Bjarmi og Bjarni hoppuðu í hnapphelduna

Brúðgumarnir geisluðu af hamingju á brúðkaupsdaginn.
Brúðgumarnir geisluðu af hamingju á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Bjarni Snæ­björns­son, leik­ari, skemmtikraft­ur og rit­höf­und­ur, gift­ist sín­um heitt­elskaða, vöru­hönnuðinum Bjarma Fann­ari Ir­mu­syni, við fá­menna en fal­lega at­höfn þann 21. júní síðastliðinn.

Bjarni greindi frá gleðitíðind­un­um á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í gær­dag og hef­ur ham­ingjuósk­um rignt yfir parið.

„Föstu­dag­inn 21. júní þurfti að þrífa bíl­inn, sækja hundapöss­un­ar­pí­una á Kefla­vík­ur­flug­völl (því við vor­um á leið til Ítal­íu), skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okk­ur á viðburði Siðmennt­ar „Hoppað í hnapp­held­una“ í Ráðhúsi Reykja­vík­ur. 

Bjarmi bjó til fal­lega barma­skreyt­ingu á jakk­ana okk­ar, við skunduðum prúðbún­ir í miðbæ Reykja­vík­ur og átt­um dá­sam­lega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitn­in voru tón­listar­fólkið, starfs­menn Siðmennt­ar og end­urn­ar á tjörn­inni því við vild­um gera þetta ein­ir; ekki einu sinni for­eldr­ar okk­ar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagn­um því þau þurftu að vera vott­ar. 

Þannig fögnuðum við ást­inni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabba­merk­inu og á sama sól­ar­hring og sum­arsól­stöður. Það var magnað, fal­legt, satt, rétt, effort­less, ein­falt og kær­leiks­ríkt. Full­komið fyr­ir okk­ur. 

Í hjört­um okk­ar rík­ir þakk­læti fyr­ir að búa í landi þar sem við tveir get­um gifst mann­eskj­unni sem við elsk­um. 

Gleðilegt sum­ar elsku öll - lifi ást­in,“ skrifaði Bjarni við fal­lega myndaseríu sem sýn­ir frá brúðkaups­deg­in­um. 

Smart­land ósk­ar Bjarma og Bjarna hjart­an­lega til ham­ingju! 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda