Rakel Björk og Garðar orðin hjón

Parið fagnaði ásamt sínum nánustu.
Parið fagnaði ásamt sínum nánustu. Skjáskot/Instagram

Leik- og söng­kon­an Rakel Björk Björns­dótt­ir og tón­list­armaður­inn Garðar Borgþórs­son eru orðin hjón. Parið gekk í það heil­aga hjá sýslu­manni í byrj­un vik­unn­ar og voru aðeins nán­ustu aðstand­end­ur viðstadd­ir at­höfn­ina. 

Rakel Björk greindi frá gleðitíðind­un­um á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um ný­verið. 

„Ynd­is­leg­ur dag­ur með nán­ustu vin­um og ætt­ingj­um.

Byrjuðum hjá sýslu­mann­in­um kl. 11:30 þar sem lög­fræðing­ur­inn hélt um stund að ég ætlaði að gift­ast pabba mín­um. Kast! Þetta var stór­kost­leg upp­lif­un þarna í Kópa­vog­in­um. Við erum með marg­ar góðar sög­ur....en þetta var al­veg í okk­ar anda.

Garðpartý, grill, söng­ur og sprell hófst um kl. 13. Síðan var ferðinni heitið út að borða í miðbæ Reykja­vík­ur með góðum vin­um. Við brúðhjón gist­um á hót­eli og borðuðum morg­un­mat í sum­ar­blíðunni. Ein­falt, pass­legt, fyndið og full­komið,“ skrifaði Rakel Björk meðal ann­ars við færsl­una. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um hjart­an­lega til ham­ingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda