Missti sköpunargleðina á geðlyfjunum

Konan var mikill listamaður fyrir veikindin.
Konan var mikill listamaður fyrir veikindin. Ljósmynd/Unsplash.com/Tetiana SHYSHKINA

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær Tinna spurn­ingu frá konu sem sakn­ar sköp­un­ar­gleðinn­ar. 

Góðan dag

Ég er 59 ára kona og bý ein eft­ir að hafa hugsað um 3 börn og eitt þeirra fatlað. Ég er búin að hafa nóg að gera. Það vildi svo til að ég veikt­ist af geðsjúk­dóm 31 árs þegar eldri börn­in voru ung. Ég er búin að taka sjúk­dóm­inn í sátt. Þegar ég veikt­ist var ég sett á lyf til að koma í veg fyr­ir veik­indalot­ur og hef ég fengið nokkuð lang­an frest á milli þeirra þó sjúk­dóm­ur­inn hafi þó tekið sig upp öðru hverju.

Ég var mik­ill listamaður fyr­ir veik­ind­in, en frá því að dag­inn sem ég fór á lyf hef ég ekki getað málað eina mynd svo vel sé. Allt er svo stirt og fast í form­inu að ég get bara málað spít­ukalla og hesta og lita­skemað mitt er farið. Hér áður fyrr varð ég að mála til að fá út­rás. Nú á ég fullt af dýr­um eft­ir að börn­in fluttu að heim­an og ég get ekki málað eitt hrein­dýr. Hvað er að?

Kv. les­andi

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæl les­andi

Takk fyr­ir þessa spurn­ingu. Ég heyri að þú hef­ur haft í nógu að snú­ast í gegn­um tíðina og mikið gott að heyra að þú hef­ur lært að lifa með þínum sjúk­dómi. Að sinna ánægju­leg­um at­höfn­um er alltaf gott fyr­ir and­lega heilsu og gam­an að heyra að þú sért svona list­ræn. Ég ráðlegg þér að gef­ast ekki upp, þú býrð greini­lega yfir list­ræn­um hæfi­leik­um og þeir hæfi­leik­ar eru þarna enn, þó svo að þér líði stund­um ekki þannig. Eins og þú seg­ir þá hef­ur verið mikið að gera hjá þér og ef til vill mik­il streita verið til staðar sem get­ur haft áhrif á það að þér finn­ist þú hafa tapað þínum list­rænu hæfi­leik­um. Einnig þú ef til vill haft minni tíma í að sinna þínum áhuga­mál­um. Taktu upp pensil­inn þegar þér líður þannig (von­andi oft­ar en ekki), haltu áfram að leyfa lista­mann­in­um í þér að blómstra, vertu þol­in­móð og gerðu hæfi­leg­ar kröf­ur til þín. Það er ekki hægt að ætl­ast til þess að ein­hver geti hlaupið heilt maraþon sí svona ef hann er ekki búin að vera mark­visst að æfa sig, þó svo að hann hafi getað það fyr­ir mörg­um árum. Það gæti kannski verið gott fyr­ir þig að skrá þig á listanám­skeið til þess að kveikja neist­ann al­menni­lega aft­ur. Ég mæli einnig með því að þú ræðir þetta við lækn­inn þinn sem sér um þína lyfja­gjöf, stund­um þarf að breyta lyfj­um eða lyfja­skammti, en það þarf þó ekk­ert að vera í þínu til­felli, en gott get­ur verið að úti­loka það.

Ekki gef­ast upp og áfram þú!

Bestu kveðjur,

Tinna Rut sál­fræðing­ur.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda