75 ára og dýrkar að vera hættur að vinna

75 ára gamall maður er hættur að vinna og elskar …
75 ára gamall maður er hættur að vinna og elskar það. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá 75 ára göml­um manni sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann sé eitt­hvað skrýt­inn því hann elsk­ar að vera hætt­ur að vinna. 

Sæl,

Nú var ég að renna yfir 75 ára ald­ur­inn. Síðustu árin á vinnu­markaðinum beið ég eft­ir að hætta öllu streði, verð að viður­kenna að mér hef­ur sjald­an liðið bet­ur. Hætti um leið og 67 ára af­mæl­is­dag­ur­inn rann upp. Fannst þó oft gam­an í vinn­unni. Gat þá farið að sinna mín­um áhuga­mál­um, barna­börn­un­um og fleira. Kon­an er enn að vinna og ég einn heilu dag­ana, vik­urn­ar og er bara ánægður.

Nú var ég að lesa grein­ina frá ein­hverj­um B.

Það er mín reynsla gegn­um lífið, að þegar maður hef­ur „reist sér hurðarás um öxl“, komið sér í vand­ræði með því að ætla sér of erfitt verk­efni er eina og besta ráðið að hætta því. Ég hefði sagt þess­um B að fara nú að „gíra niður“, að fara nú að rifa segl­in, og taka þau al­veg niður og hætta lífs­ins streði. Það kem­ur hvort sem er að því og fara að njóta lífs­ins. Er ég eitt­hvað skrýt­inn að finn­ast þetta? 

Kveðja, 

STH

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæll STH.

Það skemmti­lega við lífið og til­ver­una er fjöl­breyti­leik­inn og ólík­ar þarf­ir ein­stak­ling­anna sem þar lifa. Við erum jafn ólík og við erum mörg, það sem hent­ar ein­um hent­ar ekki endi­lega öðrum. Mér þykir vænt um að heyra að þú haf­ir verið til­bú­inn til þess að hætta að vinna, hafi liðið vel með það og að þú sért að njóta lífs­ins í dag. Það er mik­il­vægt, að vera sátt­ur við sitt hlut­skipti og sína stöðu. Aðstæður fólks eru mis­mun­andi og nær ómögu­legt að segja ein­stak­ling­um hvað þeir eigi að gera. Sum­um finnst erfitt að hætta að vinna vegna ald­urs, aðrir geta ekki hætt að vinna á ákveðnum aldri og ástæður fyr­ir því geta verið mis­mun­andi, til dæm­is fjár­hags­leg­ar eða ef til vill af öðrum toga.

Þegar árin fær­ast yfir þá get­ur verið gott að skoða sína stöðu, reyna að áætla (setja sér mark­mið) um það hversu lengi viðkom­andi ætl­ar að vera á vinnu­markaðnum, ætl­ar hann að minnka við sig vinnu smátt og smátt eða hvernig sér viðkom­andi þetta fyr­ir sér. Því eins og þú seg­ir þá kem­ur að þeim tíma­punkti að ein­stak­ling­ar hætti að vinna vegna ald­urs, það er óhjá­kvæmi­legt. Þá gæti einnig verið skyn­sam­legt að setja sér mark­mið í þess­um efn­um eins og öðrum, s.s. fara að huga að fyr­ir­komu­lag­inu (að hætta að vinna) löngu áður en árin fær­ast yfir.

Þú ert svo sann­ar­lega ekki skrít­inn. Haltu áfram að njóta lífs­ins. 

Bestu kveðjur, Tinna 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda