Algengt að íslensk pör haldi framhjá

„Framhjáhald þarf ekki að vera endir á sambandi,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í Dagmálum. 

Björg starfar á Sálfræðistofunni á Höfðabakka þar sem hún sérhæfir sig í fjölskyldu- og parameðferðum. Hún segir framhjáhald algengt vandamál í hjóna- og parsamböndum hér á landi en á sama tíma sé það orðið æ algengara að fólk leiti sér aðstoðar þegar upp kemur um svik.

Björg segist brenna fyrir að aðstoða pör við að greiða úr flóknum vanda en sé yfirleitt alltaf hægt að koma á sáttum ef einlægur vilji beggja aðila er fyrir hendi. 

„Stundum er framhjáhald leið út úr sambandi hjá öðrum aðilanum, sprengja allt upp og svo framvegis, en stundum er það bara alls ekki leiðin út úr sambandinu,“ segir Björg sem hefur oft orðið vitni af því í gegnum starf sitt að neisti para kvikni á ný þegar unnið er úr erfiðleikum á borð við framhjáhöld. 

„Í þeirri vinnu er fólk svolítið að uppgötva hvort annað á nýjan hátt.“ 

Styrkir stundum sambandið

Björg segir parameðferð geta sigrað á ýmsum vandamálum sem á vegi fólks verða í hversdagsleikanum.

Tímaskortur, samskiptavandi og streita segir hún vera helstu áskoranir fólks í ástarsamböndum sem getur orðið til þess að annar aðilinn aftengist og haldi framhjá. Með réttum verkfærum segir Björg að vel sé hægt að tileinka sér breytta og bætta hegðun í sambandinu sem oftast nær geti leitt til aukinnar hamingju og kveikt ástarneista á nýjan leik. 

„Ég sé oft í meðferðarherberginu hjá mér að sambönd verða oft sterkari eftir slíka vinnu,“ segir Björg og leggur áherslu á að hún sé þó ekki að hvetja fólk til þess að halda framhjá mökum sínum heldur sé vinnan og uppbygging parsambandsins ávöxtur erfiðisins. 

„Áfall eins og þetta getur orðið til þess að það kemur af stað ákveðnu samtali sem hefur ekki átt sér stað í mörg ár og fólk uppgötvar hvort annað eftir mikið álag. Þetta sé ég mjög oft þannig að það þarf alls ekki að vera að framhjáhald sé leið út úr sambandi.“

Smelltu hér til að horfa eða hlusta á þáttinn í heild sinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál