Hver er munurinn á hjónabandi og skráðri sambúð?

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um hjónaband.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um hjónaband. Ljósmynd/Kári Sverriss

Eitt það gleðileg­asta sem get­ur gerst í lífi fólks er þegar tveir aðilar finna hvor ann­an og kunna svo vel við sam­vist­irn­ar að þeir vilja verja líf­inu sam­an. Þegar fólk hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að það vilji verja líf­inu sam­an er næsta skref að ganga í hjóna­band.

Sá al­gengi mis­skiln­ing­ur rík­ir í ís­lensku sam­fé­lagi að fólk sem er skráð í sam­búð njóti sömu rétt­inda og fólk í hjóna­bandi. Rétt­indi giftra og fólks í skráðri sam­búð eru gjör­ólík. Gift fólk er til dæm­is fram­færslu­skylt hvort öðru og eiga gagn­kvæm­an erfðarétt. Fólk sem er skráð í sam­búð erf­ir ekki hvort annað. Ef ann­ar aðil­inn fell­ur skyndi­lega frá á sá sem eft­ir lif­ir eng­an rétt.

„Eng­in heild­ar­lög gilda um óvígða sam­búð og það fer eft­ir aðstæðum og mála­flokk­um hver rétt­indi sam­búðarfólks eru,“ seg­ir á vef stjórn­ar­ráðsins. Það má því al­veg spyrja sig hvers vegna fólk skrá­ir sig í sam­búð hjá Þjóðskrá yf­ir­höfuð. Er eitt­hvað í því fyr­ir fólk?

Fólki með skuld­bind­ing­ar­fælni vex það í aug­um að gift­ast en góðu frétt­irn­ar eru að það er mun auðveld­ara að fara hvort í sína átt­ina ef fólk er gift. Í land­inu gilda hjú­skap­ar­lög og þau segja til um að eig­um fólks við hjú­skap­arslit eigi að skipta til helm­inga. Nema gerður hafi verið kaup­máli sem seg­ir til um annað.

Allt tal um erfðamál og erfðarétt get­ur verið fólki þung­bært. Það er vegna þess að flest­ir eru með til­finn­ing­ar sem flækj­ast fyr­ir þeim þegar mikið er í húfi. Nema fólk sé með skil­greinda siðblindu – þá bít­ur ekk­ert á það. Það er samt í raun frek­ar furðulegt að fólki finn­ist erfitt að ræða erfðamál því það eina sem fólk veit fyr­ir víst er að það mun deyja. Það veit bara eng­inn hvenær kallið kem­ur og planið hjá all­flest­um, alla­vega þeim allra ást­föngn­ustu, er að fara sam­an á Hrafn­istu og njóta lífs­ins hönd í hönd fram á síðasta dag. Lífið hef­ur þó til­hneig­ingu til að koma stöðugt á óvart og oft end­ar það ekk­ert eins og í róm­an­tískri bíó­mynd. Það get­ur allt farið í vaskinn – og það oft­ar en einu sinni á lífs­leiðinni.

Allt tal um kaup­mála og erfðaskrár er líka tölu­vert feimn­is­mál í okk­ar sam­fé­lagi. Kannski er það vegna þess að það er svo stutt síðan eng­inn átti neitt til skipt­anna þegar yfir lauk. Á her­náms­ár­un­um vænkaðist hag­ur þjóðar­inn­ar og fólk fór að skilja eft­ir sig verðmæti. Kannski þarf að fræða þjóðina bet­ur um kaup­mála og erfðaskrár því marg­ir virðast halda að það sé nóg að hripa eitt­hvað niður á blað og geyma á góðum stað í nátt­borðsskúff­unni í von um að ætt­ingj­ar eða maki muni finna það eft­ir þeirra dag. Slíkt er ekki nóg. Það þarf að þing­lýsa kaup­mál­um og erfðaskrám.

Þegar fólk hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um alla praktíska hluti er næsta skref að ákveða gift­ing­ar­dag, skipu­leggja, gera kostnaðaráætl­un og fara yfir grunn­gild­in. Það er al­veg sama hvort fólk held­ur upp á gift­ing­una með risa­veislu eða tek­ur næsta tíma sem losnaði óvænt hjá sýslu­manni.

Framtíðar­verk­efni hjóna­bands­ins er svo að finna leið til að halda í maka sinn og reyna að vera ekki mesti hálf­viti sem fæðst hef­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda