Sum sambönd eiga ekki að endast ævilangt

Sum sambönd eru góð þó að þau endi með skilnaði.
Sum sambönd eru góð þó að þau endi með skilnaði. Ljósmynd/Unsplash/Vince Fleming

Dené Logan er fjölskylduráðgjafi sem segir að árafjöldi sé ekki góður mælikvarði á gæði sambanda.

„Við búum í samfélagi þar sem mælistikan á góð sambönd er hveru lengi þau vara. Þeim er hampað mest sem halda lengst út. Enginn hugsar þó út í það hvort það ríki gagnkvæm virðing í sambandinu. Eða hvort þau myndu taka allar sömu ákvarðanirnar ef þau fengu að gera allt upp á nýtt. Við spyrjum ekki áleitinna spurninga því þau tilheyra ekki þessari dæmigerðu forgangsröðun sem ríkir í samfélaginu. Það sem virðist skipta mestu máli er að ramminn sé traustur - alveg óháð því hvernig fólki líður innan rammans,“ segir Logan í pistli sínum á Goop.com.

Höfum normalíserað sambönd sem líkja má við fangelsi

„Við höfum normalíserað sambönd sem líkja má við fangelsi frekar en eitthvað sem auðgar lífið. Makinn er meira eins og pirrandi herbergisfélagi frekar en besti vinur og ástmaður. “

„Þessi sýn mín kemur frá starfi mínu sem hjónaráðgjafi. Fólk er að reyna að finna tilgang í sambandi sínu en hver er raunverulegur tilgangur með samböndum?“

„Góð sambönd snúast um meira en bara að negla hina manneskjuna niður og vita að hún sé ekki á leiðinni neitt. Nútímasambönd snúast frekar um innblástur og móttækileika og að vera forvitinn um hina manneskjuna.“

„Allir sem hafa verið giftir geta staðfest að dínamíkin í hjónabandi getur verið mjög flókin. Eitthvað sem utanaðkomandi aðilar geta ekki fyllilega skilið. Ég er ekki einu sinni viss um að fólkið sjálft skilji eigið hjónaband. Þegar hjónabandi lýkur þá nær maður ekki endilega að skilja það til fulls hvað olli. Oft snýst þetta um tilfinningar um svik, ástarsorg og að vera yfirgefinn. Það er skiljanlegt að fólki líður illa þegar það gengur í gegnum skilnað enda er þetta eitthvað sem við höfum byggt upp líf okkar í kringum auk þess sem samfélagið segir okkur stöðugt að skilnaður tákni að manni hafi misheppnast eitthvað í lífinu og maður upplifir vissa útskúfun.“

Endurskilgreinum samböndin

Logan segir mikilvægt að endurskilgreina hvað felst í góðu sambandi.

„Lengd sambands segir ekkert um gæði þess heldur hversu sönn við erum í sambandinu og hvort þar ríki gagnkvæm virðing. Hvað ef við myndum skilgreina velheppnuð sambönd út frá því hversu mjög sambandið hvetur okkur til þess að halda áfram að vaxa og þroskast?“

Tilgangur sambanda hefur þurft að breytast með þróun samfélagsins. Við þurfum ekki lengur að sjá fólk sem eign. Ef við ætlum að skuldbinda okkur þá getur öryggi og dauðleiki okkar ekki verið eini hvatinn til að halda í sambandið. Slíkir hvatar eru byggðir á ótta. Ótta um að vera einn og útskúfaður úr samfélaginu. 

Eigum að vaxa ævilangt

Okkar hlutverk í lífinu er að horfast í augu við óttann. Við eigum ekki að vera á hliðarlínunni. Þannig komumst við áfram.

 Það er séstakt að við skiljum að börn eiga að þroskast og dafna yst sem innst. En svo höldum við að það eigi bara að hætta í kringum átján ára aldurinn. Það er stór misskilningur. Lífið á að vera einn samfelldur lærdómur þar sem við höldum áfram að þroskast fram til dauða dags. Samband þarf að geta haldið utan um það ferli.

„Stundum gerist það að það sem eitt sinn ýtti undir vöxt og þroska, hættir að gera það þegar við höfum náð ákveðnum breytingum. Þetta er ekki tákn um að vera misheppnaður. Að hugsa um endalok sambands með neikvæðum hætti getur fylgt manni í gegnum lífið og haft mjög slæm áhrif á andlega heilsu.“

„Mér líkar við þig, sjáum hvernig þetta fer er hugarfar sem ætti að fylgja manni í sambandið. Það er ekkert öruggt í þessum heimi. Við lifum og deyjum. Við verðum ástfangin og skiptum um skoðun um það sem við viljum.“

„Stundum renna sambönd sitt skeið. Það er óþægilegur sannleikur en hann er byggður á raunveruleikanum. Við þurfum að vera opin fyrir óvissunni því annars heldur óttinn við óvissuna aftur af manni. Ef við horfumst ekki í augun við sannleikann í lífinu þá endum við í ógöngum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál