. Það er í raun það sem málið snýst um en ekki að þið séuð á sitt­hvorri still­ing­unni. Þið þurfið að end­ur­hugsa þetta ef þið viljið að kyn­lífið lifi sam­búðina af. Þið þurfið að ákveða hvenær er hent­ugt að sofa sam­an því það er greini­lega trufl­andi að reyna tengja það svefn­tíma ykk­ar.

Til þess að læra meira um hvernig er hægt að búa með öðru fólki og láta sam­bandið blómstra mæli ég með að þið lesið bók sem ég skrifaði og gaf út í fyrra. Hún heit­ir Lífið er kyn­líf.

Ef þið viljið hitta mig og eiga eitt sam­tal við mig ykk­ur að kostnaðarlausu er ég að fara af stað með hlaðvarp þar sem ég hitti fólk í eitt skipti í ráðgjöf og tek það upp. Ég mun svo nota efnið úr upp­tök­unni í hlaðvarpsþátt þar sem fólk er ekki per­sónu­grein­an­legt en rödd þess mun heyr­ast. Ef þú hef­ur áhuga á að vita meira um hlaðvarpið máttu senda póst á HÉR. 

Kær kveðja,

Áslaug

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Áslaugu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda