Hvernig eiga mömmur að haga sér í útskriftarveislum?

Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mömmu sem er að fara að út­skrifa dótt­ur sína og hef­ur áhyggj­ur af út­skrift­ar­veisl­unni. 

Sæll Theodor. 

Ég er að fara að út­skrifa dótt­ur mína í vor, hún á pabba og stjúp­móður og svo er ég gift og hún á því stjúp­föður líka. Við for­eldr­arn­ir vor­um aldrei sam­an. Sam­skipt­in voru ekk­ert alltaf góð á milli okk­ar for­eldr­anna þegar hún var yngri en sem bet­ur fer hef­ur það lag­ast, en sam­skipt­in snú­ast al­farið um dótt­ur­ina, eru í lág­marki en af virðingu. 
 
Núna eru þau að fara koma í út­skrift­ina og fjöl­skyld­ur þeirra, og þar á meðal fjöl­skylda stjúp­móður­inn­ar og það er mér svo mik­il­vægt að þeim finn­ist þau öll vel­kom­in og við séum ánægð að þau komi en ég vill held­ur ekki vera „of mikið“ eða að þeim finn­ist þau þvinguð í þess­um aðstæðum. 
 
Hvernig get ég látið þeim líða vel, liðið vel sjálf og um­fram allt að dótt­ir mín upp­lifi dá­sam­leg­an dag með öllu sínu nán­asta fólki? 

Sest maður niður og spjall­ar eða sleppi ég al­veg að tala við þau? 
 
Með von um svar, 

V

Theodor Francis Birgisson svarar spurningu frá móður sem er að …
Theodor Franc­is Birg­is­son svar­ar spurn­ingu frá móður sem er að fara að út­skrifa dótt­ur sína. Barns­faðir­inn, eig­in­kona hans og öll fjöl­skylda henn­ar er vænt­an­leg í veisl­una og mamm­an veit ekk­ert hvernig hún á að haga sér. Er hægt að vera of næs? Sam­sett mynd

Sæl og blessuð og takk fyr­ir þessa spurn­ingu. 

Útskrift­ar­dag­ur­inn er einn af stóru dög­un­um í lífi fólks. Vænt­inga­stjórn­un er nauðsyn­leg í svona stór­um mál­um þannig að mik­il­væg­ast er að byrja á að hlusta eft­ir því hvaða vænt­ing­ar dótt­ir þín hef­ur til dags­ins. Þegar það ligg­ur fyr­ir hvað hún ósk­ar sér væri síðan mik­il­vægt að all­ir for­eldr­ar sem koma að dótt­ur þinni hitt­ist fyr­ir út­skrift­ina og ráði ráðum sín­um. Á þeim fundi er mjög gott að fara yfir vænt­ing­ar dótt­ur­inn­ar og hvernig all­ir for­eldr­ar henn­ar geta á sem best­an hátt mætt þeim vænt­ing­um. 

Að sjálf­sögðu er líka mik­il­vægt að vænt­ing­ar allra for­eldra heyr­ist þannig að það séu ekki nein­ir eft­ir­mál­ar eft­ir veisl­una um að ein­hverj­um hafi fund­ist eitt­hvað fara ekki nógu vel. Ef ykk­ur finnst vand­ræðal­egt að hitt­ast á slík­um fundi fyr­ir veisl­una þá verður ekk­ert minna vand­ræðal­egt að hitt­ast í veisl­unni sjálfri. Ef ekki ligg­ur fyr­ir hvaða vænt­ing­ar all­ir bera til dags­ins er mjög auðvelt að verða kvíðinn og stressaður fyr­ir deg­in­um. Mál sem þessi leys­ast oft­ast um leið og fólk fer að tala sam­an. Með von um að þetta hjálpi ykk­ur. 

K.kv,

Theodor 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda