Ber enn tilfinningar til fyrrverandi

Konan hugsar enn um fyrrverandi.
Konan hugsar enn um fyrrverandi. Ljósmynd/Colourbox

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær Tinna spurn­ingu sem frá konu sem lang­ar til þess að kom­ast yfir gaml­an kær­asta. 

Sæl.

Ég er í al­gjör­um vand­ræðum. Fyr­ir mörg­um árum var ég með manni. Við ákváðum að hætta sam­an en átt­um ynd­is­leg­ar stund­ir. Við eig­um sam­eig­in­lega vini og því sé ég hann af og til. Í dag á ég eig­in fjöl­skyldu og líður nokkuð vel. Þó svo að það séu meira en fimmtán ár frá sam­bands­slit­um þá fer hjartað alltaf í hnút þegar ég sé hann og ég get ekki hætt að hugsa um hann í lang­an tíma. Hann er ein­stak­lega mynd­ar­leg­ur og góð sál og ég sé oft eft­ir hon­um. Hvernig get ég kom­ist yfir hann?

Kveðja, X

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda.

 

Sæl X

Þú ert lán­söm að hafa kynnst þess­um manni fyr­ir mörg­um árum síðan, átt með hon­um góðar stund­ir og tengst hon­um til­finn­inga­leg­um bönd­um. Það er gott að elska. Þið tókuð þá sam­eig­in­lega ákvörðun á sín­um tíma um að fara í sitt­hvora átt­ina og geri ég ráð fyr­ir að þið hafið slitið ykk­ar sam­bandi á góðum nót­um. Það er mjög eðli­legt að þér þyki vænt um þenn­an mann og ykk­ar stund­ir sem þið áttuð sam­an. Það er ekk­ert sem bann­ar þér að þykja vænt um og bera til­finn­ing­ar til hans, þó svo að þið eigið ykk­ar fjöl­skyldu í dag. En ef þér finnst til­finn­ing­ar þínar til hans vera farn­ar að trufla þig, að þú sért far­in að hugsa óeðli­lega mikið um hann í tíma og ótíma, að þér finn­ist erfitt að hitta hann í gegn­um sam­eig­in­lega vini og að þú upp­lif­ir það að þú sjá­ir eft­ir hon­um þá myndi ég ráðleggja þér að líta inn á við, hlusta á þitt hjarta og skoða hvað þú vilj­ir í þínu lífi. Ef þú kemst að þeirri niður­stöðu að þú sért ham­ingju­söm í þínu í dag en nær­vera hans trufl­ar þig. Þá myndi ég ráðleggja þér að reyna að draga úr því að vera þar sem hann er, ef þú hef­ur tök á, alla­vega á meðan þú ert að reyna að draga úr þínum til­finn­ing­um til hans. En ef þér líður þannig að þú sért ást­fang­in af hon­um og vilj­ir ekk­ert heit­ara en að deila þínu hjarta með hon­um, þá myndi ég ráðleggja þér að koma hreint fram með það. Þá myndi það hjálpa þér að ræða þetta við ein­hvern óháðan aðila, eins og sál­fræðing, get­ur verið gott að spegla við hann þess­ar hugs­an­ir og til­finn­ing­ar sem þú ert að lýsa.

Gangi þér vel með þetta allt sam­an.

Bestu kveðjur, Tinna

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda