Er tilvonandi enn í hjónabandi með fyrrverandi?

Það þarf að huga að mörgu fyrir stóra daginn.
Það þarf að huga að mörgu fyrir stóra daginn. Ljósmynd/Unslpash.com/Leonardo Miranda

Eitt það allra mik­il­væg­asta er að velja dag­setn­ingu en án þess er ein­fald­lega ekki hægt að ganga í hjóna­band. Það er líka betra að kom­ast að því fyrr en seinna ef það gleymd­ist að skrifa und­ir skilnaðarpapp­ír­ana síðast. Án þess­ara grunn­atriða get­ur brúðkaup ekki átt sér stað, að minnsta kosti ekki laga­leg­ur samn­ing­ur hjóna. Svo skipt­ir auðvitað máli að redda 100 öðrum hlut­um eins og hér verður farið yfir.

Dag­setn­ing!

Það er ekki hægt að skjót­ast bara til sýslu­manns í há­deg­inu og taka miða eins og í apó­tek­inu. Það þarf að hugsa nokk­ur skref fram í tím­ann þó svo að mark­miðið sé að klára þetta af. Rétt eins og kirkj­ur og prest­ar geta verið upp­bókuð get­ur verið upp­bókað hjá sýslu­manni. Stund­um er sér­stak­lega mikið að gera eins og á sumr­in. Hjá Sýslu­manni höfuðborg­ar­svæðis­ins fara hjóna­vígsl­ur fram á fimmtu­dög­um frá 12.30 til 15.00 og á föstu­dög­um frá 12.30 til 14.00.

Ljósmynd/Unsplash.com/Maddi Bazzocco
Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Maddi Bazzocco Ljós­mynd/​Unsplash.com/​Maddi Bazzocco

Gjafalisti!

Ef brúðhjón ætla að halda veislu er gert ráð fyr­ir að gefa gjöf, hvort sem fólk vill gjaf­ir eða ekki. Það er mjög sniðugt að gera gjafal­ista í búðum. Það sem er enn sniðugra er að gera það vel fyr­ir brúðkaupið. Þannig má koma í veg fyr­ir stress rétt fyr­ir brúðkaupið. Einnig kem­ur það í veg fyr­ir að fólkið í kring­um ykk­ur gef­ist upp á frest­un­ar­árátt­unni og fari af stað og kaupi eitt­hvað sem fer beint ofan í geymslu. Auðvitað má líka biðja um pen­inga upp í brúðkaups­ferð eða í lista­verka­sjóð. En hvað ef þið farið aldrei í brúðkaups­ferðina eða þið eyðið óvart lista­verka­sjóðnum í nýj­an bíl? Það er um að gera að setja dýra og ódýra hluti á gjafal­ist­ann og höfða þannig til allra sem og ein­stak­linga og stærri vina­hópa.

Það fá allir brúðkaupsgjafir.
Það fá all­ir brúðkaups­gjaf­ir. Ljós­mynd/​Unslp­ash.com/​Kadarius Seeg­ars

Dans­inn!

Stund­um gleyma verðandi hjón því að gert er ráð fyr­ir að þau dansi í veisl­unni. Það get­ur verið skemmti­legt að vera á dans­nám­skeiði all­an vet­ur­inn en ekki nauðsyn­legt. Það er samt betra að byrja að hugsa um þetta fyrr en 48 tím­um fyr­ir dag­inn. Með því að velja lag og æfa nokk­ur grunn­spor má kom­ast hjá ansi vand­ræðal­egu augna­bliki og koma í leiðinni par­tí­inu af stað. Hvort sem fólk fer til kenn­ara eða á Youtu­be þá er alltaf betra að læra heima!

Dansinn skiptir máli.
Dans­inn skipt­ir máli.

Könn­un­ar­vott­orð!

Vega­bréf er ekki nóg til þess að ganga í hjóna­band. Til að gift­ast þarf að upp­fylla ákveðin hjóna­vígslu­skil­yrði og þarf tvo svara­menn til þó svo að könn­un­ar­vott­orðið sé sta­f­rænt. Sé hjóna­vígsla fyr­ir­huguð á næst­unni er ráðlagt að sækja um könn­un á hjóna­vígslu­skil­yrðum með góðum fyr­ir­vara. Verðandi hjón sem ætla þessu dag­inn fyr­ir brúðkaupið þurfa að finna nýj­an brúðkaups­dag.

Er búð að vinna pappírsvinnuna?
Er búð að vinna papp­írs­vinn­una?

Miðnæt­ur­sn­arl!

Á miðnætti byrja garn­irn­ar að gaula. Best er að bjóða upp á eitt­hvað nógu sveitt og nógu ein­falt. Heimsend­ar pítsur höfða til allra eða mat­ar­vagn sem býður upp á ham­borg­ara. Svo er líka bara hægt að bjóða upp á grillaðar sam­lok­ur eða plokk­fisk. Annað eins hef­ur gerst. Regl­an er að hugsa út í þetta og missa ekki fólk heim út af svengd.

Það skiptir máli að panta pítsurnar.
Það skipt­ir máli að panta pítsurn­ar. Ljós­mynd/​Unslp­ash.com/​Krist­ina Br­at­ko

Föt!

Hvort sem verðandi hjón eru að skipu­leggja 150 manna veislu eða nota­leg­an dag án gesta þurfa föt­in að vera í lagi. Það er vel hægt að nýta göm­ul föt en þá þarf að huga að því að fara með þau í hreins­un, á sauma­stofu og með skóna til skósmiðs. Ef jakka­föt eru sérsaumuð fyr­ir dag­inn þarf að gera það snemma enda tek­ur tíma að sauma föt­in. Eins tek­ur tíma að velja kjól , laga hann til eða jafn­vel kaupa ann­an betri.

Er búið að redda öllum varðandi fötin?
Er búið að redda öll­um varðandi föt­in? Ljós­mynd/​Colour­box
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda