Býðst spennandi starf en veltir fyrir sér þessum 5%

Lachlan Dempsey/Unsplash

Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem velt­ir því fyr­ir sér hvort það sé gott að fá 5% hlut í fyr­ir­tæki sem hon­um býðst starf í. 

Góðan dag. 

Mér hef­ur boðist mjög spenn­andi starf í nýju fyr­ir­tæki. Mér býðst ágæt­is laun en hluti af því sem er verið að bjóða mér er 5% hlut­ur í fyr­ir­tæk­inu og greiðist hlut­ur­inn með framtíðararði. Fyr­ir­tækið er með samn­inga við sína viðskipta­vini og hef­ur skilaði arði síðustu ár. Þetta hljóm­ar allt vel en ég er ekki með nógu góða þekk­ingu á svona fyr­ir­komu­lagi né hvað þetta þýðir fyr­ir mig skatta­lega. Er þetta al­geng leið og þekkt þegar kem­ur að kjör­um? Hvernig get ég vitað hvort þetta er raun­veru­lega tekju­auki fyr­ir mig?

Er þetta skatta­lega hag­stæðara?

Með fyr­ir­fram þökk,

G

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur.

Sæll Gauti,

Það er ekki óal­gengt, sér í lagi þegar um lyk­il­starfs­menn er að ræða, að samið sé um hlunn­indi eða fríðindi af ýmsu tagi við upp­haf ráðning­ar­tíma. Ég skil lýs­ingu þína þannig að þú fáir um­rædd­an 5% hlut í fyr­ir­tæk­inu af­hent­an við und­ir­rit­un ráðning­ar­samn­ings en ekki sé um kauprétt á hlut­um í fyr­ir­tæk­inu ræða. Sömu­leiðis virðist mér ljóst að kaup­verð hlut­ar­ins skuli greiðast með væntri hlut­deild þinni í framtíðararði fé­lags­ins og því um nokk­urs kon­ar selj­endalán að ræða.

Miðað við fram­an­greint þá eru skatta­leg­ar af­leiðing­ar þess­ara viðskipta þær að selj­andi hlut­ar­ins, fé­lagið sjálft, greiðir skatt við söl­una miðað við upp­lausn­ar­virði hlut­ar­ins á sölu­degi. Þú greiðir svo fjár­magn­s­tekju­skatt af arðgreiðslum í sam­ræmi við eign­ar­hlut þinn í fé­lag­inu.

Erfitt er að segja á grund­velli þeirra tak­mörkuðu upp­lýs­inga sem liggja fyr­ir, þ.m.t. um kaup­verð og aðra skil­mála samn­ings­ins, hvort að þetta sé raun­veru­leg­ur tekju­auki fyr­ir þig. Svarið við þeirri spurn­ingu ræðst m.a. af stöðu fé­lags­ins í dag og ekki síður af því hvernig fyr­ir­tæk­inu mun vegna í framtíðinni. Lyk­il­atriði er hins veg­ar að greina hvaða áhætta kann að vera fólg­in í viðskipt­un­um. Ef hafið er yfir all­an vafa að aðeins skuli greiða fyr­ir hlut­inn með mögu­leg­um framtíðararðgreiðslum fyr­ir­tæk­is­ins, að frá­dregn­um fjár­magn­s­tekju­skatti, án frek­ari fyr­ir­vara, t.d. um per­sónu­lega ábyrgð á efnd­um, lengd end­ur­greiðslu­tíma­bils o.þ.h., verður ekki annað séð en að fjár­hags­leg áhætta sé hverf­andi og að um raun­veru­leg­an virðis­auka gæti verið að ræða fyr­ir þig. Þú ert þá að eign­ast hlut í fyr­ir­tæki sem þú greiðir ein­göngu fyr­ir með mögu­leg­um arðgreiðslum framtíðar­inn­ar í sam­ræmi við hluta­fjár­eign þína í fé­lag­inu. Framtíðin mun svo leiða í ljós hvert verðmæti hlut­ar­ins kann að verða en vís­bend­ing­ar um nú­v­irði hlut­ar­ins er t.a.m. unnt að finna með grein­ingu á helstu kenni­töl­um í síðasta árs­reikn­ingi fé­lags­ins.

Með góðri kveðju,

Ein­ar Hugi Bjarna­son hrl.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari eða öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda